Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1962, Síða 29

Fálkinn - 20.06.1962, Síða 29
— Hún skal vera mér álíka framandi og lífið í Afríku, sagði Katrín og brosti ofurlítið stríðnislega. Hann glotti við og þetta kom honum bersýnilega á óvart. Það var eins og hann uppgötvaði núna fyrst, að hún var sjálfstæð manneskja. — Þú hefur kímnigáfu, Catherine. Það mætti segja mér, að þú hefðir mikið gagn af henni í náinni fram- tíð . . . (Framhald í næsta blaði). Það cr draumur ... Framhald af bls. 21. eins og hann stæði hérna fyrir framan mig. — Þó það. Þú veizt ekkert hvað þú ert að segja. Sá, sem ég var með er mikilsvirtur um öll lönd, um allan heim, og einu sinni á ári er haldin hátíð til heiðurs honum alls staðar, nema kannski hérna á íslandi. Það er vinsæl- asti hermaður heimsins. — Nú hvað heitir hann þá? — Það veit ég ekkert, — það er ó- þekkti hermaðurinn.“ Já, sennilega hafa fleiri en Villa verið hrifnar af „óþekkta hermannin- um“ og látið sig litlu skipta hvort hann hét Bill eða Jim eða hvort hann hét nokkuð. Því að eins og Spegillin kvað: í gleðivímu gleymi ég mér og gaf honum mína trú. Hann hallaði mér að hjarta sér og hvíslaði: „I love you.“ Þó var síður en svo alltaf sama í hvorri Keflavíkinni var róið, eins og eftirfarandi saga sýnir: „Kona nokkur, sem átti heima í Aust- urbænum í Reykjavík, vaknaði við það nótt eina, að brezkur dáti kom inn í herbergið hennar og fleygði sér í öllum herklæðum upp í rúmið til hennar. Konan snaraði sér framúr og hringdi til lögreglunnar. Innan stundar komu tveir lögregluþjónar og fóru með dátann brott. Hann kom kurteislega fram í alla staði eins og Breta sæmdi. Baðst hann auðmjúklega afsökunar á komu sinni til þessarar konu, — kvaðst hafa ætlað í allt annað hús til annarrar konu..“ ★ Þannig mætti halda áfram að rifja upp sögur frá ástandsárunum, en við skulum láta hér staðar numið. Tímarnir hafa breytzt, en mannfólkið er alltaf sjálfu sér líkt. LITLA SAGAN Frh. af bls. 24. til mín, — þér verðið ekki ríkur á mér. — Setjizt, það er bezt að reyna re- flexana. Hann kom með hamar og sló á hnéð á mér. — Sláið bara einu sinni til, — gamall knattspyrnumaður þolir það vel. Hann skrifaði niður einhverjar athuga- semdir. Síðan rispaði hann mig til blóðs á eyranu og tók blóprufu. — Hum, sagði hann, þegar hann hafði rannsakað blóðið. — Það er áreiðanlega ekkert að blóð- inu, sagði ég. — Þér ættuð bara að sjá, hve það blæðir mikið stundum á morgn- ana eftir raksturinn. — Leggizt á bekkinn þarna, á mag- ann. Ég lagðist á bekkinn og hann þrysu á nýrun. — Er þetta vont? — Ef þér ætlið að fá mig til þess að æpa, þá þarf nú meira til, kraftajötna og glóandi tengur, sagði ég. — Snúið yður við. Og beygið hnén. — Ég beygði hnén. — Einu sinni til. — Ef þér eruð að leita að liðagigt, sagði ég, — þá er hana ekki að finna hjá mér, það hefur brakað í hnjáliðun- um á mér í tíu ár. Hann skrifaði það niður hjá sér. Síð- an greip hann lítið vasaljós og augna- spegil og bað mig að horfa í hann. — Hum, sagði hann og lýsti upp í augun á mér. — Já, þá er þetta orðið gott, hesta- heilsa, hvar sem leitað er. Hann lagði augnaspegilinn frá sér og fór í gegnum athugsemdirnar. — Nú, sagði ég stoltur, — Hvað seg- ið þér þá? Hann mætti djörfu og ögrandi augna- ráði mínu. — Ég segi, að af fimmtugum manni er þetta ekki svo slæmt. Þér eruð fimmtugur, ekki satt? —- Nei, sagði ég og var dálítið óstyrk- ur í hnjáliðunum, ég er 37. KAFFI I KAFFI Fl KAFF FFI KAF AFFI KA O. JOHNSON & KAABER HF FALKINN 29

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.