Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1962, Qupperneq 30

Fálkinn - 20.06.1962, Qupperneq 30
Furðuleg írrirliæri Framhald af bls. 16. hét ,,Vasagárden“. Þegar tími sum- arleyfanna hófst fór kona mín og börn með mér. Til tilbreytingar vildi ég búa á gistihúsi sem hét „Land- soldaten“ og pantaði herbergi þar. En nóttina áður heyrði ég rödd, sem varaði mig við að skipta um gistihús. Ég afpantaði herbergin morguninn eftir og pantaði önnur á mínu gamla gistihúsi ,,Vasagárden“. Þessi aðvör- un bjargaði lífi mínu og fjölskyldu minnar, því að um nóttina var ,,Landsoldaten“ sprengt í loft upp. En hið allra merkilegasta sem ég hef lifað er þó eftirfarandi: Konan mín auglýsti eftir vinnu- konu, og það kom 28 ára gömul stúlka, sem leit mjög vel út. í fylgd með henni var roskin kona, sem kvaðst vera tengdamóðir stúlkunn- ar og ætla að sjá um, að hún fengi vinnu á góðu heimili. Stúlkan hafði meðmæli frá góðu fólki og einnig kvaðst hún hafa verið um tíma í Sví- þjóð. Þetta leit sem sagt mjög vel út á yfirborðinu og við hjónin þótt- umst hafa verið heppin. Um nóttina vakna ég við, að rödd segir: „Taktu ekki þessa stúlku í hús- ið. Bæði hún, unnusti hennar og móð- ir hans eru afbrotamenn.“ Morgun- inn eftir aflaði ég mér eins ná- kvæmra upplýsinga um þetta fólk og ég frekast gat og það kom í ljós, að röddin sagði satt. Unnustinn og móðir hans höfðu kúgað ungu stúlk- una, svo að hún var orðin algjör þræll þeirra. Þau stálu og rændu hvar sem þau gátu komið því við. Við hjónin tókum að sjálfsögðu aftur vilyrði okkar fyrir vinnu handa stúlkunni. NN. Sami grautur . . . Frh. af bls. 16 heim. Eina ósk hans var að komast í rúmið og liggja þar um alla eilífð. Hann gleymdi því gjörsamlega, að hann hafði áætlað að snæða kvöldverð með Mildred. Hann var að taka af rúm- inu — frú Edwards hafði skipt á rúminu sama morgun, og það virtist svalt og seyðandi — þegar Mildred hringdi. Hún sagði, að hann væri þegar hálf- tíma of seinn og að hún væri hræðilega svöng. Þegar hann sagði henni, að hann hefði verið uppi í sveit allan daginn og væri dauðuppgefinn eftir að hafa fellt tré, sagði hún fremur stuttara- lega: — Ég sé ekki hvað það getur spillt fyrir kvöldmatnum, þótt þú höggvir eitt lítið tré. Þetta var greinilega léleg afsökun, svo að hann flýtti sér að segja, að hann skyldi sækja hana eftir hálftíma. 30 Hann fór í bað og fór síðan með harmkvælum í nýju bláu fötin með mjóu hvítu röndunum. Þegar kom að hálsbindinu, gafst hann upp — það var honum ógerlegt að binda það — hann verkjaði svo í handleggina, svo að hann tók fram tilbúið bindi, sem hann hafði alltaf verið með, þegar Estelle var á lífi. Hann fékk sér leigubíl heim til Mildred og lét hann bíða. Hann komst með erfiðismunum upp stigann, en til allrar hamingju hafði hún séð hann út um gluggann og kom til móts við hann á fyrstu hæð. Hún lagði höndina á handlegg hans og hélt um fast, svo að Taskett varð að bíta á jaxlinn, til þess að gefa ekki frá sér vein. — Við skulum fara á „Argosy“, stakk Mildred upp á. Þar getum við dansað. — Ég er orðin hrædd um hann Óskar . . . hesturinn hans kem- ur þarna án hans. Taskett hafði ekki einu sinni á æsku- árum sínum dansað neitt að gagni, og tilhugsunin kom honum til að skjálfa af hræðslu. Þá tók hann eftir því, að hann hafði gleymt veskinu sínu, þegar hann skipti um föt, og þau urðu að aka aftur heim til hans. Með mestu harmkvælum tókst hon- um að komast út úr bílnum og skjögra upp stéttina, en við tilhugsunina um að ganga upp fjórar tröppur að útidyr- unum féll hann meðvitundarlaus til jarðar. Þegar hann kom aftur til sjálfs síns, lá hann á sófanum í setustofunni heima hjá sér. Hann heyrði raddir úr eldhús- inu, og unaðslegur steikarilmur kitlaði nasir hans. Mildred var líklega frammi í eldhúsi að elda mat —^ hann varð að fara fram og biðjast afsökunar. Hann reis upp með erfiðismunum og varð að gripa í stólana, til þess að halda sér uppréttum. Hann nálgaðist eldhús- dyrnar varlega, og áður en hann opnaði dyrnar, varð hann að draga andann djúpt. Mildred, sat rauð í vöngum af vonzku, á kolli við hliðina á ísskápnum, en frú Edwards stóð í ljósbláum baðm- ullarkjól með hvíta svuntu, fyrir framan eldavélina og beygði sig yfir pönnu, sem á voru dýrindis brúnaðar kartöflur. — Halló, sagði Taskett eymdarlega. — Ég — ég féll víst í yfirlið. Mildred sveiflaði löppunum óþolin- móð. — Það gleður mig, að þú skulir loks- ins vilja sýna þig, sagði hún kuldalega. — Þessi hræðilega kvenpersóna er svo að segja búin að reka mig út úr húsinu. Mig---------- — Hm, sagði frú Edwards með fyrir- litningu. Ef ég hefði ekki komið hingað, lægjuð þér líklega enn þá úti á stéttinni og þessi kjánalega konumynd stæði enn þá yfir yður og neri saman höndum. Hún tók lokið af stórum potti, og dásamlega steikarlykt lagði að vitum þeirra. Taskett skildi, stundin var komin — hann varð að útskýra, að hann og ung- frú Gaynes ætluðu að giftast. En í sama bili opnaði frú Edwards ofninn og dró fram plötu, sem á voru nýbakaðar, gullnar bollur. Taskett gat ekki haft augun af þeim. — Ég held ég gæti borðað þær allar, sagði hann og brosti hjartanlega til frú Edwards. — Gott, sagði Mildred og stökk niður af kollinum og leit bálreið á Taskett. — Ef það er það eina, sem þú hugsar um, held ég að ég 'dragi mig í hlé. Háir hæl- arnir tipluðu yfir gólfið, og hún hvarf inn í borðstofuna. Andartaki síðar var útidyrahurðinni skellt. — Það er ljóta vitleysan hjá manni á yðar aldri að fara að höggva tré, sagði frú Edwards. — Farið þér nú inn í borð- stofuna og setjizt — en setjið ekki blett í dúkinn, því að hann verður að endast út vikuna. — Vitið þér hvað, sagði frú Edwards stuttu síðar, er Taskett hafði borðað megnið af steikinni og brúnuðu kart- öflunum og lokið máltíðinni með því að borða heitar bollur með smjöri og marmelaði. — Það var gott að þér voruð ekki byrjaður að saga og höggva tréð. Það er mesti sóðaskapur að hafa eldi- við í arni — mér dytti að minnsta kosti aldrei í hug að hreinsa burt öskuna. — Það er líklega rétt hjá yður. Hann roðnaði í vöngum, því að engu munaði, að hann hefði sagt, það er líklega rétt hjá yður, elskan mín. — Auðvitað, sagði frú Edwards. — og ef þér viljið endilega reykja------- Taskett reis á fætur og gekk út á veröndina með pípuna í hendinni. Körfu stóllinn var ekki lengur þægilegur, því að hann verkjaði í allan skrokkinn, en engu að síður var hann furðulega ánægður. Hann tottaði pípu sína án afláts og velti því fyrir sér, hvers vegna hann væri svona ánægður. Síðan rann það upp fyrir honum, að það væri vegna þess að frú Edwards væri í húsinu. Þessi uppgötvun kom FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.