Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1962, Síða 8

Fálkinn - 20.06.1962, Síða 8
FALKINN í sumarleyfi um Rínarlönd SOL OG VÍN í RÍNARDAL ■ í Rín og Mosel. — Ypptuð þér öxlum? Ef til vill haldið þér, áð þar sé lítið að sjá og lítið sé unnt að gera sér þar til skemmtunar. Og hvernig komizt þér svo þangað? Eru nokkrar ferðir til Rín- arlanda frá Islandi? Þeirri spurningu verður að svara ját- andi. Frá íslandi skipuleggja nokkrar ferðaskrifstofur ferðalög um Rínarlönd. Við getum til dæmis nefnt Mið-Evrópu- ferð frá ferðafélaginu Útsýn. í þeirri ferð verður dvalizt fjóra daga í Rínar- löndum og gist í fyrsta flokks gistihús- um. Þessi ferð er farin í ágúst. Ferða- skrifstofan Sunna skipuleggur einnig ferð til Rínarlanda, í ferð sem heitið er til Parísar, Sviss og Rínarlanda. Þessi ferð er seint í ágúst og verður dvalizt í Þýzkalandi í bænum Riidesheim, sem er frægur ferðamannabær. Um þær mundir er hópurinn dvelst þar, stendur uppskeruhátíðin sem hæst. Þessi ferð kostar um 11 þúsund. Sunna útvegar einnig far með lystsnekkjunum, Evrópu og Helvetia upp eftir Rín. Skip þessi eru mjög glæsileg og vel að farþegum búið, en ferðin er nokkuð dýr. Ferða- skrifstofan Saga útvegar ódýrar ferðir til Rínarlanda frá Danmörku. Auðvitað getið þér svo farið til Rínarlanda upp á eigin spýtur. Uss, það er áreiðanlega ekkert gam- an að ferðast um Rínarlönd, má stund- um heyra fólk segja. Það er ekkert skemmtilegt að ferðast um Þýzkaland, Þjóðverjar eru leiðinlegir, og ekkert að sjá, sem ekki má sjá hér. Ef þér hafið í raun og veru hugsað þannig, er það aðeins vegna þess, að þér hafið aldrei reikað eftir Schwalben- gasse í Köln og komið við í vertshúsi frú Lilly Steinbach. Þjónninn eða sölu- sveinninn ber fram ölið og er klæddur í miðaldabúning með leðursvuntu. Ölið drýpur niður á pappaspjaldið undir krúsinni og myndar landakort. Þér ætt- uð að fá yður hálfsteiktan hana eða hinar mjúku kótelettur. Þannig er yfirbragð Rínarlanda, í Nokkrir íslendingar í hinu glaðværa Drosselgasse í Riidesheim. Myndin er úr hópferð Útsýnar.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.