Fálkinn - 20.06.1962, Blaðsíða 38
ÞriðjiidagsgesÉiiriiin
Frh. af bls. 36.
En hefði hann fundizt þannig, skólaus
á öðrum fæti, myndi það án efa hafa
borizt út. Nei, Ég var þess nokkurn
veginn fullviss, að hér var um morð að
ræða, en ekki sjálfsmorð. Hinsvegar var
mér það vel ljóst, að ég hafði engan
minnsta sönnunarvott, til að styðja þá
skoðun mína.
Þannig voru tildrögin að þeirri smá-
sýningu, sem ég neyddist til að svið-
setja í kvöld.
— Ég verð að viðurkenna, að ég er
enn ekki farinn að skilja til fulls öll
smáatriði í þessu máli, sagði ég.
— Við skulum þá byrja á upphafinu.
Hér er um að ræða þrauthugsaða og
útreiknaða áætlun, hjá konu sem veit,
að maður hennar stendur á barmi full-
komins gjaldþrots. Þá er hún orðin
hundleið á honum, þar sem hann er
miklu eldri en hún, auk þess sem hún
kvæntist honum eingöngu til fjár. Hún
fær því talið hann á að líftryggja sig
fyrir mikla fjárupphæð, og tekur síðan
að brjóta heilann um, hvernig hún fái
bezt rutt honum úr vegi.
Þá kemur það fyrir af tilviljun, að
hún hlustar á sögu Blacks, hins unga
skipstjóra, — og nú er hún ekki í vafa
um, hvernig að skuli fara. Daginn eftir,
þegar hún heldur að skipstjórinn sé
lagður úr lægi, fer hún í skemmtigöngu
um garðinn, með manni sínum.
— Mikið var þetta einkennileg saga,
sem hann var að segja okkur í gær-
kvöldi. Þannig varpar hún orðum á
hann. Er annars hægt að ráða sér bana
með þessu móti? Lofaðu mér að sjá,
hvernig hann gerði!
Og hann, þessi blessaður bjáni, —
hann sýnir henni það. Stingur byssu-
hlaupinu upp í sig. Hún lýtur niður,
leggur fingur á gikkinn og horfir hlæj-
andi á hann. — Hugsa sér, ef ég þrýsti
nú á gikkinn? segir hún glettnislega.
Hvað gerðist þá?
Og svo, Hastings — svo þrýstir hún
á gikkinn!
rigníng í sumarleyfinu
Framhald af bls. 13.
annan seðil: — Gangið þrjátíu metra
út að þjóðveginum í átt að þorpinu. —
Leitið undir hvíta steininum o. s. frv.,
unz fjársjóðurinn er fundinn.
f þetta skipti var fjársjóðinn að finna
í dagstofunni í bústaðnum. Hann lá þar
ofan á gauksklukkunni. En leiðangur-
inn hafði þá leitað að honum um allar
jarðir.
Til allrar hamingju var Andrés
frændi búinn að laga miðdegiskaffið,
þegar leiðangurinn kom aftur. Og þess
má geta, að hraustlega tóku menn til
matar síns, enda honum fegnastir.
S«I og víu í Rínardal
Frh. af bls. 9.
Á meðan á ferðinni upp eftir Rín
stendur, tæmir maður flöskuna, og
fyllist ósegjanlegri vellíðan og þessi vel-
líðan getur stundum valdið því, að
maður heldur til sama staðar og hann
kemur frá.
Munið: — Við erum stödd í ríki víns-
ins. Við dveljumst á stað, þar sem allt
miðar að því að laga sem bezt vín, vín
í orðsins fyllstu merkingu. Hérna er
hver vínyrkjubóndi listamaður, sem
keppir að því eina marki að búa til
bezta vínið á markaðinum. Ef til vill
setur hann markið of hátt. En hann
vinnur stöðugt að því að endurbæta
vín sitt. Samt getur enginn látið sig
dreyma um, að hamingjan verði honum
jafn hliðholl og munkunum í „Schloss
Johannisberg“, þegar yfirboðari þeirra,
biskupinn af Fulda, var á ferðalagi.
Hann hafði gleymt að skipa Benedikts-
munkum að byrja vínuppskeruna. En
munkarnir þorðu ekki að hefja upp-
skeruna án þess að biskup blessaði gerð-
ir þeirra. Vínþrúgurnar skrælnuðu í
haustsólinni. Regnið kom og þrúgurn-
ar límdust hver við aðra, mygluðu og
rotnuðu. Þá kom biskup aftur og rak
munkana út á vínekrurnar. Og af þess-
um skemmdu þrúgum varð eitt bezta
vínið. Það er þetta vín, sem þýzkir
kalla Spátlese-vín og enn 1 dag er
tegund frá „Schloss Johannisberg"
frægust.
Eflaust halda margir, að Rínarferðin
sé einkum fyrir óreynda ferðalanga. Það
er ekkert ferðalag, sem krefst eins mik-
ils undirbúnings og fá ferðalög, sem
eru eins ánægjuleg. Það er ekki nóg
að sjá, heldur einnig lifa það, sem mað-
ur sér.
Rín mun vera fljót. En hún er líka
heimur út af fyrir sig. Þar fæðast
menn, þar lifir fólk og deyr. Lítið bara
á fljótaprammana sem sigla fram og aft-
ur um fljótið. Á þeim býr skipstjórinn
með fjölskyldu sína. Hann er fæddur
um borð í skipi sínu og þar deyr hann.
Hans líf er algjörlega tengt fljótinu.
Almanak hans eru litaskiptin á vín-
viðinum. Fyrir hann er Rín annað og
meira en fljótið milli Kölnar og Worms,
annað og meira en bara vínlandið þar
á milli. Og meðan hann stendur við
stýrið, leika logarnir upp úr skor-
steinum verksmiðjanna báðum meg-
in við fljótið. Hér hafa verið
smíðuð hergögn sem notuð voru
í tveim heimsstyrjöldum. Skyldu
þeir halda áfram að framleiða vopn
og önnur hergögn? Við fylgjumst með
skipstjóranum og báti hans miðar eftir
Rín. Þar tekur við víðáttumikið engi,
þar sem kvikfénaður er á beit. En það
skiptir skipstjórann engu máli. Hér á
fljótinu hefur hann siglt í áratugi, í
stríði og friði og hið eina, sem skiptir
hann máli, er flutningsgjaldið.
En yfirleitt látum við okkur nægja
að sigla bara svolítinn spöl. Við siglum
milli Kölnar og Worms. Milli Koblenz
og Bingen er stutt á milli kastalanna,
þar sem þeir gnæfa á hæðardrögunum,
skuggalegir ásýndum. Við siglum fram-
hjá Lorelei klettinum, þar sem hin
fagra Lorelei birtist fljótsförum, svo
að þeir gleymdu skerjum og grynning-
um. Þegar við höfum lokið við þriðju
flöskuna af ljúffengu Rínarvínunum,
trúum við allir á Lorelei og ósjálfrátt
raulum við ljóðið fyrir munni okkar:
Ég veit ekki af hverskonar völdum
svo viknandi ég er.
Ein saga frá umliðnum öldum
fer ei úr huga mér.
Og Rín er allt í einu orðin að heimi,
þar sem við eigum okkur bústað og í
huganum rifjum við upp atburði mann-
kynssögunnar, þá viðburði, sem gerzt
hafa við þetta fljót. Okkur rekur minni
til þess, að fræðimenn greini á um,
hvort Rómverjar hafi komið með vín-
viðinn til dalsins. En hitt vitum við, að
Rómverjar stofnuðu hér ýmsar borgi
eins og sjá má af nöfnunum. Til dæmis
má nefna Koblenz. Og undir dómkirkj-
unni í Köln má enn sjá rómverskar
rústir af baðstað, sem sennilega hefur
verið reistur á fyrstu öld eftir Krists
burð..... En yfir Rín geystust her-
sveitir bandamanna til þess að frelsa
álfuna undan oki Hitlers. Og í Rínar-
löndum lifa menn og elskast undir hin-
um dásamlegu áhrifum vínsins.......
Okkur hefur verið sagt að í Kaup-
mannahöfn búi roskinn og ráðsettur lög-
fræðingur. Á skrifstofu hans hangir
landakort. Það er af Rínardalnum.
Borgir, þorp og bæir er strikað undir
með bláum, grænum og rauðum strik-
um. Þegar sjólstæðingar koma til hans
og biðja hann um að taka að sér skiln-
aðarmál, nuggar hann á sér hökuna,
lítur á landabréfið og segir. — Þér meg-
ið ekki misskilja mig, en áður en þér
stígið svo alvarlegt spor, — skilnaður
er mjög alvarlegt mál, — ættuð þér
að fara í ferðalag með maka yðar. Farið
til Rínarlanda í átta daga ferð. Ég skal
sýna yður stað, þar sem þið hjónin get-
ið sagt það, sem ykkur býr í brjósti.
Margir hafa fylgt ráðum hans og kom-
ið hamingjusamir heim aftur. Ö1 er innri
maður og yfir glösum hefur ef til vill
losnað um málbeinið. Ef þér kaupið
vín í ferðinni um Rínarlönd, þú skul-
uð þér kaupa þær tegundir, sem fást
á 7—11 mörk. Lítið ekki við ódýrari
tegundum og kaupið ekki sérstakar úr-
valstegundir, sem munu kosta yfir 100
mörk.
Bezt er að heimsækja einhvern vín-
bæinn, þegar haldin er uppskeru-
hátíð. Um morguninn koma bæjarbúar
fram í þjóðbúningum, alls staðar er
sungið og leikið á hljóðfæri. Fánar
blakta við hún. Á torgum og opnum
svæðum eru gríðarmiklar ámur, sem
veitt er úr vín fyrir lítinn eða engan
pening. Auðvitað er það nýtt vín. Menn
38 FALKINN