Fálkinn - 14.02.1962, Side 7
Gagnrýni eða uppörvun.
J. U. skrifar: — Núna og
um nokkra hríð hef ég átt í
hinum mestu vandræðum með
að hemja dóttur mína, sem er
nýlega 13 ára. Annars er ég
mjög stolt af henni. Hún pass-
ar vel að stunda skólann, en
ég ætlaðist til að hún hjálpaði
mér svolítið við húsverkin, og
mundi hún þá læra þau líka.
En þegar ég bið hana um eitt-
hvað, gerir hún það annað-
hvort skakkt, eða gleymir
meiri hlutanum af því, sem
hún á að gera, t. d. þegar hún
fer í búðir. Auðvitað skamma
ég hana fyrir þessi afglöp, en
þá segir hún bara: „Ég geri
aldrei neitt almennilega, er
það ekki? Og þú ert aldrei
ánægð með það, sem ég geri.“
-— Er ég of hörð og geri ég
of miklar kröfur til hennar?
Svar:
Það verður að segja hlutina
eins og þeir eru. Eftir þessu að
dœma, þá yirffist þér alltaf
vera að finna að því, sem
stúlkan gerir. En við teljum,
að bezta ráffiff til þess aff fá
hana til þess að gera eitthva'ð
aff gagni, sé að hrósa henni
svolítið og uppörva. Þaff er
enginn vafi á því, að ungling-
ar hafa gott af svolitlu hrósi.
En þér verðið að gœta þess
aff beita þeirri affferð í hófi.
Kvennasíður.
.... Er ekki hægt að koma
kvennasíðum fyrir á þann
hátt, að hægt sé að taka þær
úr blaðinu án þess að skemma
það?
Þ. k. H. Brú, Jökuldal,
N.-Múl.
Svar:
Nei, þaff er ekki hœgt aö
koma síffunum þannig fyrir,
en hins vegar er lítill vandi
að geyma bara blaffið og safna
því.
Útvarp.
Kæri Fálki. — Loksins
komuð þið með efnið, sem
maður hefur beðið eftir í mörg
ár. Það bezta, sem maður les
í þessum vikublöðum eru
myndasögurnar. En það var
nú ekki aðalatriðið að hrósa
ykkur, því að þess þarf varla.
Ég skrifaði þetta aðallega til
að segja álit mitt á þessu fyrir-
tæki, sem nefnist Ríkisútvarp
íslands. Að vísu eru nokkrir
ljósir punktar i þessu hjá
þeim, en hitt er í miklum
meirihluta, sem ekki er hlust-
andi á. Allir beztu útvarps-
mennirnir hverfa af sjónar-
sviðinu eftir stutta veru í rad-
íóinu. Þar má nefna Ævar
Kvaran, en hann var um
lengri tíma sá maður, sem
maður hafði mest gaman af
að hlusta á. Þá var það Svavar
Gests, en hann var með einn
vinsælasta þátt, sem útvarpið
hefur haft á boðstólum. Og nú
er sagt að Jónas Jónasson sé
að hætta. En hvað kemur svo
í staðinn? Jón Leifs reynir að
skýra út í orðum og tónum,
hvort Skarphéðinn hafi dáið
úr leiðindum eða af bruna-
sárum. Ja, — ég segi nú ekki
annað en það, að ég skil ekki
hvers vegna menn vilja sjón-
varp. Kannski verður svolítil
tilbreyting í því. En eitt er
víst, að ef sömu menn, sem
hafa stjórn útvarpsins í hönd-
um, fá líka sjónvarpið (ef það
kemur) í hendur, þá verður
að fjölga bíóunum um helm-
ing.
Sinfóníu-hatari.
P. S. Hvernig er réttritunin?
Svar:
Ef til vill er um eins konar
millibilsástand að rœffa í út-
varpinu. Vinsælir útvarps-
menn verffa stöðugt að finna
upp á einhverju nýju. Stund-
um er líka hentugt aff hvíla
sig um stund frá því að
skemmta fólki og koma svo
aftur fullur starfsorku. Hver
veit nema útvarpið eigi mikið
eftir aff lagast, þegar fram líða
stundir. Um sjónvarp finnst
okkur hér ekki ástœða til þess
að ræffa um. Hvað réttritun
yffar viffvíkur er hún nokkuff
góff, en þér œttuð að varast y.
Þakkir.
Kæri Fálki. —- Ég þakka
blaðinu fyrir ágætt lestrarefni,
sérstaklega þó Degi Anns fyr-
ir sína ágætu þætti. Einnig
hafði ég mjög gaman af
myndagetrauninni, en gat því
miður ekki tekið þátt í henni.
H.
Svar:
Hvernig vœri að taka þátt
í Bingóinu í staðinn?
FAþKINN