Fálkinn - 14.11.1962, Blaðsíða 19
Anna Norðfjörð ásamt kennara sínum, Guðgeiri Ágústssyni. Að neðan: Einn af fyrstu Fordbílunum, sem hingað komu,
IBllllllll
wWmmm-
'ý: :■ ■■■■;.
•■■■■■■■■-.■
■
V: : ■ : ■
Fyrsti bíllinn kom til landsins 1904
Dethlev Thomsen kaupmaður hafði
fengið styrk frá Alþingi til að kaupa
bílinn og ætlunin var að reyna hvort
bílar hentuðu hér við fólks- og vöru-
flutninga.
Eins og venjulega var sú virðulega
stofnun, Alþingi, ekki á eitt sátt varð-
andi þennan styrk til bílakaupanna.
Skipuðu menn sér í tvo hópa með og
á móti. Þeir sem voru málinu hlynntir
sögðu, að farartæki sem þessir mótor-
vagnar væru það sem koma skyldi.
Hinir sem voru gegn styrkveitingunni
töldu mikla meinbaugi á þessu. Vegirn-
ir hér væru alltof mjóir og þyldu ekki
þunga mótorvagnanna, fyrir utan þá
stórkostlegu slysahættu sem af þeim
stafaði, Einn sagði, að ef þessi farar-
tæki yrðu leyfð, mundi verða að fjölga
prestum til að jarða alla þá menn sem
falla mundu fyrir þessum vögnum og
læknum líka „þó ekki væri til annars
en gefa út dánarvottorð“. En allt um
það: þessi styrkveiting var samþykkt
og fyrsta bifreiðin kom til landsins.
Þessi tilraun með fyrsta bílinn heppn-
aðist ekki vel. Bíllinn reyndist hinn
mesti garmur, var keyptur notaður og
gekk í mestu brösum með hann. En
menn gáfust ekki upp. Þeir höfðu trú
á þessu farartæki og brátt komu full-
komnari bílar sem betur reyndust. Skal
þar nefna fyrst Ford og Overland.
FALKINN 19