Fálkinn


Fálkinn - 06.09.1961, Side 31

Fálkinn - 06.09.1961, Side 31
Ég sótroðnaði undir augnaráði hans. — Hvers vegna segið þér þetta? — Síðan daginn sem þér komuð í skrifstofuna mína hef ég verið að velta fyrir mér, hvaða hlunnindi væru við sameiginlegan skatt hjóna, en það er erfitt að sjá það. Hann brosti og yppti öxlum. — Jseja. til hamingju, sagði hann og gekk út að dyrunum og opnaði. Fyrir utan stóð símasendill. McDou- gal tók við skeyti og rétti mér. — Farið þér ekki, sagði ég biðjandi. — Ég er dauðhrædd við símskeyti. '•— Hægan, hægan, sagði hann hug- hreystandi. — Ég skal opna það. Hann tók skeytið og las það fljótlega. Og svo sagði hann: — Þetta verður ekki létt- bært fyrir yður. Og svo las hann upp- hátt:^ Ég hef verið kvaddur heim til Frakklands. Ég fer héðan með harm í huga. Þú ert falleg, töfrandi og yndi að vera með bér. En. kæra Bar- bara Ann, fyrir franskan mann ert þú meiri lúxus, en ég hef nokkurn tíma efni á að veita mér. Vertu sæl og fyrirgefðu mér. Þinn Jean. Ég grúfði mig grátandi fram á borð- ið. — Æ, hvað ég skammast mín, vein- aði ég. — Ég hefði átt að vita að ástin krefst ekki peninga eða glingurs. Það er allt undir hjartanu komið. — Alveg rétt! sagði McDougal ánægður. — Maður getur alltaf treyst hjartanu bezt. En þurrkið þér nú tárin af yður. Ég skal semja nauma fjárhags- áætlun handa yður, og við skulum gera margt ódýrt og skemmtilegt. Og áður en þér vitið af er allt komið á réttan kjöl aftur. Ég gaut augunum til hans, en sá hann varla fyrir tárunum. — Við? sagði ég spyrjandi. — Ódýr kvikmyndahús, skoðum British Museum þegar rignir, borðum á ódýrum kaffihúsum, göngum í görð- unum á sunnudögum, leikhúsmiða uppi á hanabjálkanum. . . . Hai.n tók hend- inni undir hökuna á mér og kyssti mig á nefið. — Allt það bezta í veröldinni fær maður ókeypis. Það kom á daginn að hann hafði al- veg rétt fyrir sér. Ég held að þetta trú- lofunarstand hafi ekki kostað okkur meira en 2—-3 sterlingspund, og við ætlum ekki að halda neina brúðkaups- veizlu. Ég rakst á ágæta smáverzlun í Bond Street, og þegar ég sagði konunni, sem rekur hana, að ég ætlaði að fara að giftast, sagði hún geta útvegað mér brúðarkjól fyrir brot úr sannvirði. Ég gekk að því og keypti svo skó og við- eigandi slæðu. Og samt á ég eftir í gjöfina handa Martin. Ég ætla að gefa honum afbragðs kvikmyndavél og þarf ekki að borga nema fimm pund út í hönd, — afgang- inn á sextán mánuðum. Það borga ég af afganginum af mánaðarpeningun- um. Kæri Astró. Viltu gera svo vel að birta ekki mánaðardaga og ártöl. Ég er fædd kl. 2.45—2.55 eftir miðnætti. Ég kæri mig ekki um að vita framtíðina. Öllu heldur skrifa ég eftir skilgreiningu á sjálfri mér. Mig langar til að fá bent á mína verri eiginleika og hvernig ey bezt að forðast þá. Ég hyggst gifta mig fyrri hluta næsta árs, manni sem fæddur er um klukkan 12 á miðnætti að ég held. Gjarnan vil ég vita, ef hann er sér- staklega reikull fyrir á ein- hverju sviði, ég hefi þó ekki orðið vör við neitt slíkt. Móð- ir hans er fædd 16. septem- ber. Við munum öll búa sam- an. Hvað ber mér helzt að varazt í sambúðinni við hana. Ef ég spyr of mikið má sleppa öðru hvoru þeirra eða stytta bréfið, er það kemur í blaðið. Virðingarfyllst, Teddý. Svar til Teddýar. Ég þakka þér fyrir hve ná- kvæmlega þú gafst mér upp fæðingarstundina, en hinu var sleppt úr bréfinu eins og þú óskaðir eftir. Fyrir alla er margt að varast og forðast og svo má einnig segja um þitt kort. Þú fæddist þegar sólin var 5° í Hrútsmerkinu, sem er merki leiðtogans, eins og þú hefur vafalaust heyrt, ef þú hefur kynnt þér efni stjörnu- spekibóka. Það sem fylgir þessari afstöðu er mikil bar- áttufýsn og framsókn. Þess ber sérstaklega að gæta í eðli þessa máls og gæta þess að framfarir manns verði ekki á kostnað annarra. Undir þess- um áhrifum eru ákaflega margir hermenn fæddir. Þeir eru englar dauðans hér á jörð. Staða mánans í sjötta húsi bendir til þess að þú hafir á- hyggjur út af heilsufarinu, án þess að tilefni sé sérstakt til slíks. Fólki með þessa afstöðu er mjög umhugað um heilsu- far sitt. Það er einnig mjög gagnrýnið á aðra, og í þínu tilfelli hættir til þunglyndis, sakir þess að þér finnst þér vera settar takmarkaðar skorður til athafna. í þessu tilfelli þarftu að temja þér hið gagnstæða, því að öðrum kosti munu lifa margar óhamingju- stundir ,sem gætu verið bæði bjartar og fagrar ef þú temd- ir þér hið gagnstæða. Það er til mjög skemmtileg setning í enskri ungu um þetta atriði, hún er svona: Count your blessings at night“ þ.e.a.s. dag skal að kveldi lofa. Ég held að þú verðir vel efnum búin í lífinu og ættir að geta haft það sem kallað er gnægð af hlutunum. Samt er ýmislegt í heimilislífinu, sem mun reynast þér erfitt, ef þú þjónar fjölskyldu þinni og öorum sem til þín leita af ó- eigingirni og góðvild. Það er sem sagt skilyrði fyrir sálar- legri velferð þinni, því það mun af öðrum vera talinn þungur baggi sem hvílir á þér í heimilinu. í fimmta húsi, sem stendur fyrir börn og skemmtanir, er Neptúh, en þegar hann er þar er sagt að hann valdi sjúklegu hatri á börnum í sumum tilfellum og í öðrum ófullnægjandi þrá eftir þeim. Börn þín verða mjög draumlynd og listræn. Fátt er það sem gefur fólki jafn mikið tækifæri til að þroska með sér hina einu sönnu ást og börnin. Við gef- um börnunum okkar án þess að ætlast til nokkurs í stað- inn og er nokkuð stórkost- legra en sá kærleikur, sem gefur án þess að ætlast til nokkurs í staðinn og er nokk uð stórkostlegra en sá kær- leikur, sem gefur án þess að ætlast til greiðslu fyrir. Þann- ig lít ég á börnin og ég fagna með sérhverri manneskju, sem á slíkt tækifæri t.il þroska. Staða sólarinnar bend ir til að þú eignist margt vina, sem hafa mikil völd og þeir verði tíðir gestir á heimili þínu. Samt er eitt leiðinlegt atvik, sefn þú verður bendl- uð við í sambandi við opin- bert hneyksli á ævinni. Þú nefnir að þú hyggist gifta þig næsta ár og ég álít það mjög heppilegan tíma til slíks. Pilt- urinn, sem þú gefur mér upp fæðingardag á er mjög líkur þér hvað aðaláhrif áhrærir, og móðir hans er einnig lík þér að mjög mörgu leyti .En vegna rúmleysis í blaðinu get ég ekki rætt kort þeirra sér- staklega hér. FÁLKINM 31

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.