Fálkinn


Fálkinn - 20.06.1962, Síða 36

Fálkinn - 20.06.1962, Síða 36
Þriðjndagsgesturinn Frh. af bls. 34. — Hvað eigið þér við? stamaði hún með uppglenntum augum. — Hafið þér aldrei tekið þátt í spíri- tiskum sálarrannsóknum? Þér hljótið að vera prýðilegur miðill. Vitið þér það ekki? — Jú, mér hefur verið sagt það fyrr. .... En þér eruð þó ekki andatrúar- maður? Það get ég alls ekki hugsað mér um yður. — Frú, Ég hef séð ýmislegt dularfullt um dagana. Vitið þér, að niðri í þorp- inu segja þeir, að það sé reimt hér á bú- garðinum? Hún kinkaði kolli, og í sömu svifum tiikynnti stofustúlkan, að miðdegis- verður væri framreiddur. — Viljið þér ekki doka við og snæða miðdegisverð með mér? Við tókum boðinu með þökkum, og ég hafði á tilfinningunni, að nærvera okkar kynni ef til vill að geta dreift á- hyggjum hennar ofurlítið, þótt byrði sorgarinnar væri þung. Við vorum að enda við súpuna, þeg- ar okkur barst til eyrna óp mikið, rétt fyrir framan stofudyrnar, ásamt brot- hljóði í postulíni. Við þutum upp úr sætum okkar, en þá kom þjónustumær- in inn með skelfingu í svip. — Það var maður .... hann stóð frammi í ganginum. Poirot rauk fram, en kom þegar aftur. — Það er enginn frammi í ganginum, sagði hann. — Er alveg áreiðanlegt, að svo sé ekki, herra? spurði stofumærin. Ó, ég varð svo hrædd. — Nú, en hvers vegna? — Ég hélt .... ég helt að þetta væri húsbóndinn......Maðurinn var alveg eins og hann, hvíslaði stúlkan. Ég sá, að frú Maltravers hrökk við, og varð samstundis á að detta í hug hjá- trúin gamla, að sjálfsmorðingjar geti ekki fundið hvíld eftir dauðann. Hún hefur vafalaust hugsað það sama, því andartaki síðar greip hún í handlegg Poriots og æpti: — Heyrðuð þér það? Þrjú högg í rúð- una? Það var venja hans, þegar hann gekk hjá glugganum. — Vafningsviðurinn! kallaði ég. Það var vafningsviðarteinungur, sem slóst í rúðuna. En við urðum öll smám saman gripin geig og óhugnaði. Stúlkan var auðvitað dauðhrædd, og að snæðingi loknum bað frú Maltravers okkur mjög ákaft, að fara ekki undir eins. Settumst við nú inní dagstofuna. Það tók að hvessa úti og vindurinn hvein í upsum húss- ins — það var næstum ógeðslegt. Hurð- in hrökk tvívegis upp og opnaðist með hægð, en í bæði skiptin hljóðaði frúin og greip dauðahaldi í mig. — Þessi hurð hlýtur að vera gjörning- um gripin! mælti Poirot gremjulega, stóð því næst upp, lokaði henni ræki- 36 FALKINN lega og snéri meir að segja lyklinum í skránni til frekara öryggis. —- Jæja, nú er ég búinn að aflæsa henni, sagði hann ánægður. — Þér megið ekki gera það, hvíslaði frúin. Ef hún skyldi nú hrökkva upp samt sem áður, þá • • • • Hún hafði ekki lokið setningunni, er hið ómögulega gerðist. Tvílæst hurðin opnaðist hægt. Ég sat þannig, að ég sá ekki fram í ganginn, hún og Poirot sátu hinsvegar beint á móti dyrunum. Frúin rak upp nístandi óp og snéri sér að Poirot. — Sáuð þér hann .... þar sem hann stóð frammi í forskálanum? sagði hún. Hann horfði spyrjandi á frúna og hristi höfuðuð. — Ég sá hann .... manninn minn. .... Þér hljótið að hafa séð hann líka? — Frú mín, ég sá ekki neitt. Þér eruð ekki heil heilsu.....Taugarnar — — Jú, ég er alheilbrigð, ég —- ó, guð minn góður! Ljósið blakti fyrirvaralaust og slokknaði síðan. í myrkrinu heyrðist greinilega, að barið var þrisvar á rúð- una. Frú Maltravers stundi hátt. Að því búnU — sá ég það líka! Mað- urinn, sem ég hafði séð liggja látinn í rekkju sinni uppi á lofti, stóð frammi fyrir okkur, hjúpaður draugalegum bjarma. Hann var blóðugur um munn- inn, með útrétta hönd. Allt í einu benti hann með fingrinum og það var sem stafaði frá honum sterku Ijósi. Geisla- stafurinn leið yfir Poirot og mig, og nam staðar á frú Maltravers. Ég sá and- lit hennar, náfölt og óttaslegið — en ég sá líka annað og meira! — Guð minn góður, Poirot! hrópaði ég. Líttu á hönd hennar, hægri hönd- ina. Hún er alrauð! Hún leit sjálf á hana, svo hneig hún niður á gólfið og lá þar kyr. — Blóð! æpti hún nærri vitstola. Já, það er blóð. Ég myrti hann. Það var ég, sem gerði það. Hann sýndi mér, hvern- ig það hafði verið gert, og þá þrýsti ég á gikkinn. Bjargið mér frá honum — frelsið mig! Hann er kominn aftur! Það korraði í henni og hún þagnaði. — Ljós! hrópaði Poirot og það birti samstundis í stofunni, eins og snert hefði verið við perunum með töfra- sprota. Þá er sönnunin fengin! sagði hann. Þér heyrðuð það, Hastings? Og þér líka, Everett? Já, það var satt — þetta er herra Everett, og hann er sann- arlega frábær leikari. Ég símaði til hans í dag. Eftirlíkingin er sannarlega vel heppnuð, finnst yður ekki? Hann er nauðalíkur hinum látna, og með fos- fór og vasaljósi tókst honum að skapa nægilegan ugg og geig til þess, sem þurfti. Væri ég í yðar sporum, Hastings, myndi ég ekki snerta við hægri hönd frúarinnar. Það er svo erfitt að ná af sér rauðri málningu. Þegar ljósin slokknuðu, greip ég sem sagt hönd hennar, rétt sem snöggvast. En við meg- um ekki missa af lestinni. Japp lög- regluforingi stendur fyrir utan glugg- ann. Það er andstygglegt að vera úti í svona veðri, en hann hefur nú getað stytt sér stundir með því, að berja á gluggann, við og við. — SJÁIÐ þér til, sagði Poirot við mig nokkru seinna, er við streittumst gegn regni og roki á leið til stöðvarinn- ar. Þarna var ósamræmi á einum stað.'1 Bernard læknir var þeirrar skoðunar, að hinn látni hafi tilheyrt sértrúar- flokki kristilegra vísinda, og hver hefði átt að fræða hann á því, nema frú Mal- travers? Okkur sagði hún hinsvegar, að hann hefði verið mjö£ áhyggjufullur út af heilsu sinni, og haldið, að hann ætti skammt eftir ólifað. Og hvers vegna hnykkti henni svo mjög við, er Black hinn ungi kom aftur? Mér finnst að vísu eðlilegt, að konur verði að minnsta kosti að sýnast syrgja menn sína, þegar þeir kveðja þenna heim. En hitt lízt mér ekki á, að þær skuli smyrja alveg svona miklum roða á augnalok sín, sem frúin gerði, til þess, að sýnast útgrátin. Þér hafið kannske ekki tekið eftir því, Hastings? Er það mögulegt? Þér takið aldrei eftir neinu, — það er ég margbúinn að segja yður! Ég svaraði ekki og Poirot hélt áfram: — En þannig lá nú sem sagt í því. Tvennskonar líkur voru fyrir hendi. Hafði herra Maltravers fengið þá hug- mynd eftir frásögn Blacks, að fremja sjálfsmorð með sama hætti, svo útlit væri fyrir, að hér væri um slys að ræða? Eða var það frú Maltravers, sem hefði dottið það í hug, við að hlusta á sög- una, að hér bærist henni upp í hend- urnar prýðileg aðferð við að fremja morð? Ég held það hafi verið hún, sem kom henni þetta til hugar. Til þess að skjóta sjálfan sig á þenna hátt, hlaut Maltravers að hafa orðið að nota tærnar, til að þrýsta á gikkinn. Ég fæ að minnsta kosti ekki skilið, hvernig hann ætti að hafa getað það öðruvís, með svo hlauplangri byssu! Framhald á bls. 38.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.