Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1962, Síða 27

Fálkinn - 14.02.1962, Síða 27
komið í veg fyrir það, þar sem hún gat ekki til þess hugsað, að hinn útlifaði og óeðlilegi konungur sængaði hjá drottningunni, sem var svo ung og sak- laus. Yfirhirðdaman gætti drottningar- innar eins og dreki Þar sem krýningin og smurningur- inn skyldi nú brátt fara fram, fannst drottningunni ekki sæma að konungur- inn yrði einnig í þetta skipti rekinn til baka, eins og hann væri ágengur þjónn svo að hann fékk vilja sínum framgengt. Skömmu seinna kom í ljós, að þessi næturheimsókn konungsins hafði borið ávöxt, drottningin átti von á barni Krýningin fór fram 1. maí. Allir gátu séð, að konungurinn var utan við sig af taugaóstyrk. Það gagnaði ekkert að drottningin talaði ástúðlega við hann og reyndi að róa hann, með því að styðja höndinni vingjarnlega á hand- legg hans. Undir hinni hátíðlegu at- höfn í kirkjunni sat konungurinn og talaði við sjálfan sig, bölvaði og notaði hið ruddalegasta orðbragð, sem hann hafði lært hjá vændiskonum. Állan tímann lék hann sér að veldissprot- anum með þeim afleiðingum að topp- urinn datt af honum og rúllaði eftir purpuraábreiðunni í sömu andrá er bisk- upinn ávarpaði konungshjónin í alvöru- þrunginni ræðu. Caroline Matthilde bar sig sem drottningu sæmdi og var greinilega djúpt snortin af hátíðleik þessarar alvörustundar. Skömmu eftir krýninguna barst það eins og eldur í sinu, að konungurinn hefði tekið sér fasta ástmey og valið hana úr hópi hinna alræmdustu götu- stelpna. Anna Cathrine Benthaken. hét hún, en var þekktari undir nöfnunum Stígvéla — Cathrine eða Mylady. Ymsar sögur hafa gengið um ætt henn- ar og uppruna, en hið sanna í málinu er, að hún var dóttir Georgs Ludvigs Frederiks prins af Braunschweig-Be- veren, sem hafði flekað unga stúlku, sem varð móðir Önnu. Eftir storma- sama bernsku sótti Anna Cathrine um að verða statisti í leikhúsi, og varð það auðsótt mál, sakir gróskumikils likama hennar. Ekki leið á löngu, Þar til hún var orðin alræmd götustelpa. Síðar Allt var gert til þess að reyna að flekka mannorð drottningarinnar. Myndin er tekin er það varð kunnugt, að hin 22 ára gamla hirðdama drottningarinnar, fröken von Eyben, hafði reynt að fá drottninguna og Holck greifa, sem var nánasti vinur konungsins, til þess að elskast. varð hún ástmey brezka sendiherrans, Goodrich baróns. Það samband varð lengi, en slitnaði svo skyndilega. Um þær mundir var hún kynnt fyrir kon- unginum. Hún var þá þrítug, eða tíu árum eldri en konungurinn. Hans há- tign varð afskaplega ástfanginn af henni Skömmu seinna varð hún einka- ástmey hans, og virkur meðlimur í nán- asta kunningjahópi hans hátignar. Hún tók þátt í öllum næturherferðum þeirra, þar sem ráðist var á fólk á götum úti og gerð innrás í pútnahúsin. Annaðhvort klæddist hún karlmanns- fötum eða búningi sjóliðsforingja. Það var sagt, að Mylady hefði gengið svo frá konunginum, að eftir kynni þeirra var hann gjörsamlega óhæfur sem eiginmaður og elskhugi. Hún hafði að- gang að hirðinni og bústað, sem kallað- ur var ,,Vatnslyftan“, og fólk, sem bjó þar í grenndinni gat fylgst ná- kvæmlega með ástaleikjum hennar og konungsins, þar sem þeir fóru venju- lega fram fyrir utan húsið, þar sem hjúin berháttuðu. Þegar konungurinn slagaði einn til hallarinnar eftir að hafa verið hjá Mylady, eltu götustrákarnir hann og æptu á eftir hans hátign: ,,Hefurðu nú verið hjá skækjunni þinni Christian, líttu á, hvernig þú slagar“. Þeir hirðmenn, er enn áttu eftir snefil af ábyrgðartilfinningu réru að því öll- um árum, að þau Mylady og kóngurinn yrðu aðskilin. Ástæðán fyrir því var ekki sízt sú, að Mylady sem var kænn kvenmaður, var farin að sýna of mik- inn áhuga fyrir stjórnmálastríðinu. Hún hafði fljótt skilið og metið þá miklu möguleika, sem svo algjört vald yfir konunginum hefði í för með sér. Það hafði hún ekki hvað sízt lært af Holck greifa. Þetta hafði í för með sér mikla hættu fyrir marga við hirðina. Eftir að innrás hafði verið gerð í hið alræmda pútnahús í Gothersgötu, Frh. á bls. 34. Meðan á hinni virðulegu krýningu stóð, tautaði konungurinn ókjör af grófustu blótsyrðum og dundaði sér við að ná toppinum af veldis- sprotanum ... FALKINN 27

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.