Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Side 30

Fálkinn - 06.09.1961, Side 30
FREISTINGAR - Frh. af bls. 25 við „Nýtízku innanhússkipun“, er ekki svo? — Alveg rétt, en. .. . — Ég vrnn þar. Ég hef staðið í bréfa- skiptum við ritarann yðar í margar vikur — Veröldin er ekki stór, sagði hann brosandi. — Já, ég kom fyrr en gert var ráð fyrir. Mig langaði til að kynn- ast þessum bæ dálítið upp á eigin spýt- ur. Hann horfði gaumgæfilega á mig. — Ég veit ekki hvort ég þori.... jú, ég geri það. Væri mögulegt að ég gæti fengið yður til að sýna mér bæinn næstu dagana? Mér þætti óumræðilega vænt um, ef þér segðuð já. — Ég er hrædd um að það sé ómögu- legt. . . . byrjaði ég. — Yður finnst þetta kannski frekja, en reynið þér að líta svona á það: Ég þekki húsbónda yðar. Ég get ekki tek- ið neitt starf að mér hérna fyrr en ég kynnist umhverfinu betur. Þess vegna þarf ég einhvern til að sýna mér. Er það frekja að biðja yður að fórna tíma yðar og þolinmæði til að hjálpa mér? Ég brosti hikandi. — Nei, alls ekki. — Já, en, Óskar — það var ekk- ert að þessari klukku þarna. — Það er þessi, sem er í ólagi .... — Hver hefur nú verið að fikta við sjónvarpstækið? — Ágætt! Þá síma ég til skrifstof- unnar yðar og geri nánari ráðstafanir. Þér munduð ekki vera laus í kvöld, svo að við gætum borðað miðdegisverð saman? Ég leit á klukkuna og athugaði málið. Klukkan var nær tólf og ég mundi geta náð mér ílítinn, laglegan kjól áður en búðirnar lokuðu. Og komizt í blóma- búð og keypt nokkur blóm til að lífga upp heima hjá mér. Og síðast en ekki sízt: ná mér í ljósrauðan nærkjól. — Jú, þökk fyrir það vil ég gjarnan. — Heppnin er með mér í dag, sagði hann. •— Og hvert má ég sækja yður? Ég sagði honum hvað ég héti og hvar ég ætti heima. Og þú ræður hvort þú trúir því: Áður en við skildum lagðist hann á hné og tíndi blóm handa mér. Tveimur tímum síðar lá ég í bað- kerinu og umlaði af vellíðan. Það er hræðilegt, hve mikið lítið bréf með baðsalti kostar nú á dögum? En í dag leyfði ég mép það óhóf, því að kjólinn, sem ég keypti, fékk ég fyrir gjafverð. Nú hringdi síminn ákaft. Ég skreið upp úr baðinu til að svara, berfætt og rennvot, yfir óborgaðan gólfdúkinn. Það var McDougal. — Halló. Mig langaði bara að vita, hvernig þetta fór. — Þökk fyrh', ágætlega, sagði ég. — Var það ekki sem ég sagði. Ekkert jafnast á við útiveru í góðu veðri. Og tré, fuglar og blár himinn. — Nei, ekkert, sagði ég sakleysis- lega og sleit sambandinu. Jean Gilberte var maður eftir mínu höfði. Hann leit með aðdáun kringum sig í stofunni minni og dáðist að kjóln- um mínum. — Þér hafið afar góðan smekk, ung- frú Carson sagði hann. — Ég verð að bjóða yður miðdegisverð, sem er í stíl við kjólinn yðar. Og það gei'ði hann. Fyrst borðuðum við í litlu úrvals gistihúsi og á eftir fórum við á dýran stað til að dansa. Jean Gilberte hélt mér fast að sér og talaði við mig á frönsku. Þegar við komum heim í bílnum, renndi hann augunum ofan frá skraut- kembdu hárinu á mér og niður á tærn- ar á skónum. — Og þér eruð það sem kallað er ,,sjálfsfyrirvinna“? sagði hann. — Já. — Og þér getið haldið yður svona fyrir kaupið, sem þér fáið? Ég brosti, en fékk samvizkubit. því að mér varð hugsað til McDougals og allra þeirra, sem áttu hjá mér. Bíllinn nam staðar við dyrnar hjá mér. — Árangurinn er að minnsta kosti glæsilegur, sagði hann og kyssti mig laust á ennið. Ég fékk vitanlega hjartslátt. •—- Á morgun skulum við eiga ó- gleymanlegan dag, sagði hann um leið og hann opnaði fyrir mér dyrnar og hvarf. Ég byrjaði ekki á skyldustörfunum á skrifstofunni aftur fyrr en á þriðju- dagsmorgun. Stofnunin sá Jean fyrir bíl og sagði mér að fylgja honum á alla þá staði, sem hann hefði áhuga á að skoða. Og þess á milli borðuðum við hádegis- og miðdegisverði. Hann vildi þekkja mig frá sem flest- um hliðum sagði hann og mæla dýpt persónuleikans hjá mér. Og það þýddi þrennt: — ég varð að kaupa mér ný föt, fylla búrið af mat, til að sýna hon- um að ég gæti matreitt, og fá McDougal til að halda sér saman. McDougal var sannast að segja eins og martröð. Þriðjudagsmorgun símaði hann og sagðist þurfa að tala við mig. Hvort hann mætti líta inn til mín í heimleiðinni? Ég hafði boðið Jean í miðdegisverð, svo að ég sagði McDougal að hann yrði að koma sneroma og fara snemma. Þegar hann kom hagaði hann sér al- veg eins og ég hafði búizt við. — Þetta eru falleg húsakynni. sem þér hafið, sagði hann — Þau eru dýr, en einhvers staðar verður vondur að vera, sagði ég. Hann settist og teygði úr löppunum. — Þér gerið út af við mig, sagði hann ofur rólega. — Hvað hef ég gert illt af mér? sagði ég. — Þér komið til mín, skuldunum vafin eins og skrattinn skömmunum, og hvað gerist svo? Þér eruð ekki fyrr komin út úr dyrunum hjá mér en þér byrjið að kaupa og kaupa svo dýrt, að jafnvel sjálfur Aga Khan mundi fölna. Þér hafið keypt allt sem fæst hér í bænum og ekki er múrfast og naglfast. Hvers vegna? Viljið þér gera svo vel að segja mér hvers vegna? — í rauninni kemur það yður ekk- ert við, svaraði ég kuldalega, — en það vill svo til, að nýr maður er kom- inn inn í tilveruna mína. — Ekki nema einn? spurði hann tortrygginn. —■ Þessi maður er franskur, hélt ég áfram. —- Og Frakkarnir kunna að meta gæði lífsins — föt — mat — og góð vín. — Þér eruð með öðrum orðum að reyna að veiða hann, með því að lifa um efni fram? — Ég elska hann, svaraði ég nístings kalt. — Jæja? Ef þér haldið svona áfram, getið þér gefið honum skuldirnar yðar 1 brúðkaupsgjöf. — Til hvers hef ég yður fyrir ráðu- naut? — Spyrjið ekki mig. Nú, jæja, ég skal bægja lánardrottnunum frá yður til mánaðamóta, en ef allt er ekki kom- ið í lag fyrir þann tíma. . . . Mc Dougal þagði og virti mig fyrir sér. Svo brosti hann. — En yður tekst þetta, nema hjartað í honum sé úr steini. 30 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.