Fálkinn - 20.06.1962, Síða 32
Þriðjndagsgeisturmn
Framhald af bls. 31.
— Til að skjóta krákur, var ekki
svo?
— Jú, hann var alltaf vanur að
taka byssuna með sér, og ég man að
ég heyrði eitt eða tvö skot í fjarlægð.
-r- Hvar er byssan hans núna?
— Frammi í forskála, held ég.
Hún gekk út úr stofunni til að leita
byssunnar, og fékk Poirot vopnið,
þegar hún kom inn. Hann athugaði
verkfærið lauslega.
— Ég sé, að tveim skotum hefur ver-
ið hleypt úr henni, mælti hann um leið
og hann afhenti frúnni bysuna aftur.
Og nú vildi ég gjarnan, frú mín, fá
að sjá ....
Hann þagði við, vildi ekki tala ljós-
ar.
— Stofustúlkan fylgir yður þangað
upp, mælti hún iágt og leit undan.
Hin roskna stofumey vísaði nú Poi-
rot upp á loft. Ég varð eftir niðri
hjá hinni gullfögru, syrgjandi ekkju.
Ég var á báðum áttum, hvort betra
væri að tala eða þegja. Reyndi fyrir
mér með einkisverðum athugasemdum
um daginn og veginn, en hún var ann-
ars hugar og svaraði út í hött. Að
nokkrum mínútum liðnum kom Poirot
aftur inn í stofuna til okkar.
— Má ég færa yður þakkir mínar
fyrir alúð yðar, kæra frú, sagði hann.
Ég held ekki að nein nauðsyn beri til,
að gera yður frekara ónæði varðandi
þenna sorglega viðburð. Var yður ann-
ars nokkuð kunnugt um fjárhagsástæð-
ur manns yðar?
Hún hristi höfuðið.
— Nei, ekki gat það heitið. Ég er
afar fáfróð um þesskonar hluti.
— Þá getið þér ekki gefið okkur
neinar upplýsingar um ástæðuna fyrir
því. að hann ákvað skyndilega að líf-
tryggja sig? Því mér skilst, að hann
hafi ekki gert það áður.
— Við höfðum heldur ekki verið gift
nema í rúmt ár. Og ástæðan til þess,
að hann gerði alvöru úr því, að ganga
í lífsábyrgð var einfaldlega sú, að hann
var óbifanlega sannfærður um, að hann
ætti ekki langt líf fyrir höndum. Hann
óraði fyrir dauða sínum. Ég geri ráð
fyrir, að hann hafi orðið var við blæð-
ingu áður og talið víst, að hann lifði
ekki aðra blæðingu til. Ég reyndi eftir
megni að eyða þessum sjúklega ótta
hans, en mér tókst það ekki. Og því
miður hafði hann á réttu að standa.
Augu hennar flóðu í tárum, en þó
var hún nokkurn veginn róleg, er hún
kvaddi okkur. Á leið okkar til baka
sló Poirot út frá sér handleggnum, en
það var kækur, sem hann hafði vanið
sig á.
— Jæja, það var nú það. Nú förum
við aftur til Lundúna, vinur sæll. Það
lítur ekki út fyrir, að nein mús sé í
þessari holu. Og þó-----
— Við hvað eigið þér?
32 FÁLKIN N
— Smávegis ósamræmi, það er allt
og sumt. Þér hafið veitt því athygli?
Ekki það? Ójá, lífið er fullt af ósam-
ræmi og andstæðum, og í öllu falli
hefur maðurinn ekki getað framið
sjálfsmorð. Það er ekkert eitur til, sem
fyllir munninn af blóði. Nei, nei. Ég
verð að sætta mig við þá staðreynd, að
allt hafi gerzt með eðlilegum hætti, og
.... en hver er þetta?
UNGUR og hávaxinn maður kom á
hraðri göngu eftir akbrautinni. Hann
fór framhjá okkur án þess að nema
staðar, þó tók ég eftir því, að hann var
hinn álitlegasti. Hann var grannleitur
og svo sólbrenndur, að hann hlaut að
hafa dvalizt í heitu löndunum. Garð-
yrkjumaður var þar nálægt, að sópa
saman visnum blöðum, og gekk Poirot
nú á fund hans.
— Getið þér sagt mér, hver þessi
maður er? Þekkið þér hann?
— Ekki man ég nú hvað hann heitir,
herra minn. En hann kom í heimsókn
hingað einhvern daginn í vikunni, og
var hér nætursakir. Ég held það hafi
verið á þriðjudaginn.
— Flýtið yður, Hastings! sagði Poirot
við mig. Við skulum elta hann.
Við tókum á rás til baka, eftir unga
manninum. Okkur sýndist bregða fyrir
konu í dökkum klæðum, á hjallanum
bak við húsið, og augljóst var, að
komumaður hafði einnig séð hana, því
hann gekk yfir þangað. Við héldum í
humátt á eftir honum og komum nógu
snemma til að sjá, er hann hitti frú
Maltravers. Við sáum greinilega að hún
hrökk við og fölnaði í andliti.
— Eruð það þér! sagði hún og greip
andann á lofti. Ég hélt að þér væruð
kominn af stað til Afríku......
— Mér bárust nokkrar upplýsingar
frá lögfræðingi mínum, sem urðu þess
valdandi, að ég frestaði ferðinni. .Gam-
all frændi minn í Skotlandi andaðist
nokkuð fljótlega og lét mér eftir
nokkra fjárupphæð. Auk þess fannst
mér réttara að dvelja hér enn um skeið.
Ég — ég las í blöðunum um hinn sorg-
lega atburð hér, svo ég gerði mér ferð
hingað til þess að vita hvort ekki væri
eitthvað, sem ég gæti gert. Þér þurfið
áreiðanlega á einhverjum að halda, sem
getur hjálpað yður — að minnsta kosti
fyrst um sinn.
Nú komu þau bæði auga á okkur.
Poirot gekk nokkur skref nær og baðst
mikillega afsökunar á, að hann hefði
gleymt göngustaf sínum í anddyrinu.
Frú Maltravers kynnti okkur, en mér
fannst hún gera það mjög hikandi.
— Herra Poirot. Black skipstóri.
Ræddum við nú saman í nokkrar
mínútur, og Poirot tókst að afla sér
vitneskju um það, með gætni, að Black
skipstjóri hafði aðsetur á veitingahúsi
þorpsins, er nefndist Akkerisskálinn.
Því næst leitaði Poirot að staf sínum,
en gat hvergi fundið hann, sem ekki
var furða. Bað hann þá enn frekar af-
sökunar, og við héldum aftur af stað.
Við flýttum okkur stytztu leið til
þorpsins, og Poirot settist þegar inn í
Akkerisskálann.
— Nú höldum við hér kyrru fyrir
þangað til vinur okkar, skipstjórinn,
kemur til baka, sagði hann við mig.
Þér hafið víst veitt því athygli, að ég
sagði ákveðið, að við ætluðum aftur
til Lundúna með næstu lest? Hafið
þér ef til vill haldið, að það væri ætlun
mín? En því er nú ekki þannig varið.
Sáuð þér annars svipinn á frú Maltra-
vers, þegar hún kom auga á unga
manninn? Hún varð bersýnilega skelk-
uð, og hann — eh — hann virtist ákaf-
lega hrifinn af henni. Fannst yður það
ekki líka? Og hann var hér á þriðju-
daginn, — daginn áður en herra Mal-
travers lézt. Við verðum að athuga,
hvað Black skipstjóri tekur sér fyrir
hendur, Hastings.
EFTIR svo sem hálfrar stundar bið,
sáum við skipstjórann ganga heim að
húsinu. Poirot fór út og átti þar nokkur
orðaskipti við hann, eftir skamma
stund komu þeir báðir upp í herbergið,
sem við höfðum tekið okkur.
— Ég var að segja Black skipstjóra
frá erindi okkar hingað, mælti Poirot.
Ég þykist vita, að þér munuð skilja það,
herra skipstjóri, að mér er það mjög
áríðandi, að geta gert mér grein fyrir
sálarástandi herra Maltravers, er nær
dró dauða hans. Jafnframt er mér mjög
á móti skapi, að gera frú hans erfiðara
fyrir með nærgöngulum spurningum.
Nú vildi svo til, að þér voruð staddur
hér daginn fyrir dauða hans, og ættuð
því að geta gefið okkur mikilsverðar
upplýsingar.
— Ég vil gera allt sem ég get til að
hjálpa yður, svaraði ungi maðurinn.
En ég er hræddur um, að ég hafi ekki
tekið eftir neinu óvenjulegu. Því sjáið
þér til, að vísu var herra Maltravers
gamall vinur foreldra minna, en sjálf-
ur hef ég aldrei kynnzt honum náið.
— Hvenær komuð þér þangað?
Framh. á bls. 34