Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Page 24

Fálkinn - 06.09.1961, Page 24
Wamet 'Jrahk FREISTINGAR — Ómissandi nauðsynjar, sagði ég við sjálfan mig, — eru matur, föt, hús- næði, ljós og eldsneyti. Svo hallaði ég höfðinu fram á fallega skrifborðið sem ég hafði keypt fyrir mánuði, og fór að skæla. Við hliðina á mér lágu að minnsta kosti 35 umslög með 35 stórum reikningum. Ég fékk titring í fingurna, þegar ég snerti á þeim. — Jæja Barbara Carson, skældi ég, — þarna sérðu nú hvernig léttúðin fer með þig! Ég tók upp einn reikninginn. „30 páskaliljur — 15 krónur.“ Hafði ég nú þurft að kaupa páska- liljur? Jú, ég hafði gert það, þegar ég var sem hugsjúkust út af að vera yngsta undirtyllan í leiðbeiningastofunni „Ný- tízku innanhússkipun". — Jæja, látum það nú vera, sagði ég. En reikningurinn fyrir rósrauða kokk- teilkjólnum? — Ég varð að kaupa þennan kjól. Ég er 23 ára og ógift, og þann litla svarta hafði ég notað svo oft, að fólk var farið að halda að ég væri afturganga. En í þeim rósrauða varð ég miðdepill í sam- kvæmum tvisvar í röð. Ég hélt á næstu 10—12 reikningun- um eins og maður heldur á spilum og starði hugsandi á þá. Skuldaði ég fyrir Ijósblátt rafhitað ullarteppi? Og hvað hafði ég við 12 sænsk vatnsglös að gera? Nú fór ég aftur að gráta og þreif- aði eftir vasaklútnum. — Góða, bezta, hvað er að? Ég leit upp og sá nágranna minn, Jane Myers í dyrunum. — Þú ert sundurkramin af sorg, hélt hún áfram. — Segðu Jane frænku, hvað það er sem angrar þig. — Komdu inn, snökti ég. — Við skulum fá okkur te. Ég á ágætt kín- verskt te, sem var rándýrt. — Þú þarft ekkert te, heldur samúð, svaraði hún. — Hvað er að? Karlmenn? Staðan? Heimþrá? — Peningar, kveinaði ég. — Einmitt það. Sparibaukurinn tóm- ur og neyðin drepur á dyr. Ég kinkaði kolli. — Ég fékk bréf frá bankanum í morgun. Ekki eyrir eftir á hlaupareikningnum mínum. Jane tíndi saman reikningana og blaðaði í þeim. Svo blístraði hún eins og ýlustrá væri við varirnar á henni. — Mamma og pabbi mundu verða eyðilögð, ef þau vissu þetta. — Þessu getur aðeins einn maður ráðið bót á, Martin McDougal! 24 — Hver er það? spurði ég. — Maðurinn sem bjargaði mér. Hlustaðu á mig . . . Jane kveikti í vindlingi og blés reykjarstrók framan í mig. — Einu sinni var ég alveg eins og þú. Eyddi peningum í allan skratt- ann — síams-ketti, svissneska hand- saumaða skó, já, meira að segja í gaml- an bíl, sem ég varð að leigja dýran skúr undir — Það væri gaman að eiga bil, muldraði ég. — Þú misskilur þetta. Ég var að verða gjaldþrota, skilurðu. Ef Martin McDougal hefði ekki verið.... nei, ég get ekki hugsað til þess. — Pabbi hefur varað mig við að lenda í okraraklóm, sagði ég. — Hann er enginn okrari. Hann er f j ármálaráðunautur — Og hvernig hjálpaði hann þér? — Ég veit það ekki með vissu, en víst er það að hann borgaði reikning- ana mína og sagði mér hve miklu ég mætti eyða á mánuði — Nei, það hlýtur að vera eigin- maður en ekki fjármálaráðunautur, sagði ég. — Ekkert bull, sagði Jane. — Mér er alvara. — Áttu við að þessi ruddi hafi gát á hverjum eyri sem þú eyðir? — Auðvitað. Það er galdurinn. Hve- nær sem þú sérð eitthvað, sem þig langar til að kaupa segir þú við sjálfa þig: „Martin McDougal getur séð til mín!“ Og þá er þér borgið. — Ég sá ljómandi fallega peysu í vikunni sem leið, sagði ég dreymandi. — Mikið flegna og ... Jane spratt upp og beint í símann. — Þú ert alvarlega veik, sagði hún. — En kannski er hægt að hjálpa þér ennþá. Hún valdi númer og svo heyrði ég rödd hennar, mjúka og laðandi: — McDougal? Þetta er Jane Myers Jú, þökk fyrir, ég lafi. Takið þér nú eftir. Ég á vinstúlku, sem þarf á hjálp yðar að halda. Hún skuldar eitthvað álíka og ríkið gerir í Alþjóðabankanum. Og hana langar að koma þessu í lag . . — Það er ekki satt, greip ég fram í. — Ég vil alls ekki láta bráðókunnuga karlmenn skipta sér af mínum krögg- um . . — Þei . . já, hún er hérna. Jane rétti mér heyrnartækið. — Talaðu við McDougal sjálf, hvíslaði hún. Ég sagði ólundarlega: — Halló! — Mér skilst að þér séuð í peninga- vandræðum, var sagt í símanum, stutt- aralega. — Ég vil ekki ræða um það í síma, svaraði ég jafn stutt í spuna. — Ungfrú.... — Barbara Ann Carson. — Hvað segið þér um að koma og tala við mig og ræða málið? Eða kannski skrifa? — Ég er ekkert hrædd við yður, sagði ég borginmannlega. Hann kumraði lágt. ■—- Gott. Þá get- ið þér komið fyrir hádegi á laugardag, og haft með yður lista um öll föst út- gjöld yðar og svo óborgaða reikninga. Og svo athugum við hvort hægt sé að bjarga yður frá skuldafangelsi. — Þér eruð skemmtilegur, sagði eg kuldalega. — Ég ætlaði ekki að móðga yður. Það er ekki mitt að dæma yður, ung- frú Carson heldur að láta reikningana yðar vega salt. Jæja, við sjáumst þá á laugardaginn fyrir hádegi. Aldrei hef ég séð jafn ömurlega skrif- stofu og McDougals. Þar var gamalt skrifborð, gömul ritvél og stór, græn- máluð pappírskarfa. Það brakaði í stólnum og dagatalið hékk skakkt. McDougal sjálfur hefði ekki verið sem verstur, ef hann hefði tímt að kosta upp á sig nýjum horngleraugum. Þá hefði hann kannski orðið svipaður William Holden í bókarahlutverki. — Sælar, sagði hann vingjarnlega. Fáið þér yður sæti. Ég settist á skældan tréstól. — Ger- ið þér svo vel, sagði ég og rétti honum stórt umslag — þarna er nú öll rauna- sagan. Á leiðinni hafði ég keypt nokkrar fjólur og fest á kápuhornið. Hann hleypti brúnum, er hann sá þær. —- Það er nokkuð snemmt að kaupa fjólur enn. sagði hann. — Já, en þær eru eftirlætisblómin mín. — Eftir mánuð fáið þér þær keypt- ar á hverju götuhorni fyrir hálft verð, sagði hann brosandi. — En mig langaði í þær í dag. Hann svaraði ekki. Hann var farinn að skoða reikningana. — Flónska og eyðslusemi fylgjast alltaf að, sagði ég bitur. — Hægan, hægan, sagði hann. — Ekki dugar að æðrast Við skulum at- huga þetta með stillingu. Ég ætla að skoða reikningana, og svo komum við FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.