Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1962, Side 24

Fálkinn - 20.06.1962, Side 24
talsmáti þinn sömuleiðis og yfirleitt allt við fas þitt og framkomu. Ég hef rann- sakað þig nákvæmlega á laun, ekið framhjá kránni kvöld eftir kvöld til þess að athuga, hvort þú reyndir að auka tekjur þínar á ósiðsamlegan máta. Ef svo hefði reynzt, þá hefði ég misst allan hug á að bjarga þér. Það sem gerðist fyrr í kvöld þurfum við ekki að rifja upp. Sir Richard hikaði andartak, en hélt síðan áfram: — Ég er gamall og sérvitur pipar- sveinn. Þar af leiðandi á ég ekki — að því er ég bezt veit — neina afkomend- ur, en ég hef oft verið að hugsa um það, að ef ég hefði verið fjölskyldu- maður, þá hefði ég óskað mér að eiga dóttur, sem væri svo fögur, að allir tækju andköf, þegar þeir sæju hana. Ég get því miður ekki gert þig að dótt- ur minni, en það er ekkert því til fyrir- stöðu, að þú getir orðið fjarskyldur LITLA SAGAN: HOSTID EINU SINNI... Ef læknarnir ættu að lifa á heim- sóknum sínum, ættu þeir ekki til hnífs og skeiðar. Þau skipti, sem ég hef verið hjá lækni má telja á fingrum annarrar handar. Ég held, að botnlanginn hafi verið rifinn úr mér, að minnsta kosti fékk ég botnlangakast og ég held hann hafi verið tættur úr á sjúkrahúsinu. Það getur líka verið að hálskirtlarnir hafi verið teknir úr mér, eða barna- tönn verið rifin úr mér. Ég er ekki alveg viss, hvað af þessu var gert. En hérna um daginn fór ég til lækn- is, til þess að fá lyfseðil handa Mari- önnu, sem lá í hálsbólgu. — Eigum við ekki að líta svolítið á yður, stakk hann upp á, fyrst þér eruð hér á annað borð? — Á mig? sagði ég skilningssljór, — ég er hress og sprækur eins og fiskarn- ir í sjónum. — Þér hóstið. Reykið þér mikið? — Fjörutíu sígarettur á dag. Ég hef gert það síðan ég var fermdur. Reykur hefur engin áhrif á mig. — Má ég hlusta í yður lungun? — Með ánægju. Ég smeygði mér úr jakkanum og reif mig úr skyrtunni. Hann hlustaði. — Hóstið einu sinni, sagði hann. Ég hóstaði. — Hum, sagði hann, — hóstið aftur. Ég hóstaði aftur og hann hlustaði betur. 24 FÁLKINN ættingi minn. Það ætti ekki að verða svo erfitt að finna hæfilegan bakgrunn fyrir þig. Það eru nokkrar ömurlegar greinar ættar minnar í nýlendunum, svo að það verður auðvelt að útskýra van- kunnáttu þína í skemmtanalífi heldra- fólksins og skort á fágaðri framkomu. Þig er kannski farið að gruna hvað vakir fyrir mér? Það mun einfaldlegá skemmta mér að fá að hjálpa náttúr- unni að fullgera eitt lítið meistaraverk. Ég mun gefa þér peninga, klæðnað, húsnæði og síðast en ekki sízt mun ég miðla þér af þekkingu minni á mann- fólkinu, vönum þess og veikleika. Til endurgjalds átt þú bara að hlusta og læra og vera til! Eitt vil ég gera þér Ijóst strax í upphafi: Þú færð næga peninga til að lifa fyrir, en þú munt ekki erfa mig... — Sir Richard, hóf Katrín máls, en síðan vafðist henni tunga um tönn og hún gat ekki sagt fleira. Tilboðið, sem — Hum, sagði hann, — hvernig er maginn? — Ekta hákarlsmagi. Því get ég lofað yður, að honum er ekki hlíft. Hann ýtti á magann. — Hum, sagði hann aftur. Svo lagði hann eyrað að honum og sagði aftur hum. — Það er bezt að mæla blóðþrýsting- inn. Hann mældi hann. — Neytið þér oft víns? — Ég hef nú aldrei neitað blessuðu tárinu, þegar það býðst. — Hum. Hann hlustaði hjartað. — Það hefur nú slegið örar en það gerir nú, sagði ég glettnislega. Maður hefur nú þekkt þær margar fjörugar um ævina. — Eigum við að líta á tunguna? Ég teygði hana fúslega út. —• Segið ah. — Ah, ah, ah. Hann skrifaði einhverjar athuga- semdir niður. — Það er ekki mikið hægt að sækja Framh. á bls. 29. hann hafði gert henni, og allir þeir möguleikar sem það hafði upp á að bjóða, varð henni ljóst smátt og smátt. Hún kom ekki upp nokkru orði. Þar sem hún hafði setið og hlustað á hann, hafði hún óttast mest að hann mundi allt í einu gufa upp eins og drauma- vera og hún mundi vakna í eldhús- króknum á kránni hjá Perkinshjónun- um . . . En hana var ekki að dreyma. Allt þetta var raunverulegt. Henni hafði boðist ótrúlegt tækifæri. Var það ekki einmitt þetta, sem hún hafði alltaf vitað innst inni, hvort sem hún var á götu- hangsi í East End eða skúraði gólf á barnaheimilinu? Hún hafði ekki ætlað sér að enda ævi sína eins og móðir hennar. Hún hafði beðið um annað hlut- skipti og bæn hennar hafði verið heyrð. Hún reis hægt á fætur og sagði virðu- lega: — Sir Richard! Það er mér mikill heiður að þiggja hið vingjarnlega boð yðar. Hún vonaði, að henni hefði tekizt vel upp í fasi og framsetningu, er hún sagði þetta. En hann hló aðeins og hristi höfuðið. — Við eigum mikið verk fyrir hönd- um, er ég hræddur um, sagði hann. Þú ert nákvæmlega eins og frú Perkins. Það er reginmunur á því að rikkja sisvona höfðinu til eða kinka virðulega kolli eins og hefðarmeyjar gera. Katrín varð sár og undrandi. Hún hélt að hún hefði gert þetta svo vel, en að sjálfsögðu hlaut sir Richard að hafa rétt fyrir sér. En samtímis vaknaði einhver uppreisnarandi innra með henni. Bíddu bara, hugsaði hún. Ég skal svo sannarlega sýna þér, að ég hef vit í kollinum, þótt ég sé uppalin í skítn- um. Hann heldur að hann geti lítils- virt mig, af því að ég á ekkert, en hann á þessa höll hérna. En hvort ég skal ekki sýna honum! — Á morgun skulum við póstleggja bréf til Perkins-hjónanna. — Ég reikna með að þú kunnir að skrifa? f bréfinu segir þú, að þú verðir að hætta, af því að þú ætlir að fara að gifta þig. Það er allt og sumt. Aðrar skýringar eru óþarfar. Perkins og hans líkir eru fólk, sem við verðum að sniðganga hér eftir. Það ætti ekki að verða svo erfitt. Ég fór á þessa krá þarna einungis í kynn- ingarskyni. Það var af einskærri fróð- leiksfýsn sem mig langaði til að kynn- ast þessum lýð þarna á kránni. Katrínu langaði til að mótmæla, því að henni hafði fundist margur maður- inn á kránni glæsilegur ásýndum og virðulegur. En sir Richard vissi senni- lega hvað hann söng. Hann hélt áfram: — Auk þess mun enginn þekkja þig aftur eftir breytinguna. Ekki einu sinni móðir þín. — Móðir mín er látin, sagði hún lágt. — Því betra, sagði hann án nokkurr- ar samúðar. — Ég var satt að segja orðinn svolítið órólegur með tilliti til Framh. á bls. 28.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.