Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Qupperneq 27

Fálkinn - 30.01.1963, Qupperneq 27
/ / SNYRTING A Tll) MIN. Það marg borgar sig að eyða 10 mínútum á hverju kvöldi til að snyrta og hreinsa hörundið svo að þið vaknið endurnærðar að morgni og þurfið ekkert að óttast þegar litið er í spegilinn. FYRSTA MYND 3 mínútur tekur það að hreinsa andlitið, hálsinn og hnakkann með góðu hreinsikremi, kokosolíu eða ósöltu smjöri. Fitan þarf að minnsta kosti að liggja IV2 mínútu á hörundinu og síðan þerruð af með pappírsþurrku. Núið vel í kringum hökuna og nefið, svo að holurnar þar hreinsist vel. Endurtekið. ÖNNUR MYND 1 mínútu tekur það að bera andlitsvatn (skin-tonic) á hörundið, vægt ef hörundið er þurrt og eðlilegt, „astr- ingerandi“ ef það er feitt. Klappið hörundið því næst með léttum höggum til að styrkja vöðvana. ÞRIÐJA MYND Vi mínúta nægir til að bera nærandi krem á andlit, háls og hnakka. Ráðlegt er að nota á víxl krem sem inniheldur lanolin og svo eitthvert hinna nýju frumu- endurnýjandi og yngjandi húðkrema. FJÓRÐA MYND % mínútu tekur það að nudda kremið inn í hörundið. Nuddið upp á við frá hári, hnakka og höku upp að enni, það sem nuddað er í hring. FIMMTA MYND 41/2 mínútu, og af þeim tíma fer aðeins V2. mínúta í að klappa léttilega með 2 miðfingrunum, sérstöku kremi um hörundið kringum augun. Byrjið við gagnaugun, eins undir augun að nefrótum og strjúkið því næst — án þess að teygja hið minnsta á hörundinu — yfir augn- lokin að gagnaugunum. Endurtekið nokkrum sinnum. Látið bíða, svo kremið komist inn í hörundið. SJÖTTA MYND V2 mínútu tekur það að fjarlægja það krem, sem hörundið drekkur ekki í sig. Hörundið getur nú andað frjálst og verið slétt og fellt að morgni. 6 FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.