Fálkinn - 14.11.1962, Blaðsíða 21
Þótt bílum hafi fleygt fram hvað
tækni og útlit snertir, er margt líkt og
áður. Enn er talað um umferðarvanda-
mál sem menn reyna að leysa með
nýjum reglugerðum, betri skipulagn-
ingu, og nýrri tækni. Ökupróf eru nú
þyngri en áður og skipt í fleiri stig, en
megin reglurnar eru þær sömu. þ. e.
að prófið nái yfir þessi atriði: ,.Gerð og
hirðing vélarinnar, Lög og reglur, er
snerta ökumenn bifreiða. Verkleg próf-
un á hemlum, stýri, kveikingu vélar-
innar m. m., og að hleypa vélinni,
stöðva hana, snúa við og fara aftur á
bak.“
Okkur hér á Fálkanum datt í hug að
gaman væri að fylgjast með einum
nemanda í bílpróf, fara með honum að
sækja nauðsynleg vottorð og síðan í
fræðilegt og verklegt próf inn í Bif-
reiðaeftirlit.
Við hringdum í Guðgeir Ágústsson
Anna liefur nú lokið prófi og er heimilt
að aka hvert á land sem er.
ökukennara og spurðum hvort hann
væri ekki að fara með einhvern í próf.
— Jú, sagði Guðgeir, það fer ein frú
á eftir. Ég skal athuga, hvort henni
sé ekki sama þótt þið verðið með.
Og Önnu Norðfjörð var sama þótt
við færum með, og þá var að sækja til-
skilin vottorð. Fæðingar og skírnarvott-
orð átti Anna frá því hún gifti sig svo
við þurftum ekki upp í Landsbókasafn.
Leiðin lá því í skrifstofu Saksókhara
og á þriðju hæð hittum við Sigurð Ól-
afsson sem fletti upp í sakaskránni, og
þar sem Anna hafði ekki gerzt brotleg
við nein lög, gaf hann út vottorðið.
Næst lá leiðin í Lækjargötu að tala
við Úlfar Þórðarson augnlækni. Það
var að venju mikið að gera hjá honum.
en að lokum eftir rösklega klukku-
tíma bið var augnvottorðið fengið.
Kennsluvottorð útbjó Guðgeir og
síðan var haldið inn í Bifreiðaeftirlitið
við Borgartún.
Prófum er nú skipt í tvo hluta,
fræðilegt og verklegt. Magnús Wíum
var prófdómari í fræðilega hlutanum.
— Þið eruð báðir með bílpróf? spurði
hann okkur Ijósmyndarann þegar við
gengum í prófherbergið. Okkur þætti
ekki gott ef þið birtust eftir nokkra
daga til að taka prófið.
Við sögðumst báðir hafa próf.
— Þá er allt í lagi. sagði hann. Gerið
þið svo vel og gangið inn.
Prófinu er hagað þannig, að nem-
andinn dregur blað og á blaðinu eru
24 spurningar sem hann skal svara. Á
hverju þessara blaða eru spurningar
sem ná yfir allt það efni bóklegt sem
nemandinn hefur orðið að læra.
— Já, þú hefur dregið blað númer 8,
segir Magnús, nú skulum við sjá.
Og nú er yfirheyrslan hafin. Það er
spurt um umferðarmerki, umferðar-
reglur, hraða, hvar megi leggja bifreið-
um, um útbúnað bifreiðar og þess hátt-
ar. Anna svarar spurningum greiðlega
og þetta gengur fljótt fyrir sig.
— Það er nú ekki vani að segja frá
einkunn, segir Magnús þegar þetta er
Framh. á bls. 30.
Magnús Wíum prófar Önnu í fræðilega prófinu svokall-
aða. Anna stóð sig með miklum ágætum í því prófi, hlaut
230 stig af 240 mögulegum.
Anna leggur fram öll gögn og uppáskriftir fyrir Höllu
Ólafsdóttur, starfsstúlku hjá lögreglustjóra. Þar með
getur Anna sótt ökuskírteini sitt daginn eftir.
1 §§§