Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1962, Síða 31

Fálkinn - 20.06.1962, Síða 31
honum úr jafnvægi — hann stóð á fæt- ur og gekk inn í eldhúsið. — Frú Edwards, byrjaði hann. Síðan ræskti hann sig og sagði: — Mary, viltu giftast mér? Frú Edwards sneri sér frá vaskinum, þar sem hún stóð og var að þvo upp. Blóðið hljóp í kinnar henni, og hún virtist yngjast upp — það fannst Task- ett að minnsta kosti. — Já það vil ég, sagði hún og brosti, eins og þetta væri ósköp venjuleg spurn- ing. Og úr því þú ert nú kominn, máttu þurrka af glösunum fyrir mig. Taktu þurrkuna þarna og þurrkaðu af glös- unum, þangað til þau ljóma öll. — Já, elskan mín, sagði Taskett hamingjusamur og teygði sig eftir þurrkunni. Þriðiiidagsgcsturiim Frh. af bls. 11 — Það liggur við að mér finnist þetta vera karlfíf-1, anzaði ég. — Hárrétt, já. skoðanir yðar á ^nann- gildi annarra eru ævinlega mjög skarp- vitrar og hnitmiðaðar. Ég leit til hans efablandinn, en hon- um sýndist hafa verið rammasta alvara. En svo brá fyrir glampa í augum hans og hann bætti við: — Það er að segja, þegar ekki er um unga konu að ræða! Ég gaut til hans kuldalegu horn- auga. ÞEGAR við komum til búgarðsins, lauk roskin stofumey upp fyrir okkur. Afhenti Poirot henni nafnspjald sitt, ásamt bréfi frá tryggingafélaginu til frú Maltravers. Konan vísaði okkur inn í litla dagstofu og fór því næst til að segja frúnni frá komu okkar. Það liðu svo sem tíu mínútur, þar til hurð- in opnaðist og íturvaxin kona í sorgar- klæðum birtist í dyragættinni. — Herra Poirot? mælti hún skjálf- andi röddu. — Frú, ég á ekki orð til að lýsa því, hversu leitt mér þykir, að verða að gera yður ónæði! En hvernig á ég að fara að? Kaupsýsla og viðskiptamál þekkja ekki náð eða miskunnsemi! Frú Maltravers leyfði honum að leiða sig til sætis. Hún var rauðeygð af gráti, en þó fékk engum dulizt, að hún var óvenju fögur kona. Hún leit út fyrir að vera tuttugu og sjö eða átta ára gömul, var mjög ljós yfirlit- um með stór og blá augu og fagran munnsvip, ofurlítið þunglyndislegan. — Þetta er eitthvað út af lífsábyrgð mannsins míns, er ekki svo? spurði hún. En þarf endilega að ónáða mig með þesskonar núna undir eins? — Þér verðið að herða upp hugann, kæra frú, svaraði Poirot föðurlega. Sjáið þér til, maðurinn yðar sálugi hafði tryggt líf sitt fyrir mjög hárri fjárhæð, og þegar svo stendur á, verða tryggingafélögin ævinlega að afla sér nokkurra upplýsinga. Mér hefir verið gefið umboð til að sjá um þá hlið máls- ins nú, fyrir þeirra hönd. Þér getið ver- ið vissar um, að ég skal gera allt sem í mannlegu valdi stendur til þess, að yður verði þetta ekki þungbærara en ítrasta nauðsyn ber til. Viljið þér nú gera svo vel að segja mér í stuttu máli frá því, sem gerðist á miðvikudaginn var? — Ég var að skipta um föt fyrir síð- degiste, þegar stofustúlkan mín kom og sagði að einn af garðyrkjumönnun- um hefði komið hlaupandi .... hann hafði fundið.....Rödd hennar brast. Poirot þrýsti hönd hennar með hlut- tekningu. —■ Já, ég skil. Þér þurfið ekki að segja meira! Voruð þér nýlega búnar að tala við manninn yðar? — Ekki síðan við morgunverð. Ég fór niður í þorpið til að kaupa frímerki og þá held ég að hann hafi verið kom- inn út í garðinn. Kæri Astró. Mig hefur lengi langað til að skrifa þér til að vita hvaða framtíð ég á fyrir höndum. Ég er fædd kl. 1.7 að morgni á Akureyri. Ég hef lítið gengið menntaveginn og hef unnið fyrir mér síðan ég var unglingur. Ég er ógift og ótrúlofuð. Hvað sérð þú um ástamálin? Hvenær giftist ég og hvernig fer hjónabandið? Mig langar mikið til að vita þetta ásamt öðru um framtíð mína og bíð með óþreyju eftir svari. Með fyrirfram þakklæti. Ein taugaóstyrk. Svar til Einnar tauga- óstyrkrar. Þegar þú fæddist var Sól 8° í merki Vatnsberans, sem bendir til, að þú sért félags- lynd og leitir sérstaklega eft- ir félagsskap annarra. Þú hef- ur einnig ánægju af vísinda- legum hugleiðingum og mun það aukast eftir því sem á ævina líður. Einu vildi ég vara þig ,við í sambandi við Sól- merki þitt og það er að þú ættir að varast að hafa um of áhrif á aðra, því öðrum hætt- ir til að taka mikið tillit til orða þinna, og Vatnsbera- merkisfólks yfirleitt. Ef þú einbeitir þér að þátttöku í fé- lagsstarfsemi væri þér vís frami, því að þú býrð yfir mjög aðlaðandi persónuleika. í korti þínu er sérstaklega á- berandi staða flestra plánet- anna í fyrsta og öðru húsi stjörnukorts þíns. Þetta bend- ir til að þú leitist ávallt við að ráða öðrum og stjórna og ég er á því að mannaforráð færu þér vel úr hendi. Þú þyrftir að afla þér einhverrar menntunar, sem gefur þér tækifæri til að stjórna og rækta leiðtogahæfileika þína. Á þann hátt álít ég, að þú get- ir búið við bezt efni. En svo við snúum okkur nú að þeirri spurningu, sem þér lá þyngst á hjarta, þetta með giftingu og hjónaband, þá er það sannast sagna að horfur í þeim málum eru ekki góðar Ég álít að það, sem þú þarft að átta þig á til að geta verið góð eiginkona er að þú ert ekki ein í heiminum og það eru fleiri Sólir, sem vilja láta pláneturnar snúast um- hverfis sig. Þess vegna þarftu að rækta tillitssemi hjá þér og samúð. Það þarf ávallt tvo til að rífast og þó að sam- band þitt og barnsföður þíns hafi leystst upp, þá var það alls ekki honum allt að kenna, heldur voru þættir í sjálfri þér, sem spornuðu gegn þessu sambandi og þá sögu kanntu bezt sjálf. Ef ég ætti hins vegar að benda þér á hvar heppilegast væri makaval fyr- ir þig meðal stjörnumerkja dýrahringsins, þá er t. d. Tví- buramerkið ágætt, en það eru þeir, sem fæddir eru á tíma- bilinu 21. maí til 21. júní, svo og þeir, sem fæddir eru undir merki Ljónsins eða þeir, sem fæddir eru á tímabilinu 21. júlí til 21. ágúst. Bæði þessi merki mundu lynda vel við þig, svo fremi að aðrir þættir stjörnusjárinnar séu hagstæð- ir. Bogamannsmerkið er einn- ig nokkuð gott fyrir þig og það eru þeir, sem fæddir eru á tímabilinu frá 21. nóv. til 21. des. Þannig hefurðu tals- vert mannval og þú þarft sér- staklega að giftast fíngerðum manni en varast grófgerðar persónur, því hætt er við að menn með óræktaða sómatil- finningu muni aldrei reynast þér vel. Þér mun bjóðast nokkuð gott tækifæri til hjónabands árið 1966, með eldri manni, sem virðist hafa þó nokkur fjárráð. Ég hygg að þú gerðir rétt í því að giftast honum, því þér er full þörf á skiln- ingsgóðum manni. ☆ ★ ☆ FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.