Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Qupperneq 20

Fálkinn - 06.09.1961, Qupperneq 20
€l4$n$an FRAMHALDSSAGA EFTIR F. MARSCH SEXTÁNDI HLUTI Hann hafði grunað hvað gerast mundi í Melville Bar hálfri mínútu áður en gauragangurinn hófst. Og hann hafði gert sig hálfvegis ósýnilegan áður en böðull Eldflugunnar neyddi Helen til að dansa við sig. Lock hafði ekki hugmynd um að bófarnir sáu líka um hann sjálfan. Hann þekkti ekki þessa menn .... og þeir ef til vill ekki hana, en það nægði þeim að sjá, að hann var með Dott. í augnablikinu komst hann ekkert úr sporunum, og það var þess vegna sem hann var svo frómlegur á svipinn og þolin- móður. í rauninni ásakaði hann sinn innra mann fyrir au- virðilega ragmennsku, af því að hann hefði svikið vini sína á stund neyðarinnar. Hann hafði rölt upp í gistihúsið aftur vegna þess að hann vissi að peningar Cornells voru geymdir þar. Þeir mundu ekki skilja eftir 40.000 dollara fyrr en i fulla hnefana. Hann þóttist vissi um, að einhver mundi koma og sækja peningana. Nú staðnæmdist bifreið við stéttina á móti, og það ískraði í hemlunum um leið. Eftir dálitla stund kom inn maður í köflóttum Ulsterfrakka, herðabreiður og ábúðarmikill. Lock bar dagblaðið fyrir andlitið. Gesturinn gekk rakleitt að afgreiðsluborðinu og rétti fram umboð, sem sýndi, að hann ætti að taka við handtösku Ben Cornells. Honum var afhent taskan og svo fór hann aftur út að bifreiðinni. Dock Meredith stóð við vinduhurðina og horfði á eftir hon- um. Hann hripaði eitthvað í vasabókina sína. Svo rólaði hann að afgreiðsluborðinu og tók símann, eins og í leiðslu. í sama bili heyrðist ógurlegur hávaði utan af götunni. Ejögra hurða Sedan-blfreið snarstanzaði við dyrnar með braki og brestum, og hurð var skellt aftur og Dave Dott blaða- Ijósmyndari kom æðandi inn í gistihúsið. „Hvar er Helen Truby?“ spurði hann án þess að líta á Meredith, eins og hann hefði talið sjálfsagt að finna hann þarna. Enda hafði svo verið umtalað, ef eitthvað óvænt kæmi fyrir. Lock sýndi honum blað 1 minnisbók sinni. Hann hafði skrifað firmanafn sem stóð aftan á vörubílnum, sem Glenn hafði komið í. Lock tók símatólið og bað um samband við glæpalögreg'luna. Eftir augnablik þreif hann í handlegginn á Dott og dró hann með sér út í bifreiðina. „Aktu eins og þú kemst,“ sagði hann. Hann setist í aftursætið og ýtti löppunum á Spoke niður á gólfið. Bófinn var að byrja að ranka við sér. Dave renndi vagninum á fulla ferð og ók eíns og óður maður. Hver sek- únda var dýrmæt. Honum fannst líkast og kverkar hans væri skrælnaðar og svitinn bogaði af enninu á honum. Urg í bifreiðarhreyfli heyrðist í fjarska. Bifreiðin sveigði inn í húsagarð vefnaðarvörugeymslunnar og nam staðar við húsið. Eldflaugan hætti að berja fætinum í gólfið. Nú stóð hann grafkyrr og hlustaði, þangað til Glenn kom inn í dyrn- ar með handtöskuna í hendinni. „Hérna er hún“, sagði hann. „En hún er læst. . .“ „Það gildir einu“, sagði Eldflaugan. „Legðu hana út í bifreiðina. Eldflaugan kveikti á eldspýtu og í bjarmanum af loganum var andlit hans fei’legt og djöfullegt að sjá. Hann beygði sig 20 FALKINN og kveikti á kertisstúfnum sem stóð í púðurröndinni. Svo gaf hann hinum böðlinum bendingu um að fara út á eftir Glenn. Hann horfði á hin tvö þöglu fórnarlömb sín. Helen hafði bit- ið á jaxlinn, hún ætlaði hvorki að láta heyra til sín stunu eða hósta. Cornell stundi sárt og aumlega. Hann hafði gert sér ákveðna von um að sleppa þegar Glenn kæmi með pen- ingana. En þetta síðasta áfall hafði gert útaf við lífslöngun- ina í honum. Eldflugan snerist á hæli og gekk þegjandi út úr salnum. Þegar hann kom út í húsagarðinn heyrði hann mannsraddir. Og allt í einu var kveikt á sterku kastljósi yfir innganginum. Hann tók viðbragð og vatt sér inn í brynvörðu bifreiðina sína. Hann skellti hurðinni eftir sér og böðlum sínum tveim- ur. I sama bili heyrðust hvellir í vélbyssu úr skotgötunum á bifreiðinni. Kastljósið frá lögreglubifreiðinni varpaði sterku ljósi á hið sterka ,,virki“ Eldflugunnar og nágrennið, Undir aurhlíf- inni stóð kassi og var lokið á honum opið. Það sást ekki hvað í kassanum var — líklega hefir það verið uppkveikja. Skotunum frá vélbyssunni var svarað úr mörgum áttum. Það var líkast og húsið væri umkringt af lögreglunni. Dökk- ir skuggar voru á hlaupum í birtunni frá kastljósinu, og flýðu í skjól bak við kassa og planka. Mennirnir þrír í bif- reiðinni skutu í ákafa. Eldgusurnar stóðu út úr götunum. Eldflugan skipaði Glenn að taka stýrið. Nú var eina vonin að komast á burt sem allra fyrst. Allt í einu sást einhver vera í flagsandi kjól í bjarmanum frá kastljósinu. Einn af lögreglumönnunum bölvaði. Hann hafði þrýst á byssugikkinn í sama augnablikinu. Það varð ekki aftur tekið. Jessica hneig niður þar sem hún stóð og

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.