Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1962, Blaðsíða 16

Fálkinn - 14.11.1962, Blaðsíða 16
Árið 1899 var í vesturbœnum í Reykja- vík stofnað íþróttafélag, sem hlaut nafn- ið Fótboltafélag Reykjavíkur. Árið 1910 var heiti félagsins breytt í Knattspyrnu- félag Reykjavíkur og í dag er K.R. fjöl- mennasta íþróttafélag landsins, þar sem lögð er stund á flestar greinar íþrótta. Ekki er hœgt að minnast svo á K.R., að ekki sé getið Erlendar Ó. Péturs- sonar, sem var formaður félagsins í mörg ár og mótaði það manna mest. K.R. hefur sautján sinnum hlotið tit- ilinn bezta knattspyrnufélag íslands, orðið tuttugu og einu sinni Reykjavíkur- meistarar og tvisvar unnið bikarkeppn- ina. K.R. hefur átt mörgum góðum knattspyrnumönnum á að skipa og af kunnum mönnum, sem leikið hafa með félaginu, mætti nefna Benedikt G. Waage, heiðursforseta Í.S.Í., Harald Á. Sigurðsson leikara, Björgvin Schram forseta K.S.Í. og Þórólf Beck, sem nú hefur gerzt atvinnumaður og leikur með skozka liðinu St. Mirren. Heimir Guðjónsson er 25 ára járnsmið- ur. Hann lék fyrst með meistaraflokki 1956 og hefur leikið þar 116 leiki. Hann hefur leikið í landsliði. Hann leikur stöðu markvarðar. Hreiðar Ársælsson er 32 ára prentari. Bjarni Felixson er 25 ára bókari að Hann lék fyrst með meistaraflokki 1952 atvinnu. Hann lék fyrst með meistara- og hefur leikið þar 170 leiki. Hefur flokki 1956 og hefur leikið þar 116 leiki. leikið í landsliði. Hann leikur stöðu Hefur leikið í landsliði. Hann leikur hægri bakvarðar. stöðu vinstri bakvarðar. Örn Steinsen er 22 ára skrifstofumaður Hann lék fyrst með meistaraflokki 1958. Hefur leikið í landsliði. Hann leikur stöðu hægri útherja. Gunnar Felixson er 22 ára skrifstofu- maður. Hann lék fyrst með meistara- flokki 1959. Hefur leikið í landsliði. Hann leikur innherjastöðu. Ellert Schram er 23 ára lögfræðinemi. Lék fyrst með meistaraflokki 1957 og hefur leikið þar 105 leiki. Hefur leikið í landsliði. Leikur innherja eða mið- framherjastöðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.