Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Qupperneq 15

Fálkinn - 30.01.1963, Qupperneq 15
 Höll Thérésiu Tallien, ::ii.'HiBBB í „A imit £ “i i„Í"tWÍJ if , > A :í:hI * T‘-B n litla og mjúka hönd sína á kné hans. — Hvað segið þér sjálf- ur um það? — Það er rétt, sagði Napoleon og lagði hönd sína yfir hennar. Thérésia hallaði sér aftur á bak og hló hjartanlega. —, En hvað þér eruð skemmtilegur, sagði hún. — Ég hélt ekki, að þér kynnuð að gera að gamni yðar. — Það er rétt hjá yður, frú. Ég er ekki að gera að gamni mínu. Og þegar hún mætti alvarlegu augnaráði hans, varð henni ljóst, að hann sagði satt. Þessi maður áleit sjálfur, að hann væri snillingur. Og það var engu líkara, en hann vissi þetta eins og hvern annan sjálfsagðan hlut, rétt eins og menn vita hverrar þjóðar þeir eru. Og þegar hann virti hana fyrir sér allt frá hvirfli til ilja, þá vissi hún, að hann var enginn kórdrengur. — Hversu lengi verðið þér hér, hershöfðingi? Hvað hygg- ist þér fyrir á næstunni? Þá beygði Napoleon sig niður að henni og tók að segja henni frá því hversu miklu óréttlæti hann hefði verið beitt- ur. Eftir alla sigrana sem hann hafði unnið fyrir lýðveldið, eftir að hafa æ ofan í æ tekizt að reka óvinina á flótta með litlum her illa vopnaðra hermanna, — þá var honum varp- að í fangelsi af því að hann hafði af tilviljun verið hershöfð- ingi undir stjórn Robespierre. Jú, þeir höfðu raunar neyðzt til að láta hann fljótlega lausan aftur, — en laun fyrir erf- iði sitt hafði hann engin hlotið. — Og sjáið þetta hér, sagði Napoleon og benti með fyrir- litningu á einkennisbúning sinn — í þessum lörfum má ég ganga. Thérésia viknaði af meðaumkvun. — Ég skal tala við manninn minn, sagði hún. — Og ég skal tala við Lefeuve, þann sem sér um einkennisbúning- ana. Ég þekki alla áhrifamenn, sem einhverju getað komið til leiðar. Ég skal koma yður í kynni við þá. Napoleon brosti að þjónustulipurð þessarar fegurðargyðju. Hann þurfti ekki að gera áhlaup á þessar vígstöðvar. Þær féllu honum í hendur af sjálfsdáðum. Hann kyssti á hönd hennar. Thérésia Tallien veitti Napoleon þann stuðning, sem hann þurfti á að halda. Síðan gat hann séð um sig sjálfur. Hann var útnefndur stórfylkishöfðingi 1795, barði niður uppreisn konungssinna sama ár. Og sem laun fyrir það varð hann yfirhershöfðingi á Ítalíu. Hin fagra Thérésía sat við snyrtiborðið og burstaði hár sitt. Hún sneri hvern lokk með fingrinum, sem hún hafði bleytt í eau de cologne. Það var morgunn og hún var syfjuð, en samt leið henni vel. Hún horfði allan tímann á brosandi andlit Napoleons í speglinum. Hann lá makindalega í hvítri himnasænginni og horfði upp í loftið. — Ég vil kvænast, áður en ég fer til ítalíu, sagði hann skyndilega. — Ó! Thérésía hló eggjandi og vafði lokk um fingur sér. — Og hver er sú hamingjusama? — Ég hafði hugsað mér Josephinu de Beauharnais, greifa- ynju. Hann starði enn upp í loftið. Thérésia sleppti lokkinum; eins og hann hefði brennt hana. — Þú ert að gera að gamni þínu! Hún er jú minnst tíu ár- um eldri en þú. — Sex. Hann starði enn upp í loftið og svipur hans var stöðugt hinn sami. — Hvað þá um mig? sagði Thérésía og beygði sig að speglinum. — Þú! Loksins hætti Napoleon að glápa upp í loftið og sneri sér að henni. — Þú ert jú þegar gift. Og það manni, sem ég hef ekki efni á að slíta vinskap við. Ekki enn þá, bætti hann við. Síðustu orðin gáfu henni ofurlitla von. Hún gekk að rúm- inu, beygði sig yfir hann og sagði: — Við getum beðið, Napoleon. Hann ýtti henni hægt frá sér. — Þú ert falleg, Thérésia. Andlitið og vöxturinn eru líta- laus. En maður kvænist þér ekki! Viltu sjá um að ég fái hingað heitt vatn, hélt hann áfram kuldalega. — Ég á ann- ríkt. Ég á að mæta á fundi eftir klukkutíma. Thérésia lá á maganum í rúminu og horfði á hann, með- an hann þvoði sér. Það var eins og hann vissi ekki af nær- veru hennar, þarna sem hann stóð og sápaði sig. Kórdreng- ur! Thérésia gnísti tönnum. Nú mundi hún fá þennan gamla kórdreng sinn, hún Josephina! Reyndar verður þetta ekki sem verst, hugsaði hún, Josephina er bezta vinkona mín, svo að þá þarf maðurinn minn ekki að þjást af afbrýðisemi. Napoleon sneri sér við, setti annan fótinn upp á skemil og tók að þurrka hann umhyggjusamlega. — Ég mun aldrei hitta þig, eftir að ég hef gengið í heilagt hjónaband með de Beauharnais greifynju. Ég kemst brátt Framhald á bls. 28. fXlkinn 15

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.