Fálkinn - 14.11.1962, Blaðsíða 23
Goritsky, sem er kominn!
Kristín hörfar undan með hægð.
Orðunum lýstur niður í höfuð hennar,
eins og sprengjum, hverju eftir annað.
Marteinn! Marteinn Goritsky! Manna-
málið og tónlistin og ljósin í kringum
hana. allt hverfur. Hún reikar eins og
í svefni fram að borðinu, þar sem faðir
hennar situr hjá helztu mönnum bæjar-
ins.
— Hvað ert þú að gera hér? spyr
faðir hennar.
Kristín svarar engu. Hún litast um í
salnum, eins og hún sé nú fyrst að sjá
hann. Svo rennir hún augum fram með
borðinu sem hún situr við. Faðir henn-
ar. Glomp gamli, námsstjórinn með
ungu, fölleitu konunni sinni, og ein-
henti bæjarstjórinn.
Malarinn er búinn að gleyma dóttur
sinni. Hann situr og starir niður í öl-
glasið sitt.
Skyldi hann vera búinn að frétta það?
spyr Kristín sjálfa sig.
Glomp gamli leggur arminn um axlir
henni.
— Er það ekki falleg tengdadóttir,
sem ég eignast? segir hann og beinir
orðum sínum yfir til bæjarstjórans.
Hann kinkar kolli og lyftir glasi sínu.
— Ég var að heyra hve þú hefðir
verið heppin, Kristín. Til hamingju!
Kristín lítur til hans, en finnur að-
eins meðaumkun í augnaráði hans.
Við orð bæjarstjórans losnar um heilt
flóð af heillaóskum. Allir vilja komast
til að rétta henni höndina og óska henni
til hamingju.
Ó, ef hún mætti nú aðeins stökkva
á fætur og hrópa út yfir alla í salnum:
— Nei, nei, þetta er ekki rétt! Ég ætla
ekki að giftast Páli Glomp. Marteinn
er kominn til mín aftur!
En hún æpir ekki. Hún þorir það
ekki. Hún situr eins og þrúguð af öm-
urleik og einveru, í miðjum samkvæm-
isglaumnum.
PÁLL stendur yfir hjá vínborðinu og
slær um sig með gífuryrðum. Annað
veifið ber rödd hans, skræka og spjátr-
ungslega, yfir allan hávaðann í saln-
um. Hann reynir að milda kulda þeirra
sem kringum hann standa, með nokkr-
um umferðum af víni. Hinir taka því
fúslega, en eru þó engu vingjarnlegri
við hann en áður.
Kristín situr með lokuð augu. Á hún
að segja föður sínum fréttirnar. sem
Kilían var að bera henni áðan? Myndi
hann skilja við hvað hún ætti? Eða ....
nei, nei, Marteinn Goritsky má ekki
koma hingað! Hann má ekki koma hing-
að til veitingahússins og frétta um
þessa fáránlegu trúlofun hennar og
Páls Glomp.
Námsstjórafrúin hefur fært sig nær
henni.
— Já, nú byrjar yndislegasta tímabil
ævi þinnar, Kristín mín, segir hún. —
Njóttu þess nú sem bezt! Því þegar
skyldurnar við heimilið taka að hlað-
ast á fyrir alvöru. ....
Kristín neyðir sig til að brosa. En
orðin þyrpast fram á varir hennar; Ég
ætla ekki að fara að gifta mig! Ekki
Páli! Nú þarf ég þess ekki! því móðir
mín kippir öllu í lag, móðir mín er góð,
hún ætlar að kaupa mig lausa .... hún
ætlar að borga það sem faðir minn
skuldar, og fyrir þá peninga fær hún
mig! Eftir sex vikur flyzt ég héðan!
Nú leikur hljómsveitin polka. Ungu
stúlkurnar hanga um hálsinn á herrum
sínum og dansinn gerist æ trylltari.
Kristínu finnst eins og verkjarstingur
fari um sig. Þarna dansar Marteinn
Brunner framhjá. Við unga rauðhærða
stúlku. Mærin leggur höndina yfir
hnakka hans. Fingurnir með rauðlökk-
uðum nöglum eru faldir í hári hans.
Höfuð hennar hvílir upp við öxl hans.
Nú lítur hún ögrandi til Kristínar, en
brosir síðan við Marteini.
Marteinn dansar teinréttur og næstum
að hann halli sér aftur á bak, líkt og
hin nána snerting sé honum óviðfeldin.
Hann forðast að horfast í augu við
stúlkuna. Nú lítur hann til Kristínar.
Brosir .... svo hverfur hann bak við
önnur danspör.
Þetta kemur mér ekki við, segir
Kristin við sjálfa sig. Hann getur dans-
að við hverja sem hann vill. En hún
neyðir sig' til að hugsa svona. Innst í
hugskoti sínu óskar hún þess, að hann
komi og setjist við borðið hjá henni.
Hitinn er óþolandi í salnum. Glugg-
arnir eru opnir og tjöld dregin til hlið-
ar. Kristín færir sig óþolinmóðlega til
í sætinu.
Aftur verður henni fyrir að hugsa:
Marteinn Goritsky má ekki koma hing-
að! Hann má ekki finna hana hérna
innan um þetta fólk. Hún rís upp og
gengur þvert yfir dansgólfið, krækir
aftur og fram milli dansfólksins. Hjá
vínborðinu standa þeir Kilían og Páll
Glomp hvor gegn öðrum eins og reiðir
hanar. Það lítur svo út sem Kilían
hafi einnig drukkið helzt til mikið.
Kristín ætlar að flýta sér framhjá þeim,
en Páll grípur um mitti hennar.
— Það er gott að þú kemur, stúlka
mín!
Hann á bágt með að koma orðunum
fram úr sér.
— Þetta fífl þarna .... fæst nefni-
lega ekki ennþá .... hikk .... ekki
enn til að trúa því að þú sért unnusta
mín! Seg þú honuum það nú, svo hann
geti einhvern tíma farið að halda á sér
.... hikk .... helvítis kjaftinum!
Kristín svarar ekki. Hún stendur
hreyfingarlaus og starir gegnum tó-
baksreykinn fram að hinum breiðu inn-
göngudyrum veitingahússins.
Frh. á bls. 30.
FÁLKINN 23