Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 15

Fálkinn - 06.09.1961, Blaðsíða 15
Haraldur Pétursson, hótelstjóri. Jón sagði að það væru næstum alltaf sömu mennirnir, sem ynnu við skipið. Tíminn sem í þetta færi væri að vísu nokkuð stuttur, en þeir hafa innskot annars staðar með vinnu, sagði hann. — Hvað hann væri búinn að vera lengi við afgreiðsluna? Jú, það voru eitthvað fjórtán ár. Jón sagði að aðalfarþegaflutningar Akraborgar væru milli Reykjavíkur og Akraness. Vöruflutningar væru hins vegar mikl- ir á þeirra mælikvarða og þess vegna oft mikil vinna við losun og lestun í Borg- arnesi. — Hvort hann væri innfæddur? — Já, Borgnesingur í húð og hár. ★ Þarna á Eyjunni er nýbúið að byggja sláturhús og frystihús og þar eru gríð- arlega stórt bílaverkstæði og gott ef kaupfélagið á ekki eitthvað í því. Þarna er líka B.P. benzínstöð og ágætur mað- ur, sem gerir við sprungin bíldekk, því auðvitað fékk ég nagla í afturdekk við komuna í bæinn. Viðgerðarmaðurinn heitir Kristján. Hann var að ganga frá dekki, þegar við komum og hamraði barðann, sem mjakaðist inn yfir felguna við hvert högg. Þegar hann var búinn rétti hann sig upp og spurði hvað hægt væri að gera fyrir okkur. —- Sprungið, jú, alveg sjálfsagt. Kom- ið þið aftur eftir klukkan eitt, þá verð- ur þetta tilbúið. Ég kom aftur klukkan tvö og Kristján var einn að fást við sprunginn barða. Hjólið mitt stóð fyrir utan húsið og nokkur önnur, og einn af vörubíl velti stóru hjóli í áttina til Kristjáns, sem Ólafur Þórðarson, mjólkurfræðingur. hefur áreiðanlega ekki orðið skotaskuld úr því að gera við það. Aðspurður sagðist Kristján hafa tals- vert að gera við viðgerðirnar. Bara verst að það er eins og springi hjá öllum á sama tíma. Tímum saman er sáralítið að gera. Svo allt í einu er eins og flóðgátt opn- ist og allt verður uppfullt að sprungn- um hjólbörðum. ,,En þeir eru sjaldnast lengi vindlausir eftir að komast í kynm við Kristján," sagði einn, sem kom að í þessum svifum. Kaupfélag Borgfirðinga er, eins og SKALLA-GRÍMS flestir landsmenn, sem komnir eru til fullorðinsára vita, eitt hið rótgrónasta sinnar tegundar. Auk verzlunarreksturs hefur félagið annan atvinnurekstur ým- is konar og hefur nú nýlega opnað kjör- búð í nýjum húsakynnum, eina þá smekklegustu á landinu og þótt víða sé leitað. Gengt kaupfélagsbúðinni er Hótel Borgarnes. Þetta er nýlegt hús og hið glæsilegasta í alla staði og bænum í heild til sóma. í anddyri hótelsins rakst ég á Harald Pétursson hótelstjóra. Vegna gamalla kynna vissi ég, að Har- aldur var áður sjómaður bæði á íslenzka kaupskipaflotanum og með norskum, gleðimaður í hófi og skáld gott. Smekk- vísi hans á bundið mál er með eindæm- um. Áður en Haraldur gerðist hótelstjóri þeirra Borgnesinga, var hann bryti á Maríu Júlíu, okkar ágæta varðskipi, á fyrstu árum „þorskastríðsins“ við Breta, sem þeir nefna svo. Aðspurður sagðist Haraldur kunna afbragðsvel við sig í Borgarnesi. Gest- kvæmt væri á hótelinu, sérstaklega yfir sumartímann og yrði hótelið iðulega að útvega herbergi úti í bæ, vegna þess að gistirými þar hrekkur ekki til. Haraldur sagði að ferðafólk væri þó heldur færra en í fyrra og að sennilega væri það sökum verkfallanna í vor. Jón Hermannsson, verkstjóri.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.