Fálkinn - 14.11.1962, Blaðsíða 14
FÁLKINN
við gamlan
spjallar
fornsala
ALLT
SELT
Á hAli
„Einn kollegi minn keypli
sér eitt sinn sófa, sem k«st-
aði hann heilsuna. Hann
keypti hann á 1500, en
seldi hann aftur á 2000.
í sama bili og hann er að
ganga frá samningunum
við kaupandann, kemur
lögreglan og hirðir allt
saman . . . “
Fyrst er rætt við kunningjana og
þegar enginn þeirra vill kaupa, er farið
með hlutinn til fornsalans. Fornsalinn
tekur manni með mestu hægð og vill
ekki kaupa. því hann á nóg af þessu
fyrir, auk þess sem hann segir verðið
of hátt. Hann er því kvaddur og haldið
til þess næsta, sem tekur manni alveg
eins, en er þó öllu líklegri til að kaupa
þ. e. a. s. ef helming er slegið af hinu
fyrirhugaða verði. Og þannig fer það, þú
missir hlutinn fyrir miklu minna verð
en þú upphaflega gerðir þér von um.
En ef þú átt seinna leið fram hjá forn-
sölunni og sérð hlutinn þinn útstilltan,
skalt þú ekki grennslast fyrir um verð-
ið — það mundi valda þér sárum von-
brigðum.
Fornsalan er samsafn ólíklegustu
hluta, húsgögn, fatnaður, bækur, klukk-
ur, útvörp, veiðarfæri búsáhöld, hljóð-
færi og margt fleira, sem of langt yrði
upp að telja. Innan um þetta allt er svo
fornsalinn. sem prúttar, bæði við þá
sem selja og kaupa.
Sumir menn eru hreinustu séní í
fornsölum. Þeir finna þar allt sem þá
vanhagar um, og með prútti og kaup-
skap ná þeir oft góðum kjörum — betri
en þeir hefðu fengið, þótt þeir hefðu
keypt hlutinn nýjan. Svo eiga þeir
hlutinn stuttan tíma og selja hann aftur
með örlitlum hagnaði og kaupa nýjan.
Þetta eru hinir óeiginlegu fornsalar.
*
Neðst í Traðarkotssundinu er tvílyft
hús ásamt kjallara. Það kannast marg-
ir við þetta hús, því þar hefur lengi
verið verzlað. Eitt sinn verzlaði skáldið
Jón úr Vör þar með gamlar bækur. Nú
er Jón fluttur niður á Hverfisgötu, en
í Traðarkotssundið er kominn Hjálm-
týr Guðvarðsson, sem rekur þar forn-
sölu.
14 FALKINN
Einn dag liggur leið okkar í Traðar-
kotssundið að tala við Hjálmtý um
starf hans — fornsöluna.
Þegar við göngum inn, gýs á móti
okkur þessi þefur, sem er alltaf á forn-
sölum — einkenni fornsölunnar. Hver
hlutur kemur með sinn þef úr fyrri
heimkynnum, og þegar allir þessir hlut-
ir blandast saman verður úr þessu sterk
lykt, sem situr enn í nefinu löngu eftir
að fornsalan hefur verið yfirgefin. Og
innan um allan sinn varning stendur
höndlarinn, Hjálmtýr, á miðju gólfi og
er að ræða við Bjarna Brekkmann
skáld af Hvalfjarðarströnd.
Við skýrum frá erindi okkar, að við
viljum fræðast um fornsölu og taka
kannski nokkrar myndir.
— Það er nú það, segir Hjálmtýr. Ég
veit ekki hvort ég er undir slíka heim-
sókn búinn, því hér er nú eins og þið
sjáið ekki allt í röð og reglu. En það
er nú þannig með fornsölur. að það má
ekki líta alltof vel út, ekki vera allt
í röð og reglu og verðmerkt, því þá
kemur afturkippur í fólkið. Ef maður
setur þetta svona upp hvað innan um
annað, þá blasir málið allt öðruvísi við.
Mönnum finnst úrvalið meira og sum-
ir komast í svokallað útsöluskap. Nei
þetta má ekki vera of vel upp sett.
— Ertu búinn að standa lengi í þessu,
Hjálmtýr?
— Það sagði nú einn í Vikunni í
fyrra, að hann væri elztur, en það dreg
ég í efa. Ég byrjaði á þessu löngu fyrir
stríð, um 1931 og var þá á Hverfisgötu
16. Þá vorum við tveir, annar niður í
Hafnarstræti. Og svo má ekki gleyma
honum Sigurði, en hann hafði nú mest
opið á kvöldin og næturnar. Hér hef
ég svo verið síðan 1959.
— Er mikill munur á fornsölu þá og
nú?
— Það er alveg tvennt ólíkt. Nú þarf
maður að gæta sín miklu meir á stoln-
um hlutum og við það er oft bölvað
að eiga. Áður fékk maður lista frá lög-
reglunni yfir stolna muni og geymdi
þennan lista hjá sér. Svo allt í einu
kom þjófurinn og þá gerði maður lög-
reglunni aðvart. Nú er þetta allt öðru-
vísi. Nú segja þeir hjá Rannsóknarlög-
reglunni ef einhverju er stolið: Líttu á
fornsölurnar. Svo koma menn hingað
og skoða og gefa lýsingu á hlutunum,
sem maður setur á sig, en löngu seinna
kemur þjófurinn með góssið og þá er
lýsingin gleymd og hluturinn keyptur.
Allt í einu kemur svo eigandinn aftur,
sér þetta og tekur að sjálfsögðu með
sér, og þá situr maður eftir með sárt
ennið.
— En færðu þá ekki bættan skaðann?
— Ja maður á kröfu á þjófinn, en það
er nú sjaldnast mikið út úr því að hafa
annað en ómakið.
— Er mikið um að unglingar séu að
selja stolna hluti?
— Já. því miður, og það virðist vera
að færast í vöxt. Áður fyrr var þetta
nær óþekkt. Þetta eru strákar á aldrin-
um 12—15 ára. Þeir koma með þetta og
bjóða til kaups, en maður er nú tor-
trygginn stundum. Oft eru þetta hlutir
sem þeir hafa stolið heima hjá sér. Mér
finnst foreldrar ekki hafa nóg eftirlit
með börnunum varðandi þetta. Þetta
eru ekki frekar krakkar frá svokölluð-
um verri heimilum heldur en frá betri
— síður en svo.
— Hvernig taka foreldrar þessu?
— Sumir eru alveg í öngum sínum,
en aðrir eru með vonzku út í allt og
alla. Skamma mig, lögregluna, skólana
og félaga krakkanna, sem þau segja
vera að draga þau út í þetta. Það er nú
svo.