Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1962, Side 11

Fálkinn - 20.06.1962, Side 11
FALKINN FALKINN Ég hafði verið fjarverandi í nokkra daga, og þegar ég kom aftur til bæjar- ins, hitti ég Poirot, þar sem hann var að ganga frá ferðatösku sinni. — Það var gott, að þér komuð, Hast- ings, mælti hann. Ég var orðinn hrædd- ur um, að þér yrðuð of seint á ferð til þess að geta farið með mér. — Er nú komið nýtt mál til að fást við? spurði ég. — Já, en ég verð þó að játa, að mér lízt ekki sérlega vel á það. Tryggingafé- lagið Northern Union hefur beðið mig að rannsaka nánar ýms atvik varðandi dauða Maltravers nokkurs. Þessi mað- ur var nefnilega búinn að líftryggja sig rétt nýlega fyrir sextíu þúsund pund- pm, en það er óvenju stór upphæð, eins og þér sjáið. — Já. Og hvað meira? spurði ég for- vitinn. — Auðvitað stóð þessi venjulega sjálfsmorðs-klausa á skírteininu. Ef svo vildi til, að hinn tryggði fremdi sjálfsmorð innan eins árs, yrði trygg- ingarupphæðin ekki greidd. Einkalækn- ir tryggingafélagsins skoðaði herra Maltravers, og var heilsa hans óaðfinn- anleg, þótt hann væri að vísu nokkuð við aldur. En fyrir tveim dögum síðan — sem sagt á miðvikudaginn — fannst herra Maltravers látinn í garðinum við heimili sitt í Sussex, er nefnist Mars- don Manor. Banamein hans var talið innvortis blæðing. Þetta væri í sjálfu sér ekkert athygl- isvert, en upp á síðkastið hefir leiðin- legur orðrómur verið á sveimi um það, að hann ætti í fjárhagsörðugleikum. Tryggingafélagið grófst því fyrir um, hvort þessar sögur hefðu við nokkuð að styðjast. Nú er það Ijóst orðið, að enginn vafi leikur á því, að hinn látni hefur staðið á barmi gjaldþrots. Og sú staðreynd breytir málavöxtum að mjög verulegu leyti. Maltravers var kvæntur barnungri og afar fagurri konu. Þess vegna leikur sá grunur á, að hann hafi reytt saman næga peninga til að geta greitt trygg- ingariðgjaldið, og því næst framið sjálfsmorð. Lífsábyrgð hans var að sjálfsögðu skrifuð hjá henni. Þessu lík bellibrögð eru alls ekki svo fátíð, sem margir halda. Að minnsta kosti hefur Alfreð Wright, sem er forstjóri Northern Union, beðið mig að rannsaka málið. En, eins og ég sagði honum af- dráttarlaust, hef ég ekki trú á, að neitt vinnist við það. Ef banameinið hefði verið hjartabil- un, væri ég bjartsýnni. Þegar á vottorð- inu stendur „hjartabilun“, hættir mér alltaf við að gruna, að líkindi séu til, að læknirinn hafi ekki getað komizt að því með vissu, hvað orðið hafi viðkom- andi sjúklingi að bana. innvortis blæð- ing er hinsvegar allmiklu ákveðnara. Við getum að minnsta kosti rannsakað aðstæður nánar. Þér hafið réttar fimm mínútur til að láta niður í ferðatösku yðar, Hastings, og svo tökum við leigu- bíl til stöðvarinnar við Liverpool stræti. SVO sem klukkustund síðar stigum við úr lestinni á smástöðinni Marsdon Leigh. Þar var okkur sagt, að Marsdon búgarðurinn væri tæplega hálfan ann- an kílómetra frá stöðinni. Poirot ákvað að ganga þangað, og sem við nú örkuð- um eftir aðalgötu þorpsins, spurði ég: — Hvaða hernaðaráætlun hafið þér svp gert? — Fyrst ætla ég að tala við lækninn. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég hef aflað mér, á ekki að vera nema einn læknir hér, og hann nefnist Ralph Bernard. Og hér erum við komnir að húsi hans. Umrætt aðsetur læknisins var lítið einbýlishús, með garði, er snéri út að götunni, og stóð nafn hans á látúns- skildi í garðshliðinu. Gengum við nú upp garðstíginn og hringdum dyrabjöll- unni. Við vorum svo heppnir, að koma í viðtalstíma, og var enginn sjúklingur í biðstofunni í svipinn. Bernard læknir var maður hniginn á efra aldur, bai’- axlaður og ofurlítið lotinn í herð- um, hann var alúðlegur í viðmóti, en nokkuð annars hugar. Poirot kynnti sig, skýrði óstæðuna fyrir komu okkar og bætti því við, að tryggingafélagið teldi sig tilneytt að framkvæma rannsókn í máli því, er hér lægi fyrir. — Auðvitað, náttúrlega, svaraði Bernard læknir óákveðinn. Þar sem herra Maltravers var auðugur maður, get ég hugsað mér, að hann hafi líf- tryggt sig fyrir mjög hárri fjárupp- hæð. — Álítið þér þá, að hann hafi verið auðugur maður, læknir? Bernard læknir leit undrandi á okkur. — Var hann ekki ríkur? Að minnsta kosti átti hann tvær bifreiðir, og Mars- don búgarðurinn er mikil jörð, og vafa- laust dýr í rekstri, þótt hann kunni að hafa fengið hana fyrir lítið verð, að því er sagt er. — Að því er ég bezt veit, hefur hann tapað miklu fé upp á síðkastið, mælti Poirot og horfði gaumgæfilega á lækn- inn. — Haldið þér virkilega, að það sé svo? Að hugsa sér! Þá er það mikið lán fyrir konu hans, að þessi líftrygging skuli vera fyrir hendi. Þetta er óvenju fögur og yndisleg kona, en vitanlega hefir þessi óvænti og sorglegi atburður fengið mjög á hana. Hún hefur ekki haft taugar til að þola það, vesalingur- inn. Ég hef reynt til hins ítrasta, að láta þetta koma eins lítið við hana og unnt hefur verið, en að sjálfsögðu er þetta hræðilegt áfall fyrir hana. — Hafið þér iðulega farið í sjúkra- vitjanir til herra Maltravers upp á síð- kastið? spurði Poirot. — Ég hef aldrei farið í sjúkravitjun til hans. — Hvað segið þér? — Að því er mér hefir verið tjáð, var herra Maltravers áhangandi Kristi- legra vísinda trúarflokksins, eða eitt- hvað því um líkt. — En þér hafið þó rannsakað líkið? — Já, einn af garðyrkjumönnum hans sótti mig. — Og þér voruð ekki í vafa um banamein hans? — Nei, á því gat enginn vafi leikið. Hann var blóðugur um munninn, en aðalblæðingin hefur þó hlotið að vera innvortis. — Lá hann þá enn þar, sem hann fannst í garðinum? — Já, líkið hafði ekki verið hreyft. Hann lá í útjaðri lítillar plantekru. Hafði auðsjáanlega farið þangað til að skjóta krákur, því byssan lá við hlið hans. Blæðingin hlýtur að hafa komið mjög skyndilega. Trúlegast finnst mér, að hann hafi gengið með magasár. — Eftir þessu getur ekki verið um það að ræða, að hann hafi verið skot- inn? spurði Poirot. Bernard læknir rak upp gremjuóp. — Þér verðið að afsaka mikillega, mælti Poirot auðmjúkur. — En ef ég man rétt gerðist það ekki alls fyrir löngu í morðmáli sem upp kom, að fyrst vottaði læknirinn, að um hjarta- bilun hefði verið að ræða, en neyddist síðar til að breyta yfirlýsingu sinni, þegar viðkomandi lögregluþjónn gat sannað, að gat eftir byssukúlu var á höfði hins látna. — Ég fullvissa yður um, að þér mun- uð hvergi finna skotsár á líki herra Maltravers, svaraði Bernard læknir þurrlega. Og ef það er ekki fleira, sem þið óskið að vita, herrar mínir, þá .... Við skildum hálfkveðna vísu. — Verið þér sælir, Bernard læknir, og kærar þakkir fyrir velvilja yðar. Það var elskulegt af yður, að leysa úr spurningu okkar. En, meðal annarra orða — yður finnst engin ástæða til að kryfja líkið? — Nei, alveg áreiðanlega ekki! svar- aði læknirinn fokreiður. — Á bana- meini herra Maltravers lék ekki nokk- ur minnsti vafi, og hér í mínu embætti reynum við að komast hjá því eftir megni, að gera aðstandendum erfið- ara fyrir, en ítrasta nauðsyn ber til. — Læknirinn snérist á hæli og skellti hurðinni í lás fyrir nefinu á okkur. — Jæja, hvernig lízt yður á hann? spurði Poirot þegar við vorum lagðir af stað að nýju. Framhald á bls. 31. ÞRIÐJUDAGSGESTURINN smásaga eftir agatha christie

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.