Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Side 26

Fálkinn - 06.09.1961, Side 26
Nýlega barst okkur bréf frá Svíþjóð, þar sem við erum beðnir um að út- vega pennavini. TO THE MOST POPULAR WEEKLY FOR YOUNG PEOPLE. L am a Swedish girl, 17 years old, and i want to have a boy-pen-friend about 19—21 years old. My hobbies are; Correspondence, sports, stamps and many other things. I write English and German and of course Swedish. My name and address: Frk. Gerd Sarin, Bordarne, Arvslindan, Dalarne, SWEDEN. (Ég er sænsk stúlka, 17 ára gömul, og mig langar til að eignast pennavin, 19—21 árs pilt. Áhugamál mín eru: Bréfaviðskipti, íþróttir, frímerkjasöfn- un og margt fleira. Ég rita ensku og þýzku og að sjálfsögðu sænsku). ★ L am á 13 year old girl in Sweden who wants to have a pen-friend in age: ?—?. I am interested in animals and the nature, books, music, swimming and to write letters. In school I like all the languages very much: German, Danish, Norwegian and Swedish, and I hate sewing. I can write mentioned languages. I am waiting answers too. Miss Gunnel Selinus, Funbo PR.G. Bdrb y, SWEDEN. (Ég er 13 ára gömul sænsk stúlka, og mig langar til að eignast pennavin ? ára gamlan. Ég hef áhuga á dýrum og náttúrunni, bókum, tónlist, sundi og bréfaskriftum. Mér þykir mjög gam. an að öllum tungumálunum, sem ég læri í skólanum: Ensku, þýzku, dönsku, norsku og sænsku, en ég hata handa- vinnu. Ég get ritað ofannefnd tungu- mál. Ég bíð einnig eftir svari.) ★ Við munum ekki, er fram líða stund- ir, birta fleiri bréf þar sem óskað er eftir pennavinum, en við birtum þessi þar eð við vorum sérstaklega beðnir fyrir þau. Hins vegar getur vel komið til mála að hafa sérstakan dálk fyrir pennavini. 26 FÁLKINN Hverf er ferö - Fiamh. af bls. 13. rétt á eftir. Þegar hestur lögmanns var kominn út í ána, hrasaði hann, og féll Oddur af baki og í ána, og rak þegar á eyri rétt fyrir neðan. Vildi hann upp á eyrina, en í því hann stóð upp, slóst kápa hans yfir höfuð honum, og kastað- ist hann við það aftur út í ána og rak niður eftir henni alllengi. Fylgdarmenn náðu honum brátt og var lögmaður lif- andi. Tjölduðu þeir yfir hann og veittu hjúkrun eftir beztu getu. Ekki hafði hann verið lengur í ánni en svo, að þurrar voru bækur tvær, er hann hafði í barminum. Önnur bókin var bæna- bók, en hin reikningssbók yfir gjöld Reynistaðaklausturs og Skagafjarðar- sýslu. Um miðnætti raknaði Oddur lög- maður við og kvaðst vera allur lerk- aður. Menn hans stumruðu yfir honum og reyndu að veita honum allt, sem í þeirra valdi var. Litlu síðar yrti hann aftur á þá, og kvaðst mundu andast. Hann bað þá færa öllum vinum sínum kveðju sína og lagði svo fyrir, að hann yrði grafinn í Skálholti, fram undan prédikunarstólnum. Síðan andaðist Oddur. Oddur lögmaður var færður í Skál- holt, en ekki fékk hann legstað þar, sem hann hafði kosið, því að þar reynd- ist grýtt og illgræft. Var honum valinn legstaður í krossstúku, svo nálægt Giss- uri biskupi Einarsssyni sem unnt var, en gröf var á milli þeirra. Einn hinn merkari biskup Skálholts- stóls síðari alda bar nafn Odds Gott- skálkssonar. Það er Oddur biskup Ein- arsson. Oddur biskup hóf Skálholtsstað til vegs og gengis á nýjan leik og sótti fram til aukins metnaðar gegn dönsku valdi. Heimildir: Annálar Bókm.fél., Biskupaannálar, Menn og mennt- ir, Biskupasögur o. fl. Sölheimar - Frh. af bls. 8. Á einum vegg eru teikningar úr Kardimommubænum eftir börn af barnaheimilinu, sem fóru til Reykja- vikur til að sjá leikritið. Aðrir veggir eru skreyttir með uppdrætti af íslandi, teikningum af mönnum sem eru að grafa skurð í rigningu og stúlku, sem er að reyta illgresi. Ein andlitsteikning er af ungum manni með vindil í munni, og fyrir neðan andlitið er teiknuð sund- skýla. — Þessi er alltaf að reykja, segir Verena. — Og alltaf að synda? — Nei, einmitt ekki hann fæst aldr- ei í sund. Annars syndum við hin eftir vinnu á kvöldin í útilaug, sem er hérna. Við höfum nóg af heitu vatni, en minna af köldu. Þegar við látum hreint vatn í laugina, verður það að bíða í lengri tíma á meðan það kólnar. ★ Við þökkum fyrir teið, og þegar við göngum út fyrir til að skoða staðinn, berst til okkar hressandi kórsöngur inn- an úr skólabyggingunni. — Það er söngkennsla hjá þeim núna, útskýrir Verena. Húsið, sem sjálfboðaliðarnir eru að byggja, er um 80 fermetrar að flatarmáli, og þegar er búið að grafa fyrir og steypa sökklana. Verena gengur með okkur í litla hús- ið, þar sem nokkrar af stúlkunum búa. Það er lítil forstofa og aðeins stærri innri stofa, sem gegnir hlutverki svefn- og setustofu. Og ekki er kuldanum fyr- ir að fara, sjóðheitt vatnið streymir með sífelldu suði í gegnum miðstöðvar- ofninn eins og fossandi fjallalækur í hamragili. í sundlauginni bíður vatnið, kyrrt og freistandi, í gróðurhúsunum eru tómat- og agúrkuplöntur í örum vexti, en kýrn- ar eru rétt ókomnar heim í fjósið. Á tröppum íbúðarhússins tekur Sess- elja Sigmundsdóttir á móti okkur, bros- andi og vingjarnleg og býður okkur til stofu. — Er ekki langt síðan þér hófuð starfrækslu barna- og uppeldisheimil- isins hérna að Sólheimum? — Ég kom hingað fyrir rúmum 30 árum, og þá var hér allt eintóm mýri. Ibúðarhús var eitt, gamalt og óeftir- sóknarvert, sökum leka. Það hefur margt breytzt síðan. Ég byrjaði með barna- og uppeldisheimilið árið 1930, og nú eru hér 36 vistmenn — Þið megið til með að sjá skóla- húsið hjá okkur og handavinnuna, sem börnin hafa unnið. Núna er söngkenn- ari hjá okkur að kenna þeim að syngja. — Húsið sem sjálfboðaliðarnir eru að byggja, á það að vera fyrir barna- heimilið? — Já, fyrir þau elztu. Það verður mikill munur að geta haft þau sér. — Hvernig komust þér í samband við sjálfboðaliðana? — Já, það var nú meiri heppnin að kynnast þeim. Það byrjaði þannig að dóttir mín vann á uppeldisheimili í Englandi, og þar var henni sagt frá þessum félagsskap. En við trúðum þessu ekki í fyrstunni Svo kom að því að þessi flokkur kom hingað. Ég get ekki lýst því, hvað þau eru dásamleg öll saman. Þarna ganga þau í hvað sem er og eru svo elskuleg. Þau spyrja bara: Hvað getum við gert? Úti eða inni? í heyinu, í görðunum og að ég tali nú ekki um bygginguna. Þetta væri alls ekki hægt nema með svona góðri hjálp. Þau eru öll eins og eitt. — Er heimilið í einkaeign? — Ég gerði það fljótlega að sjálfs- eignarstofnun. Það hefur fengið ýmsa hjálp frá félögum og félagasamtökum, Frh. á bls. 28

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.