Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1962, Qupperneq 4

Fálkinn - 20.06.1962, Qupperneq 4
Kjóll kapítalistans. Marlene Dietrich á dýrasta kjól í heimi. Hún ber hann á sviðinu, og kostar hann um milljón íslenzkar krónur. Verðið er svona hátt vegna þess að efnið, — m.ousselin, — er bród- erað með gullþráðum. KjóIIinn var saumaður á hana í New York, og hún bar hann í fyrsta skipti er hún kom fram í París fyrir nokkru. Þegar dvöl hennar í París er lokið, mun hún fara til Ráðstjórnarríkjanna, þar sem hún hefur aldrei kom- ið fyrr. Og nú velta menn því fyrir sér, hvort hinn dýri kjóll muni ekki hafa slæm áhrif á Rússana. Þrettán er happatala — en fjórtán? Hjónin Brooks í Pittsfield í Bandaríkjunum héldu því fram að þau ættu stærsta stúlknahóp í Bandaríkjunum, þau áttu þrettán stúlkur. Ný- lega átti frú Brook fjórtánda barnið, það varð drengur. Að koma sér í koll. Þegar enska lögreglan tók í fyrsta skipti upp radar í þjónustu sína vildi svo óheppilega til, að einn af hinum fyrstu ökuföntum sem tekinn var, var sjálfur uppfyndingamaðurinn, sir Robert Watson- Watt. Upp og niður x lyftu. Frá því að skýjakljúfurinn, Rockefeller Center, var reistur, hafa lyfturnar í honum flutt meira en 1.000.000.000 persónur sem er rúmur þriðjungur alls mannkyns. Lyfturnar eru 166 að tölu og þær fara 65 hæðir á 35 sekúndum. Kvak. Líffræðingur nokkur hefur komizt að því, eftir að hafa rannsakað froska í lengri tíma, að þeir geti gert sig skiljanlega hvor við annan með kvaki sínu. Vísindamaðurinn full- yrti, að um margar mállýskur sé að ræða. 4 FÁLKINN Arturo Toscanini elskaði svo mjög æsku- stöðvar sínar, að hann keypti hús eitt í Parma, er hafði verið bernzku- heimili hans, enda þótt hann byggi þar aldrei. Ef til vill munu menn gleðjast yfir því, að börn hljómsveitarstjór- ans hafa gefið Parmaborg húsið, og borgar- stjórnin hefur ákveðið að gera það að minja- safni um sögu tónlistarinnar, en fyrst og fremst á það að vera minjasafn um meistara tónsprotans, Toscanini. Sophia Loren er fræg og hún vill halda áfram að vera það. Fyrir skömmu lék hún í stórmyndinni, Cid, — og í samningi hennar við kvikmyndafélagið stóð, að nafn hennar á auglýsingaspjöldum og annars staðar, þar sem myndin yrði aug- lýst, mætti ekki vera á minna letri en sam- leikara hennar. Þegar töku myndar- innar var lokið og aug- lýsingarnar um mynd- ina flæddu yfir í blöð- um og sjónvarpi, var nafn Sophiu á mjög smáu letri í samanburði við letrið á nafni mótleikara hennar, Charles Heston. — Þetta get ég ekki liðið, er haft eftir Sophiu og höfð- aði hún þegar mál á hendur framleiðandanum, Samuel Bronston. Krefst leikkonan milljón dala í bætur fyrir „fáheyrða móðgun“. Og nú bíða menn í eftirvæntingu eftir því að dómur falli. Wagner borgarstjóri Nýju Jórvíkur stóð í ströngu fyrir nokkru. Hann hefur rannsakað, hvort nokkur af þeim 31 klúbb, sem hann er meðlimur í, hafi eitt- hvað í reglugerð sinni, er brýtur í bága við skoðanir hans í kyn- þáttamálunum. Til dæmis sagði hann sig úr hinum þekkta klúbb, New York Athletis Club, vegna þess að klúbburinn meinar ákveðnum kynflokki um inngöngu. En það vekur enn meiri athygli í Bandaríkjunum, að hann hefur sagt sig úr hinum fræga klúbb, The Elks. Úrsögnina studdi hann með þeirri lagagrein í lögum klúbbsins, sem bannar negrum inngöngu í hann. Sá orðrómur hefur komizt á kreik, að Wagner verði næsti fylkisstjóri New Yorks fylkis.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.