Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Síða 14

Fálkinn - 06.09.1961, Síða 14
 f LANDNÁMI í EGILS SÖGU segir frá því, er þeir Skalla-Grímur og Kveld-Úlfur una ekki lengur yfirgangi Haraldar konungs og búast til íslands. Kveld-Úlfur andaðist í hafi, en bað skipverja sína segja Skalla-Grími syni sínum, að hann skyldi taka sér bólfestu sem næst þeim stað, sem kistu sína ræki að landi. Um land- töku segir svo í Eglu: „En er þeir voru komnir við ísland, þá sigldu þeir sunnan að landi; þeir sigldu vestur fyrir landið, því þeir höfðu spurt að Ingólfur hafði sér þar bústað tekið. En er þeir komu fyrir Reykjanes og sáu firðinum upp ljúka, þá stefna þeir inn fjörðinn báðum skipunum. Veð- ur gerði hvasst og væta mikil og þoka; skildust þá skipin. Sigldu þeir inn eftir Borgarfirði, til þess er þraut sker öll; köstuðu þá akkerum, til þess er veðrið lægði og ljóst gerði.“ Landnám Skalla-Gríms, Borgarfjörð- ur, hefur frá upphafi íslandsbyggðar verið talinn með beztu og fegurstu sveit- um þessa lands. Þar hafa frá öndverðu búið höfðingjar og reisn verið yfir bú- skap, mennt og framkvæmdum. V erzlunarmiðstöð Borgarfjarðar er Borgarnes. í Egils sögu segir frá því er Skalla-Grímur gaf mönnum sínum land Sagt frá stuttri heimsókn til Borgarness 14 FÁLKINN og hlaut Grani land að Granastöðum á Digranesi, en svo hét Borgarnes að fornu. Á gangi um Borgarnes, innan um nýtízkuleg hús, glæsilegar verzlanir og ótal gljáfægða Mercedes-Benz bíla, ber marga sögufræga staði fyrir augu. Höfn bæjarins er í Eyjunni. Brákar- sund aðskilur hana frá landi, en fyrir mörgum árum byggðu heimamenn brú yfir sundið og er hún bæjarprýði. En sundið á sína sögu og um nafn- giftina segir Egils saga: „Þá er Egill var tólf vetra gamall, var hann svo mikill vexti, að fáir voru menn svo stórir og vel afli búnir að Egill ynni þá eigi flesta menn í leikjum; þann vetur er honum var hinn tólfti, var hann mjög að leikjum. Þórður Granason var þá á tvítugs aldri. Hann var sterkur að afli. Það var oft er á leið veturinn að þeim Agli og Þórði tveim, var skipt í móti Skalla-Grími. Það var eitt sinn um veturinn er á leið, að knatt- leikur var að Borg suður í Sandvík. Þá voru þeir Þórður í móti Skalla-Grími í leikjum og mæddist hann fyrir þeim og gekk þeim léttara. En um kveldið eftir sólfall, þá tók þeim Agli verr að ganga. Gerðist Grímur þá svo sterkur, að hann greip Þórð og keyrði hann nið- ur svo hart að hann lamdist allur og fékk hann þegar bana. Síðan greip hann til Egils. Þorgerður brák hét ambátt Skalla-Gríms. Hún hafði fóstrað Egil i barnæsku. Hún var mikil fyrir sér, sterk sem karlmaður og fjölkunnug mjög. Brák mælti: „Hamast þú nú Skalla- Grímur að syni þínum.“ Skalla-Grímur lét þá lausan Egil en þreif til hennar Hún brást við og rann undan en Skalla- Grímur eftir. Þau fóru svo í utanvert Digranes. Þá hljóp hún af bjarginu á sund. Skalla-Grímur kastaði eftir henni steini miklum og setti milli herða henni, f og kom hvorki upp síðan. Þar er nú kallað Brákarsund.“ Sem betur fer hafa búendur í land- námi Skalla-Gríms látið af slíkum að- förum. Sjálfur er Skalla-Grímur heygð- ur þar sem nú er hinn fagri skrúðgarður þeirra Borgnesinga, Skallagrímsgarður, innst í dalnum og er haugur fornmanns- ins við aðalveginn upp úr bænum. S ★ Við sáum af veginum fyrir vestan bæ- inn, að Akraborgin var að koma. Eins og hver kynslóð tekur við af annarri, svo er einnig um skipin, sem sigla um Borg- arfjörð. Akraborg tók við af Laxfossi og Laxfoss tók við af Suðurlandi og þeg- ar Akraborgin lagði að bryggjunni þenn- an sunnudagsmorgun, var Jón Her- mannsson afgreiðslumaður og verkstjóri mættur með sína menn: Hér þarf snör handtök því skipið stanzar stutt. Þarf að sigla aftur út yfir grynningar fjarðar- ins á flóðinu. En eins og í öðrum hafn- arbæjum kunna hafnarverkamennirnir sitt fag og losun og lestun gengur fljótt og vel. tJtsýn yfir Brákarsund, sem kennt er við fóstru Egils, Brák, sem Skalla- Grímur drap þarna á sundi.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.