Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Qupperneq 25

Fálkinn - 06.09.1961, Qupperneq 25
„Eg varð að kaupa þennan kjól. Ég er 23 ára og ógift og þann litia svarta haföi ég notað svo oft, að fólk var farið að halda mig vera afturgöngu..." okkur niður á, hvað unnt sé að spara- — Þér heimtið líklega að ég þvoi hárið á mér sjálf? Hann brosti. — Við skulum reyna að gera yður þetta ekki erfiðara en þörf er á, sagði hann og bætti svo við: — Fyrst í stað verðið þér að segja mér, hvað þér ætlið að kaupa næsta mánuð. Og þegar hann er liðinn get ég gefið yður ýmis ráð til að koma yður á rétt- an kjöl, ef þér fylgið ráðunum. — Það er nú vel boðið, sagði ég dá- lítið hæðnislega. — En munið þér, að í hvert skipti sem yður dettur í hug að kaupa eitt- hvað þá verðið þér að síma til mín. — Þá það, tautaði ég. Þegar ég kom út á götuna aftur var krökkt þar af kvenfólki, sem var að viðra nýju vordraktirnar sínar. Og ilm- ur af alls konar ilmvatni barst að vit- unum á mér. Ég' silaðist áfram og mændi vonaraugum inn í búðarglugg- ana. — Ég má til að fá nýjan nærkjól, sagði ég við sjálfa mig og fann unun streyma um mig. Ég fór inn í búðina, en allt í einu heyrði ég á dularfullan hátt aðvörunarrödd McDougals: „Hve- nær sem yður dettur í hug að kaupa eitthvað verðið þér að síma til mín.“ — Jæja, sagði ég við sjálfa mig, — það er nú hægast. Ég síma og segi að mig vanhagi mjög um nærkjól. Hvað getur hann sagt við því? Ég bað um að fá léðan síma og valdi númerið hans. —- Þetta er Barbara Carson, sagði ég engilblíð. — Hvar eruð þér stödd núna? — Sannast að segja er ég stödd inni í nærfatabúð, af því að ég mundi að mig vantar ljósrauðan nærkjól. Og af því að þér sögðuð mér að kaupa aldrei neitt án þess að hringja fyrst, þá . . — Hafið þér ekki nærkjól til vara, þegar fötin yðar eru í þvotti? — Jú, vitanlega. — Þá getur því miður ekki komið til mála að þér kaupið nýjan nærkjól. Ég ráðlegg yður að ganga yður til skemmtunar í garðinum í staðinn. Og hafið eitthvað með yður til að gefa, fuglunum. T.d. þurrt brauð. Fuglarnir geta kennt yður sparnað. Ég skoða þá á hverjum sunnudegi. Og svo sleit hann sambandinu. Ég ranglaði áfram. Tuttugu mínútum síðar sat ég á bekk í garðinum. — Fallegir fuglar, finnst yður ekki? sagði þægileg rödd rétt hjá mér. Ég leit upp, — við hliðina á mér var sezt- ur maður, anzi laglegur maður, sem talaði með töfrandi útlenzkuhreim. — Ég vona að þér takið ekki illa upp fyrir mér, þótt ég gefi mig á tal við yður, hélt hann áfram. — En manni finnst maður vera einstæðingur, þegar maður er kominn í útlenda borg. Ég kom í morgun frá Frakklandi. Má ég kynna mig? Ég heiti Jean Gilberte, húsameistari, ógiftur og alveg mein- laus. Ég starði hissa á hann. — Jean Gil- berte! Þá veit ég vel, hver þér eruð. — Er það satt? Ég er upp með mér af því. — Þér komuð hingað til að ráðgast Framh. á bls. 30. FALKINN 25

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.