Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1962, Blaðsíða 18

Fálkinn - 14.11.1962, Blaðsíða 18
FRÉTTABRÉF FRÁ AMERÍKU Eins og lesendur munu hafa tekiö eftir, hafa pistlar Dags Anns veriO strjálir í sumar. ÞaO stafaöi af því, aö Dagur liefur hrökklast úr landi og vestur til Ameríku og liafa aörir lilaupiö i skaröiö fyrir hann. Hann hefur samt lofaö aö reyna aö rita okkur af og til, og kemur hér fyrsta bréf hans. Ritstj. Þótt mikið gangi að jafnaði á uppi á íslandi, þá þykir útlenzkum það sjaldnast fréttnæmt. Ekki var til dæmis minnst á það einu orði í blöðum hér vestan hafs, að íslendingar hefðu tvö- faldað flugher sinn og þó heldur betur, en það gerðu þeir, þegar Landhelgis- gæzlan festi kaup á drekanum mikla úti í Portúgal. Olíudómanna var hér heldur að engu getið, en þó hafði mér skilist á blöðunum heima, að öll heims- byggðin hefði staðið á öndinni, þegar það mikla hneykslismál komst upp. Þess var þá sérstaklega getið, að Ame- ríkanar hefðu orðið rauðir í framan, þegar upp komst, að þeir voru búnir að fljúga þotum sínum af Keflavíkur- velli á Rússabenzíni um langan tíma. En þetta hefur sínar góðu hliðar, því sumar fregnir frá íslandi mega gjarna liggja í þagnargildi. Þannig var það guðs mildi, að ein forsíðufrétt skyldi ekki komast fyrir augu alheims. Það var sjússamælamál, er frægt er orðið á íslandi, og olli reiði alþjóðar. Mál þetta hefði rýrt mjög álit útlend- inga á íslendingum sem þolmönnum við drykkju. Menn, sem t. d. hafa stært sig af því að geta drukkið fimm dobbel án þess að blikna eða blána, standa nú sem afhjúpaðir grobbarar. Og þetta er ekki aðeins lítill hópur manna, heldur næstum öll þjóðin. En templarar ættu að vera ánægðir, og réttmætt fyndist mér, að þeir sæmdu veitingaþjónana æðsta heiðursmerki stórstúkunnar fyrir það að halda í brennivín við þjóðar- líkamann. Reyndar birtist í sumar í bandarísku blaði grein eftir amerísk hjón, sem stödd voru á íslandi, og rituðu þau um kynni sín af landi og þjóð. Þeim fannst nú hólminn sjálfur hálf ómerkilegur, ber og hrjóstrugur. Það var líka auð- vitað beljandi rigning, þegar hjónin gistu landið. En þau sáu einn ijósan punkt, og voru það stelpuskjáturnar, eins og kannski mátti við búast. . Þótt greinin væri rituð í nafni þeirra beggja hjónanna, þá segir mér svo hugur, að eiginmaðurinn hafi paufast við að vél- rita greinina, eftir að kona hans var gengin til náða, því að það var auðséð, að mannstaulinn hafði verið tekinn al- varlega á löpp af þeim íslenzku. Hann átti sem sé engin orð nógu fögur til að lýsa bæði fegurð og viðmótsþýð- leika fjallkvennanna. Menntaðir og alvarlegir Ameríkanar hafa lesið greinar um ísland og segja manni, þungir á brún, að þeir hafi áhyggjur miklar vegna veldis komma á íslandi og verzlunar íslendinga við Rússa. Þeir segja, að komist landið undir yfirráð Krúsa, sé NATO í bráðum voða. Við svona alvarlegum tíðindum á maður náttúrlega að bregðast mjög leiður og um leið afsakandi, en ég get nú aldrei að mér gert að glotta við gerfitönn. Það er náttúrlega engin von, að Ameríkanar geti botnað í pólitíkinni á íslandi, og hugsanagangi Óla Thors eða hinna refan-na. Ég reyni því að róa þessa menn og segi þeim, að ekkert sé að óttast. Flokksforingjarnir séu svo uppteknir við að gera byltingar í sínum eigin flokkum, að þeir hafi engan tíma til að hugsa um þjóðbyltingu. Það er víst annars lítil þörf á því, að ég segi ykkur fréttir héðan frá Ame- ríku. Hér verður ekki svo simpilt morð, að ekki komi það á forsíðum dagblað- anna á íslandi. Satt að segja koma oft fréttir í blöðunum heima frá Ameríku af atburðum, sem kannski hafa gerzt í næsta nágrenni við mann, en maður aldrei heyrt um hér. Það er alltaf verið að gera greyinu honum Kennedy hálf erfitt fyrir. Það eru margir á móti honum fyrir það, að bræður hans skuli líka vilja vera í pólitíkinni og að ættin skuli vera rík. Ég hef nú stundum verið að segja við Ameríkanana, að þeir skuli ekki láta svona, því þetta sé algengt á íslandi og reynist bara vel. Mér þótti það kvikindisskapur, þegár þeir felldu sjúkrasamlagsfrumvarpið hans Kennedys í sumar. Ástandið í lækna- og sjúkrasamlagsmálum er svo slæmt hér, að fólk hefur hreint ekki efni á því að verða veikt. Eina bótin er sú, að jarðarfarafélögin eða fyrir- tækin eru nú farin að bjóða jarðarfarir með afborgunum. Slagorðið hjá þeim hljómar ansi vel á enskunni, „Die now, pay later“. Kennedy er nú samt ekki á því að gefast upp, og ætlar að fá marga nýja demókrata kosna í haust og keyra sjúkrasamlagsfrumvarpið í gegn strax í vetur. Hér er alltaf eitthvað að gerast í blámannavandamálunum, eins og þið hafið eflaust lesið um. Það er mikil guðs blessun, að íslendingar skuli vera lausir við þann vandann; nóg hafa þeir á sinni könnu fyrir það. Verið svo sæl að sinni, 18 FÁLKINN Dagur Anns.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.