Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1962, Side 26

Fálkinn - 20.06.1962, Side 26
kvenþjóðin ritstjóri KRISTJANA STEINGRÍMSDÓTTIR GOÐIR KJÖT- RÉTTIR ÚR LAMBA- KJÖTI Fylltur frampartur. I—IV2 kg. frampartur 1 tsk. salt Va tsk. pipar 250 g. kjötdeig 1 msk. fínmalaðar græn- ar kriddjurtir (steinselja, karis, oliel) 1 laukur 50 g. smjörlíki 100 g. gulrætur 2 dl. vatn Kaupið kjötið daginn áður og þýðið. Kjötið þerrað og beinið tekið úr bógn- um. Fylltur með kjötdeigi (jafnt af hökkuðu nautakjöti, svínakjöti og skinku), sem kryddað er með salti, pipar, steinselju (eða öðru grænu) og söxuðum lauk. Vefjið kjötið þétt um fyllinguna og bindið um það með soðn- um bómullarþræði. Brúnið kjötið í potti ásamt brytjuð- um gulrótum og lauk. Vatninu hellt á og kjötið látið sjóða undir hlemm við hægan eld í tæplega 1 klst. Fleytið soðið vel og berið það fram með kjöt- inu ásamt soðnu grænmeti eða góðum hrærðum kartöflum. Lambakótilettur á franska vísu. 6—8 lambakótilettur Örlítill hvítlauksbiti % kg. tómatar 2 stórir laukar Salt, pipar 1 tsk. söxuð steinselja eða annað grænt. Kótiletturnar hreinsaðar. Núið eld- fast mót að innan með hvítlauknum Hreinsið laukinn og sneiðið hann þunnt. Takið húðina af tómötunum, ef hún er þykk (stingið þeim augnablik í sjóð- andi vatn) og skerið þá í sneiðar. Látið tómatana í botninn á fatinu, þar ofan á lauk, salti, pipar og steinselju stráð yfir. Kótilettunum raðað ofan á og þar ofan á er afgangnum af tómöt- um og lauk raðað. Setjið,pipar og stein- selju stráð yfir. Örlitlu af bræddu smjöri hellt yfir. Mótið hulið með málmpappír og það sett inn í meðalheitan ofn í nálega 1 klukkustund, eða þar til kjötið er meyrt. Borið fram með grænum baunum í jafningi. tíckuuppá kritf'tir Sprautukökur. 100 g sykur. 200 g smjör. 1 lítið egg. 300 g hveiti. Smjörlíki og sykur hrært létt og ljóst. Egginu og hveitinu hrært saman við. Deiginu sprautað í hringi eða S. Bakað við 200°. Kúrennukökur. 200 g smjörlíki. 200 g sykur. 1 egg. 150 g kúrennur. 300 g hveiti. 2 tsk. lyftiduft. Smjörlíki og sykur hrært létt, egg, þvegnar kúrennur og hveiti hrært saman við. Hnoðað lítillega. Mótað- ar litlar kúlur milli handanna, þrýst niður með hveitugum gaffli. Bakað við 200—225° í nál. 15 mín- 26 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.