Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1962, Qupperneq 14

Fálkinn - 14.02.1962, Qupperneq 14
 OF LATUR TIL AÐ FARA í VEGAVINNU EN VARÐ ÖTULL KAUPSYSLU MAÐUR 14 FÁLKINN Undanfarið hefir í þessum þáttum verið rætt við menn sem byrjað hafa feril sinn með tvær hendur tómar og hafist til vegs og bjargálna. Byrjað smátt en eflt og ávaxtað sitt pund með ráðdeild og dugnaði. Nú er það svo, eftir því sem árin líða og frumkvöðlarnir eldast og slitna, taka yngri menn við, oft synir stofn- endanna, sem brutu ísinn. Stundum, og það er algengast erlendis, taka synir við fyrirtækinu og veita því for- stöðu. eða þá sem er sínu sjaldgæfara, að þeir selji það sem þeir fengu í arf og hefji atvinnurekstur á öðru sviði. Hér á landi er iðnaður og atvinnu- rekstur í stórum stíl svo ungur að fátt yngri manna hefur enn sem komið er tekið við stórum fyrirtækjum af feðr- um sínum. Hinsvegar eru nokkrir, sem tæmst hefur arfur, sumum allríflegur og hef- ir hann þá getað orðið góð undirstaða framgjörnum mönnum. En enda þótt menn eignist fé á þann auðvelda hátt að fá það í arf, skeður það alla jafna ekki fyrr en menn eru komnir til manndómsára og fyrir þaón tíma hefir krókurinn öftast beygst tíl þess er verða vill. Þannig er það t. d. með Ragnar Þórðarson, heildsala, tízkukóng og veitingafrömuð. Hann var búinn að stofna Gildaskálann áður, og það löngu áður en faðir hans féll frá og arfleiddi son sinn að álitlegri fúlgu lausafjár auk margra verðmætra húseigna á beztu stöðum í bænum. Þórður úri, faðir Ragnars var þekkt- ur maður í Reykjavík á sinni tíð. Ríkur maður sem greiddi hátt útsvar og

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.