Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1962, Síða 22

Fálkinn - 14.02.1962, Síða 22
DORIS VAR á leiðinni á fyrsta dans- leik sinn klædd fögrum, síðum tjull- kjól. Á boðskortinu hafði staðið: Ambassador Mexico og Madame Az- carate hafa hér með þann heiður að bjóða Madame Bettinu Brandt til dans- leiks í Clignancourt-höllinni þriðjudag- inn ... Doris skalf af eftirvæntingu og spenningi, meðan þær óku um skraut- lýsta heimsborgina. Bettina hafði tekið á leigu einkavagn og einkabílstjóra meðan þær dvöldust í París. Bifreiðin ók á fleygiferð og nálgaðist óðum höll- ina, þar sem dansleikurinn skyldi fara fram. Loks lá leið þeirra um fögur trjá- göng, þar sem prúðbúið fólk var á gangi báðum megin. Bæði fyrir framan og aftan voru raðir af lúxusbílum. Loks beygði bílstjórinn inn á opið svæði fyr- ir framan hvíta höllina, sem var fagur- lega upplýst. Bettina og Doris gengu hægt upp breiðar steintröppurnar og afhentu tveimur varðmönnum, sem klæddir voru í miðaldabúninga, boðs- kortið. Doris fann, að hjarta hennar barðist ákaft, er þær gengu inn í höllina. Frá anddyrinu lágu breiðar og bogmynd- aðar tröppur upp á aðra hæð. Á stiga- pallinum stóð hirðmeistari klæddur skínandi fögrum rauðum klæðum og vísaði þeim veginn til salarins, þar sem ambassadorinn og frú hans tóku á móti gestunum. Þegar Bettina hafði kynnt Doris fyr- ir gestgjöfunum, fór hún með hana inn í danssalinn, sem var upplýstur af tólf þungum kristalsljósakrónum. Hvert sem litið var blöstu við augum demant- ar, einkennisbúningar og orður í öllum regnbogans litum. Doris hafði aldrei á ævi sinni séð slíka fegurð og slíkan glæsileika. Skömmu síðar snerti einhver létt arm hennar og lág rödd sagði: — Má ég dansa við yður, Mademoi- selle? Örskömmu síðar sveif hún inn í sveim dansandi fólks, — sveim af öllu Því ríkidæmi og allri þeirri fegurð, sem Parísarborg hefur upp á að bjóða. Þá hvíslaði herrann í eyra henni: — Mademoiselle .. . Vitið þér, að þér eruð fegursta konan á þessum dans- leik? Þetta var dásamlegt kvöld. Doris naut þess af öllu sínu hjarta. Það eitt að fá að tala frönsku var henni nýtt og spenn- 22 FÁLKINN andi. Og ekki vantaði herrana í kring- um Doris. Þeir hópuðust í kringum hana til þess að bjóða henni upp. Þegar hlé varð á dansinum stundar- korn, brugðu þær mæðgurnar sér inn í lítinn og bogamyndaðan sal. Um leið og Doris gekk inn sá hún andartak andlit sitt rjótt og sællegt í spegli, sem hékk til móts við dyrnar. Dauðuppgefin lét hún sig falla í sófa við hliðina á Bett- inu. —- Þetta getur maður kallað dýrlegt líf, mamma, sagði hún. — Mig hefur lengi dreymt um það. Mér finnst ég vera ævintýraprinsessa. Ég veit ekki hvernig ég á að þakka þér fyrir, að þú skyldir taka mig með hingað. í sama mund opnuðust dyrnar og maður gekk inn. Hann var hár og glæsi- legur, alvörugefinn á svip og suðrænn í útliti. Hár hans var blásvart og gljá- andi. Andlitsdrættir voru djúpir og skarplegir. Hann stóð nokkrar sekúndur í dyra-. gættinni, síðan brosti hann, svo að skein í hvítar tennurnar og breiddi út faðm- inn. — Bettina, kallaði hann upp yfir sig og gekk rakleitt til þeirra. Hann kyssti á framrétta hönd Bettinu og talaði reiðinnar ósköp ■—- allt á spönsku.. Bettina hló. — Felipe! þetta er dóttir mín, Doris! Hún skilur ekki spönsku, svo að ég væri þér þakklát, ef þú vildir heldur tala ensku. Maðurinn brosti til Dorisar. — Dóttir þín! kallaði hann upp yfir sig furðu lostinn. — Ég hélt að þið vær- uð systur. Bettina lagði höndina á arm Dorisar: — Þetta er einn af mínum beztu og elztu vinum frá Mexico, sagði hún. — Don Felipe Gonzales! — Ég skal gjarnan tala ensku, sagði don Filipe himinlifandi. — Þýzkan mín er fyrir neðan allar hellur, enda þótt Bettina hafi í mörg ár reynt að kenna mér hana. Hann leit upp. Ungur maður stóð í dyrunum og brosti til þeirra. Hann var auðsjáanlega yngri en Filipe en nauða- líkur honum. Doris sá strax, að þeir hlutu að vera feðgar. Don Filipe gaf unga manninum bend- ingu. — Þetta er sonur hinn, Pedro, sagði hann. Síðan brosti hann til Bettinu. — Ég held, að hann vilji gjarnan kynnast dóttur þinni. Hann hefur verið að tví- stíga í kringum hana í allt kvöld, en aldrei fengið tækifæri til þess að bjóða’ henni upp. Doris fann, að varir Pedros snertu hönd hennar. — Ég elti pabba hingað, sagði hann og sneri sér að Bettinu. — Ég vildi svo gjarnan hitta hina töfrandi systur þína. Þau hlógu öll að orðum hans. ■— Annað hvort ertu að reyna að smjaðra fyrir mér, eða þá, að þú hefur mjög slæma sjón, sagði Bettina. — Kæri Pedro! Doris er ekki systir mín. Hún er dóttir mín. Hún ,sneri sér að Doris. — Þú skilur náttúrlega ekkert af því, sem við erum að segja. En þetta er ann- ar helmingur af lífi mínu, ef ég má kom- ast svo að orði, sem kemur til skjal- anna. Ég skal segja þér allt um þetta, þegar við komum aftur til gistihússins. Doris leit á mennina tvo. Báðir voru þeir dökkir á brún og brá og glæsilegir ásýndum. Og báðir veittu þeir móður hennar mikla athygli. Hún gat ekki var- izt, að leiða hugann að því, hvernig líf móður hennar hefði verið í Mexico. Hver var þessi Don Filipe? Hváða sam- band var á milli þeirra tveggja?. Kom hann ekki fram við hana, eins og hann ætti hana? Eða voru Þau bara gamlir og góðir vinir? Hins vegar var næstum ó- hugsandi, að svo fögur og heillandi kona og Bettina, hefði lifað ein í næst- um átján ár. Var Don Filipe elskhugi móður hennar? Pedro vakti hana upp af hugleiðing- um sínum og bauð henni upp í dans. — Við verðum hér, kallaði Bettina á eftir henni, — svo að þú týnir okkur ekki í mannfjöldanum. Síðan sneri hún sér að Filipe: — Það var sannarlega óvænt að sjá þig hér, sagði hún. — Ég vissi ekki að þú ætlaðir til Evrópu. ★ Þjónn gekk framhjá. Þau kölluðu á hann og báðu um tvö glös af kampavíni. Síðan skáluðu þau og þögðu um stund. — Nei, hvernig áttir þú að vita, að ég ætlaði til Evrópu, svaraði don Felipe. — Þú fórst frá Mexico í sliku hasti, að þú gafst þér ekki einu sinni tíma til að kveðja mig. Ef Ramon hefði ekki sagt mér, hvar þú varst niður komin, þá hefði ég sennilega aldrei fundið þig.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.