Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1962, Qupperneq 15

Fálkinn - 20.06.1962, Qupperneq 15
og líklega var henni heldur ekkert um, að reykt væri í setustofunni. — Það gleður mig að sjá, að þér eruð farinn að fara út, sagði frú Edwards og spígsporaði 1 áttina til hans. Ég var einmitt að hugsa um, hvort ég ætti ekki að skjótast út og sjá, hvort yður vanhagaði ekki um eitthvað. — Mig vanhagar ekki um neitt, frú Edwards, flýtti hann sér að segja. Síð- ar bætti hann við, til þess að vera ekki ókurteis. — Þetta var fyrirtaks matur, sem þér senduð mér. Frú Edwards leit á hann alvarleg og full meðaumkunar gegnum stóru, kringlóttu hornspangagleraugun og greip fastar um grænu grasklippurnar sínar. — Ég kem með eitthvað meira handa yður á morgun. Taskett rétti skyndilega úr sér. Hon- um fannst hún hálfvegis grípa utan um sig með sömu klónum og héldu um garðklippurnar. Hann steig óafvitandi skref aftur á bak og tuldraði: — Það er mesti óþarfi — og flúði áfram eftir gangstéttinni. Um tíma bjó Taskett einn og hafði ekkert á móti því, en þegar nokkrir mánuðir voru liðnir, fór honum að finn- ast það ljótt og óhuganlegt að búa í húsinu, þar sem allt var í óhirðu. Jafn- vel í borðstofunni, sem hann aldrei var í, var allt rykugt og óhreint. Loks, laugardag einn, hálfu ári eftir að Estelle dó, stóð frú Edwards fyrir úti- dyrum hans. Hún var með körfu upp á arminn, og Taskett horfði forvitinn á hana. Hann hafði fengið eina ristaða brauðsneið í morgunmat og var glor- hungraður. Kjöt og brúnaðar kartöflur datt honum í hug, og fletti af dúknum, sem lá yfir körfunni, og maturinn, sem gaf frá sér ljúfasta ilm, var enn girnilegri að sjá. Hann varð að taka á öllu sínu viljaþreki, til þess að kasta sér ekki yfir körfuna og hremma matinn. Frú Edwards leit í kringum sig í eld- húsinu og hristi höfuðið á heldur niðr- andi hátt. . . — Þér þarfnist einhvers, sem getur séð um heimilið, hr. Taskett, sagði hún. Taskett gekk að vaskinum, til þess að fela stafla af skítugum og fitugum diskum, sem lágu þar. — Ég — ég hef hugsað heldur lítið um heimilið, viðurkenndi hann. — Ég skal ekki verða lengi að gefa yður að borða, sagði frú Edwards. Hún gekk inn í borðstofuna, opnaði glugga og lét síðan hendur standa fram úr ermum. Taskett fór á eftir henni og fannst hann undarlega hjálparvana og engum til gagns. Stuttu síðar var hún búin að leggja á borð og kjötið komið inn, og á meðan Taskett var að borða, fór honum strax að líða betur. Þegar frú Edwards kom inn með ábætinn og kaffið, sendi hann henni eitt ljómandi bros. — Þér búið til ágætis mat, frú Edwards! sagði hann og skóf vendilega upp síðustu leifarnar af súkkulaðibúð- ingnum með skeiðinni. Frú Edwards nam staðar í dyrunum með kaffikönnuna í hendinni og leit vingjarnlega á hann. — Sérhver maður þarfnast konu, sem séð getur um hann, sagði hún. Nú verð ég að reyna að taka til í húsinu. Skyndilega datt Taskett í hug, að frú Edwards væri að leggja fyrir hann gildru í líki góðs matar og hreinlætis, og að hann væri nærri fallinn í þessa gildru. Hann streittist gegn þessu af öllum kröftum. Hann var nýsloppinn úr annarri gildru, sem hann hafði orðið að dúsa í í tuttugu og fimm ár. Hann hafði vissulega ekki í hyggju að láta glepjast á ný — hann ætlaði sannar- lega ekki að láta gabba sig út í annað óhamingjusamt hjónaband! falkinn 15

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.