Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Page 21

Fálkinn - 06.09.1961, Page 21
andvarp hennar kafnaði í skothríðinni. Það var eins og hún gengi í svefni, er hún kom þarna fram í birtuna ..... En í sama vetfangi gerðist nokkuð, sem olli því að lög- reglumennirnir fleygðu sér kylliflötum þar sem þeir stóðu. Grænn, skerandi blossi gaus upp úr kassanum, sem bófarnir höfðu gleymt undir aurhlífinni á bifreið sinni. Hann óx hraðfara og á nokkrum sekúndum varð alelda kringum bif- reið þeirra. Þegar aftur sást gegnum eldinn var lítið eftir af bif- reiðinni. Stálið í henni hafði runnið eins og vax og lög- reglumennirnir vissu að bófarnir hlutu að vera orðnir að ösku. ,,Hver fjárinn hefir verið í þessum kassa?“ tautaði lög- reglufulltrúinn við aðstoðarmann sinn. „Ég vildi gjarnan eiga uppskrift að þessu eldsneyti“. En sama efnið var undir stólnum, sem þau sátu á, hin tvö dauðadæmdu, er horfðu á logann á kertisskardnu, sem ávallt var að styttast. Helen og Cornell heyrðu allt sem gerðist úti. Og hjálpar- hróp þeirra köfnuðu í brakinu og brestunum frá vélbyssun- um. Enginn heyrði til þeirra. Helen lagði aftur augun og beið dauða síns . . En ekkert gerðist, Hún opnaði augun varlega aftur. í sama augnabliki og fyrstu púðurkornin fóru að fuðra færðist eitt- hvað dökkt yfir kertisskarið og púðurrákina. Hún þóttist sjá tá á skó, en svo leið yfir hana. Það var Dave Dott sem bjargaði föngunum tveimur í græna bjarmanum sem bloss- aði upp kringum brynvörðu bifreiðina í húsagarðinum. Hann bar Helen meðvitundarlausa út úr húsinu, en Cornell elti, eins og í leiðslu. Dave Dott, sem þekkti ikveikjuaðferðir Eldflugunnar, hafði undir eins hlaupið inn í húsið. Lock Meredith tók nú Cornell að sér. Og lögreglan kom nú til þeirra líka. „Hvað var að gerast þarna?“ sagði Dave forviða og benti á bifreiðina. „Bófamir hafa gleymt einhverjum íkveikjuefnum í kass- anum“, sagði Meredith. „Þeir hafa séð rækilega fyrir sjálf- um sér“. „Það var rák af hvítu dufti, sem líkist kalki, undir stól- unum þarna inni“, sagði Dave og hnyklaði brúnirnar. „Seg- ið lögreglumönnunum, sem fóru tnn, að þeir verði að gæta vel að .... Hvar er Jessica?“ Meredith benti á börur, sem verið var að bera á burt. „Hún kom út þegar skothríðin stóð sem hæst. Það var eins og brynvarða bifreiðin drægi hana að sér eins og segul- stál“. ,,Eldflugan“, sagði Dave hugsandi. En hann var ekki að hugsa um hinn djöfullega brennuvarg. Hann sá í huganum merkið á öxl stúlkunnar. Það hafði þá verið einskonar álaga- merki, þrátt fyrir allt. Það kom fram við í'annsókn á bifreiðinni að í henn,i voru leifar af þremur líkum. En einn maðurinn hafði orðið fyrir kúlu frá lögreglunni. Dave Dott ók heim til sín til New York daginn eftir. Hann hafði Lock Meredith og Helen Truby með sér í bifreiðinni. Eins og venjulega birti „Morning Star“ — blað Helenar — langýtarlegustu fréttirnar af íkveikjumálinu. ENDIR. í NÆSTA BLAÐI HEFST MÝ OC SPENNANDI FRAMHALDS- SAGA EFTIR AGÖTHU CHRISTIE - Það var leitt að þú skyldir kvefast einmitt í dag. * \ t ^ %'(■ 7/, 67M&/S Ljómandi er þetta fallegt. Hefurðu saumað það FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.