Fálkinn - 20.06.1962, Page 16
FIMM
MÍMÚTUR
UM
FURÐULEG
FYRIRBÆRI
Hafið þér orðið fyrir dulrænni
reynslu eða orðið vitni að furðulegu
fyrirbæri? Ef svo er, ættuð þér að
senda þessum þætti FÁLKANS línu.
Utanáskriftin er: FÁLKINN, póst-
hólf 1411, Furðuleg fyrirbæri.
Innri rödd.
Eg hef oft lifað undarleg fyrirbæri
í lífi mínu. Ég hef um miðja nótt
heyrt rödd, sem aðvaraði mig við
einhverju, sem ég ætlaði að gera, en
stundum hefur röddin einnig veitt
mér upplýsingar, sem ég gat hvergi
annars staðar fengið.
Ég gleymi aldrei, þegar ég var
að ljúka embættisprófi í læknisfræði
1911. Við áttum að ganga undir próf
í spánnýrri námsgrein, sem á þessum
tíma var mjög óljóst afmörkuð. Við
höfðum engar kennslubækur til þess
að fara eftir og höfðum ekki hug-
mynd um, hvað skriflega prófið
mundi fjalla um. Ég lá í rúmi mínu
og svaf og heyrði þá allt í einu rödd
segja: „Verkefnið heitir: Fráskiln-
aður efna í líkamanum.“ Þetta verk-
efni hafði okkur aldrei getað dottið
í hug. Strax um morguninn hringdi
ég til félaga minna og sagði þeim
frá þessu. Við hófum strax að lesa
um þetta efni af fullum krafti. Ég
þarf vart að lýsa undrun okkar, þeg-
ar við litum á prófblaðið og þar
stóð: Fráskilnaður efna í líkaman-
um!
í stríðinu vann ég á Suður-Jótlandi
og vegna umferðarörðugleika varð
ég alltaf að dveljast eina nótt í Fre-
dericia og bjó þá á gistihúsi, sem
Frh. á bls. 30
16 FÁLKINN
Hann ýtti stólnum frá sér og reis á
fætur.
— Ég verð að fara á skrifstofuna í
dag, sagði hann. Þakka yður fyrir
þennan dásamlega mat — en ég bið
yður að vera ekki að hafa fyrir því að
taka til í húsinu.
Síðan tók hann hattinn sinn af borð-
inu við gluggann og hafði sig á brott
hið snarasta.
Hann fór á skrifstofuna, eins og hann
hafði sagt frú Edwards, en þegar hann
kom þangað, hafði hann ekkert að gera
þar. Hann var á leiðinni út aftur, þegar
hann sá, að dyrnar inn í skjalasafnið,
stóðu opnar. Hann leit inn.
— Aah — stundi ungfrú Gaynes,
sem stóð við skjalaskápinn.
Rödd hennar var há og skerandi, svo
að Taskett hrökk í kút.
— Þér — þér verðið að afsaka, ef ég
hef gert yður bilt við. Hann stóð vand-
ræðalegur með höndina á hurðarhún-
inum.
Ungfrú Gaynes brosti.
— Aah, það var óvera. — Hún var
í fallegum, ljósrauðum kjól og með
ljósrauðan stráhatt á höfðinu, og blá
augun hennar voru kringlótt af undr-
un — Ég gleymdi að senda skýrslu,
sem Dawson hafði beðið mig að skrifa,
sagði hún svo að ég fór hingað að ná
í hana í leiðinni heim úr bænum. Hún
benti á nokkrar pappírsarkir, sem lágu
á borðinu. — Ég er hræðilega gleymin.
Andlit Tasketts Ijómaði.
— Gæti ég nokkuð hjálpað yður?
Taskett hjálpaði henni ekki aðeins
að raða örkunum og leggja þær í stórt
umslag, heldur fylgdi hann henni einnig
heim, og það var ekki nema eðlilegt að
hann fylgdi henni upp í íbúð hennar
og bæri fyrir hana umslagið.
— En hvað þér eruð vingjarnlegur og
hugsunarsamur, hr. Taskett, sagði ung-
frú Gaynes þakklát, Viljið þér ekki fá
yður tesopa?
Á meðan ungfrú Gaynes var í eld-
húsinu, leit Taskett í kringum sig í
litlu setustofunni. Þetta var ákaflega
kvenlegt herbergi. Á veggjunum voru
vatnslitamyndir, húsgögnin voru klædd
rósóttu fóðri, og á hillu í einu horninu
var safn af postulínsköttum. Hann tók
einn köttinn og virti hann fyrir sér —
þetta var greinilega grár persneskur
köttur — við nánari eftirgrennslan
kom í ljós, að hann var grár af ryki.
Hann lagði hann strax frá sér. Síðan
tók hann upp tímarit, sem lá á gólfinu,
sett.ist í sófann og tók að blaða í því.
Það var uppfullt af myndum af létt-
klæddum stúlkum, daðrandi við hina
og þessa karlmenn.
Þegar ungfrú Gaynes kom inn með
teið, lagði hann þegar tímaritið frá sér,
eins og hún hefði komið óþægilega upp
um hann.
Teið var svart og mjög beizkt og
kökurnar voru svo harðar, að það bein-
línis reyndi á tennurnar, en hann sat
þarna í heila klukkustund og leið kon-
unglega. Hann tók upp pípuna sína,
tróð í hana og kveikti í henni, og ung-
frú Gaynes hafði ekkert á móti því að
hann reykti.
Þegar Taskett var aftur kominn niður
á götuna, varð hann hugsi. Hann vildi
ekki kvænast aftur, því hann hafði
fengið nóg af óhamingjusömu hjóna-
bandi. En ef hann kvæntist aftur, þá
myndi hann kjósa sér stúlku eins og
Mildred Gaynes — sæta, blíða og kven-
lega.
Eftir þessa heimsókn gerði Taskett
sér far um að forðast frú Edwards. Hún
skildi bersýnilega ekki, að hann var
orðinn leiður á henni.
Hún kom á hverjum laugardags-
morgni með mat og tók til í húsinu.
Taskett var henni þakklátur fyrir hjálp-
ina en vildi ekki skipta sér hið minnsta
af henni, svo að yfirleitt fór hann í
kvikmyndahúsið eftir hádegi á laugar-
dögum, og á eftir leit hann inn hjá
ungfrú Gaynes og bauð henni út að
borða og síðan í leikhús.
Þannig liðu nokkrir mánuðir. — Frú
Edwards sá um heimilið og ungfrú
Gaynes sá um skemmtanalífið.
Hann fékk sér ný blá föt, hvítröndótt,
og snoturt rautt hálsbindi, sem fest
var við flibbahnappinn með teygju-
bindi. Síðan ákvað hann loks að biðja
ungfrú Gaynes. En fyrst varð hann að
sjá um, að húsið væri honum til sóma
En þegar hann gáði betur að, reyndist
allt vera í beztu hirðu, og allt var það
frú Edwards að þakka. Það eina, sem
enn vantaði, var arinn, þar sem hann
gæti brennt stóra viðarbúta. Hann ætl-
aði sjálfur að höggva í eldinn.
Næsta laugardag fór hann í elztu
fötin sín, sem Estelle hafði ætlað að
gefa, og ók upp í skóginn í Morrill
Hill.
Hr. Morrill hafði vendilega sýnt hon-
um, hvaða tré hann átti að höggva og
hvernig ætti að handleika öxina eða
sögina, síðan hafði hann farið. Vinnan
var mun erfiðari en hann hafði gert
ráð fyrir. Þegar liðin var klukkustund,
varð hann að leggja frá sér jakkann.
Þetta var á heitum septemberdegi. Hann
sá að hann var kominn með blöðru í
lófann, en hann lét hendur standa fram
úr ermum. Hann tók að verkja í hand-
leggi og fætur, en hann hélt ótrauður
áfram.
Það tók hann tvær klukkustundir að
fella eitt tré, og þegar það loks féll með
miklum hamagangi, féll það ekki á
þann stað, sem Morrill hafði bent hon-
um á, heldur á annað tré. Þegar hann
var loksins búinn að saga greinarnar
af og tréð var fallið til jarðar, lagðist
hann við hliðina á bolnum, svo ör-
magna, að hann gat ekki hreyft legg
né lið.
í hvert sinn sem hann hreyfði sig,
var eins og hníf væri stungið í hand-
leggi og fætur, og hann verkjaði í alla
vöðva. Loksins tókst honum að klöngr-
ast út milli greinanna og standa upp.
Hann skildi öxina og sögina eftir
fyrir utan hús Morrills og ók hægt
Framhald á bls. 30.