Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1962, Síða 18

Fálkinn - 20.06.1962, Síða 18
ÞAÐ HEFUR BORIÐ VIÐ nokkrum sinnum undanfarin ár, þegar erlend herskip hafa verið hér í höfn og dátar fyllt götur bæjarins, að hér hefur mynd- azt einskonar „ástand“ nokkra daga. Á hinum björtu síðkvöldum sumarsins hafa íslenzkar stúlkur brugðið sér í ofur- lítil ævintýr með dátunum og sézt leiða þá um Austurstrætið og faðma þá á bekkjum í Hljómskálagarðinum. Illar tungur minntust á „þýzka viku á Fæð- ingardeildinni“ níu mánuðum eftir heimsókn þýzks herskips í fyrra, en við seljum slíkt tal ekki dýrar en við keyptum það. Nú í vor kom hingað franskt herskip og eins og áður endurtók sagan sig. Á þessum síðum birtast nokkrar myndir af ævintýrum stúlknanna og frönsku dátanna, sem ljósmyndari Fálkans tók þessi kvöld. Sumar myndanna eru tekn- ar fyrir utan skemmtistaði hér í borg, en aðrar þar sem verið er að bregða sér um borð í skipið. ÞAÐ ER DRAUMUR að vera með dáta, og dansa fram á nótt. ... . “ Þetta var sungið hástöfum hér á stríðsárun- um, þegar ástandið eða bransinn, eins og það var kallað, var í algleymingi. Það var einnig á þeim árum, sem þessi vísa var kveðin: Þegar Kaninn kom hér inn, kættist gjörvöll þjóðin. Átján vetra annað sinn urðu sextug fljóðin. Margt hefur breytzt síðan á ástands- árunum, en þó verður ástand að öllum líkindum alltaf til í einhverri mynd meðan enn fyrirfinnast í veröldinni dátar með borðalagðar húfur og fleira fallegt skraut. Margir áfellast blessað kvenfólkið fyrir veikleika þess gagn- vart ofurlitlu ævintýri með skrautleg- um og framandi dáta. Við skulum láta siðferðispostulunum hneykslunina eftir, en hugsa okkur í staðinn, að einn góðan veðurdag sigldi inn á Reykjavíkurhöfn risastórt skip fleytifullt af bráðfallegum erlendum hjúkrunarkonum, sem fylltu miðbæinn á síðkvöldum. Ætli það færi ekki pínulítill fiðringur um íslenzku karlmennina og ætli kvenfólkið risi ekki upp á afturfótunum og hrópaði lauslæti, saurlifnaður, skömm og svívrðing? í sambandi við þetta dettur okkur i hug skopsaga frá stríðsárunum. Hún er á þessa leið: „Fyrstu dagana eftir hernámið sett- ust að í kvennaskólanum í Reykjavík 20 enskar hjúkrunarkonur og tóku kennslustofurnar til afnota. Þá stóð sem hæst sókn Þjóðverja vestur yfir Ermarsund. Að morgni dags mætti mað- ur nokkur blaðamanni, sem mikinn á- huga hafði fyrir gangi styrjaldarinnar, og sagði: — Þá hefur gagnsókn verið hafin. — Það er nú talinn vafi á því, sagði blaðamaðurinn og átti við vesturvíg- stöðvarnar. —• Ónei, — á því er enginn vafi, svaraði hinn, — Tvær brezkar hjúkr- unarkonur sáust í gærkvöldi með tveimur reykvískum strákum í Hljóm- skálagarðinum. Það eru tvær víglínur í Reykjavík!“ Ástandið lét ekki að sér hæða í þá daga. ,,Gagnsóknin“ varð víst aldrei að neinu marki og margur karlmaðurinn hafði miklar og þungar áhyggjur. Mað- ur að nafni Jón Kristófer kom til dæmis inn á ritstjórnarskrifstofu eins dagblaðs- ins í Reykjavík og kvað þessa angur- væru vísu: Ó, leyf mér, drottinn, að deyja! Dapurt er mannlífið, því „Fósturlandsins freyja“ er farin í ástandið. Við skulum hér á eftir rifja upp til gamans nokkrar skopsögur og kvæði

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.