Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1962, Blaðsíða 26

Fálkinn - 14.11.1962, Blaðsíða 26
kvenþjóðin rvtstfori KRISTJANA STEIMGRÍMSDÓTTIR Húfa og trefill Efni: Nál. 75 g. 4-þætt ullargarn. Prj. nr. 2Vz og sokkaprj. nr. 2y2 og 3, 20 1. slétt prj. nr. 2% = 5 cm. Byrjað að framan verðu. Fitjið upp 144 1. á prj. nr. 2%. Prjónið fram og til baka brugðningu (1 sl.. 1 br.) 4% cm. Geymið nú fyrstu og síðustu 15 1. á öryggisnælum og prjónið svo slétt- prjón fram og til baka á 114 1., sem eftir eru, þar til komnir eru nál. HV2 cm. Nú eru felldar af 9 1. í byrjun næstu 4 umf. og síðan 10 1. í byrjun þarnæstu 4 umf. Svo er hnakkastykkið prjónað á 38 1. sem eftir eru, tekin úr 1 1. hvoru megin í 8. hverri umf. 6 sinnum. Geymið 26 1. sem eftir eru, þegar hnakkastykkið er nál. 14 V2 cm. (á að vera jafnlangt og niðurfellingin á kollstykkinu). Saumið hnakkastykkið við kollinn. Nú er kraginn prjónaður brugðinn (1 sl., 1 br.). Takið upp lykkjur á sokkaprj. nr. 2Vz. Setjið 15 1. sem geymdar voru á prjón, síðan eru teknar upp frá réttunni 2 1. á sléttprjónaða stykkinu annars vegar, svo 26 1. sem geymdar voru, 29 1. hinsvegar á slétt- prjónaða stykkinu, síðan 15 1. sem geymdar voru (114 1.). Prjónið í hring með prjónum nr. 2Vz í 5 cm., Síðan er sett á prj. nr. 3 og prjónaðir 5 cm. til viðbótar. Fellt laust af sl. og br. Frágangur: Pressið sléttprjónið á röngunni. Varpið brugðninguna að framanverðu saman með ósýnilegum sporum. (jói kanaHaterta 2 eggjarauður. 60 g. sykur. 180 g. smjörlíki. 250 g. hveiti. Eggjarauður og sykur hrært létt og ijóst. Hveiti sáldrað á borð, smjörlíkið mulið í með hníf. Að síðustu er vætt í með eggjahrærunni og deigið hnoðað léttilega. Geymt á köldum stað. Þekið tertumótið að innan með deig- inu, smyrjið vel til brúnirnar og gerið þær eins og tungulaga með fingur- gómunum. Bakið við meðalhita 175—200° þar til mördeigsskelin er ijósbrún. Kælt dálítið áður en tekið er úr mót- inu. Skelin fullkæld. Setjið í hana þykkt lag af vanillukremi (ágætt að nota vanillubúðing). Þekið vanillukrem- ið með bananasneiðum og síðan kemur lag af vanillukremi á ný. Kakan geymd á köldum stað um stund. Skreytt með þeyttum rjóma. 26 PÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.