Fálkinn - 20.06.1962, Page 14
GAMANSAGA EFTIR NAOMI JOHN WHITE
SAMI
GRAUTUR
I
SÖMIJ
SKÁL
Hjónaband hans hafði verið
óhamingjusamt — og hann ætlaði
vissulega ekki að ganga í sömu
gildruna aftur ..
Elmer Taskett vissi ekki, að hjóna-
band hans hafði verið óhamingjusamt,
fyrr en kona hans dó. Eftir jarðarför-
ina, komu allir og tóku í höndina á
honum og sögðu honum, að frú Taskett
hefði verið dásamleg kona, og hversu
mjög hann hlyti að sakna hennar, og
hann yrði umfram allt að leita til þeirra,
ef hann vanhagaði um eitthvað.
Elmer Taskett, sem var með sterk
gleraugu og svipaði til óttasleginnar
uglu, brosti feimnislega og tuldraði, að
þetta væri ákaflega fallega boðið, og
hann myndi gera það með sannri gleði.
En hann átti erfitt með að leika hlut-
verk syrgjandi eiginmanns — hann
hafði um svo margt að hugsa núna.
Hann ætlaði fyrst og fremst að ná sér
í opinn arinn í stað ljótu gasgrímunnar,
svo að hægt væri að brenna þar fallega
viðarbúta. Estelle hafði alltaf sagt, að
erfitt væri að fá brennivið, það þyrfti
að hreinsa öskuna og auk þess kæmi
ryk í stofuna — en honum hafði alltaf
þótt logandi arineldur svo notalegur.
Hann hugsaði sér einnig að fara upp
á Morrill Hill og höggva sér sjálfur í
eldinn. Hann var fulltrúi hjá stóru
tryggingafyrirtæki, og á leið sinni um
skóginn, hægði hann ávallt á sér, til
þess að dást að hinum fögru trjám. Það
væri vafalaust gaman að því að höggva
sjálfur viðinn, sem hann notaði í arin-
inn.
Hann brosti við, tók upp pípu sína
og tók að troða í hana. Síðan leit hann
flóttalega í kringum sig, því að Estelle
hafði sagt, að ef hann langaði endilega
til að reykja, yrði hann að fara inn í
bókaherbergið. „Bókaherbergið“ var
lítil dimm kompa við hliðina á stigan-
um, þar sem hundurinn var vanur að
sofa, og Taskett hafði aldrei kunnað
við sig þar. En þá mundi hann, að það
voru liðnir margir dagar frá því er
Estelle lézt, svo að ekki gat hún skipað
honum inn í bókaherbergið. Hann varp
öndinni léttar og kveikti í pípunni.
Reykurinn leið til lofts og myndaði
yndislega sveipi umhverfis ljósakrón-
una, og um leið datt honum, þótt ein-
kennilegt megi virðast, Mildred Gaynes
í hug — Mildred var ung stúlka, sem
vann við spjaldskrána hjá trygginga-
fyrirtækinu. Ef til vill var hún ekki
ung stúlka, því að hún var að minnsta
kosti 35 ára, en manni fannst hún ung
stúlka í samanburði við Estelle. Estelle
hafði verið mögur og beinaber, en við-
kvæm, næstum brothætt — Mildred
var mjúk og ávöl, létt og flögrandi eins
og reykurinn.
Taskett blés frá sér meiri reyk, en í
þetta sinn hlýtur hann að hafa blásið
kröftuglega, því að reykurinn lagðist
eins og ský um ljósakrónuna og skyggði
á ljósið, og þá datt honum enn í hug
orð Estellu um að hann mætti ekki
reykja í setustofunni.
14 FÁLKINN _
Hugsunin um að Estelle gæti enn
ráðið lifnaðarháttum hans, hleypti í
hann vonzku. Hann reis svo snögg-
lega á fætur, að hann velti um vasa
með blómum, sem stóð á litlu borði við
hliðina á stólnum hans. Þetta voru blóm
úr garðinum, sem Estelle hafði sjálf
sett þarna, daginn áður en hún veiktist.
Vasinn hafði ekki brotnað, en blómin
lágu á víð og dreif um grænt gólf-
teppið, þar sem vatnið breiddi úr sér
í dökkum bletti, sem stækkaði og stækk-
aði. Taskett var ekkert um þetta —
Estelle hafði margtuggið það í hann,
hversu erfitt væri að ná vatnsblettum
úr þessu ljósa teppi. En þá mundi hann
að Estelle var dáin og gat ekkert við
þessu sagt, svo að hann lét blómin eiga
sig og gekk út, til þess að fá sér kvöld-
blaðið. Þegar hann kom aftur hreiðraði
hann makindalega um sig í stóra hæg-
indastólnum og lagði lappirnar á te-
borðið. Það var glerplata á borðinu,
svo að ekki var ólíklegt að þungir og
kröftugir skórnir á fótum hans myndu
rispa glerið, en honum stóð gjörsamlega
á sama.
Stuttu síðar fór hann að finna til
svengdar, og með gleði hugsaði hann
um það, hversu þægilegt það yrði að
borða nægju sína einn og Estellulaus
við eldhúsborðið. Nágrannarnir höfðu
sent honum ýmislegt ætilegt, einkum
frú Edwards, sem bjó tveimur húsum
neðar í götunni. Hún hafði sent steikta
kjúklinga, eplaköku og heimabakað
franskbrauð.
Þegar hann hafði lokið við að borða,
lét hann borðbúnaðinn liggja. Hann
hafði alltaf þurrkað upp, þegar Estelle
krafðist þess og þá varð hann að þurrka
hvert glas, þar til það ljómaði. Hann
ætlaði að fara í smá gönguferð, í stað
þess að þvo upp.
Hann langaði í kvikmyndahús.
„Ævintýri kúrekans" gekk enn þá í
„Strand“. Hann hafði ætlað að sjá
myndina í vikunni, sem leið, en Estelle
vildi ekki sjá myndir sem þessa. En
það var víst ekki mannsæmandi að
fara í kvikmyndahús, svo stuttu eftir
jarðarförina.
Þegar hann var kominn út, gekk hann
ósjálfrátt í áttina að bænum, en hafði
ekki gengið ýkjamörg skref, þegar hann
nam staðar, því að frú Edwards stóð
úti í garðinum sínum og vildi tala við
hann.
Frú Edwards hafði verið bezta vin-
kona Estelle, og þótt hún væri feit í
stað þess að vera grönn og beinaber,
voru þær Estelle ekki ósvipaðar. Hún
átti sama hreinlega húsið og garðinn,
var meðlimur í saumaklúbb og leshring,