Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1963, Síða 11

Fálkinn - 02.10.1963, Síða 11
kjallaranum sagði lítið. KR- sonurinn í risinu sagði að þetta væri allt saman della. Þannig var ástandið í húsinu um há- degið daginn sem leikurinn fór fram. Þetta var á laugardegi og á- gætt veður í bænum, nema rétt fyrir leikinn, þá fór að rigna. Mér skildist að rigning sé ekki heppileg fyrir knattspyrnu vegna þess, að þá blotnar víst grasið á vellinum og verður sleipt. Ég heyrði að maðurinn í risinu bölvaði. Annars sat ég inni í stofu og var að lesa blöð- in. Konan var að ryksuga og ég varð oft að færa mig milli stóla. Það er nefnilega þannig með konuna mína, að þegar hún ryksugar, þá gerir hún það helzt þar sem ég er. Allt í einu yfirgnæfði síma- hringing ryksuguna. Ég fór og svaraði. Þetta var einn vinnu- félagi minn og lagði fast að mér að koma með sér á völlinn. Ég færðist undan,. en- það dugði lítið, því þéssi vinnufélagi minn er það sem kallað er frek- ur. Og svo fór að ’ég fór. Þegar við komum inn á völl var þar kominn mikill fjöldi fólks. Stúkan var þétt setin og mikill fjöldi á stæðunum. Við tókum okkur stæði gegnt stúk- unni. Fyrir framan stúkuna voru menn í bláum fötum að spila á lúðra. Ég hef oft undr- azt það, að ekki skuli vera meira um Þingeyinga í lúðra- sveitum. Svo komu menn gang- andi út á völlinn, sumir í hvít- um búningum, en aðrir í blá- um. Mér var sagt að þeir í bláu væru íslenzkir. Svo fóru lúðra- mennirnir að leika Eldgamla ísafold og allir í stúkunni stóðu á fætur, og þeir sem voru með hatta tóku þá niður. Næst var þjóðsöngurinn leikinn og þá var allt tilbúið. Maður í svörtum fötum stóð á miðjunni og blés í flautu og þá var byrj- að að sparka. Mér var sagt að þessi í svörtu fötunum væri dómarinn. Ég taldi í liðunum og komst að því, að voru jafn fjölmennir. Allir leikmenn voru með tölustafi á bakinu og ég hélt að þeir væru númeraðir eftir því, hvað þeir væru góðir. Brátt komst ég þó að raun um að svo var ekki, því númer 11 hjá Bretunum var betri en númer 3. Áhorfendur, sem stóðu þarna í kring, höfðu mikinn áhuga fyrir leiknum og gáfu leik- mönnum góð ráð. Ekki fóru leikmenn eftir þessum ráðum og fannst mér það furðulegt, því mér þóttu þetta viturleg ráð. Ekki hafði leikurinn staðið lengi, þegar knötturinn lenti í markinu hjá íslendingum. Markið er þannig útbúið að tvær spýtur eru reistar upp á annan endann og síðan sett ein á milli. Svo er sett net fyrir aftan úr trollgarni. Markið er því nokkurskonar veiðarfæri. Ekki urðu mikil fagnaðarlæti meðal áhorfenda og mér skild- ist að þetta mark hefði verið algjört óþarfi, eins og raunar þau sem á eftir komu. Álengd- ar sá ég sambýlismann minn, KR-inginn og hann virtist æst- ur. Strákurinn hans var líka æstur. Svo var byrjað að leika aftur og nú lögðu áhorfendur til að leikurinn yrði jafnaður. Mér fannst þetta viturlegt, því það væri leiðínlegt til afspurn- ar að láta lélega áhugamenn vinna okkar ágæta landslið. Ekki fóru leikmenn þó eftir þessu, því skömmu seinna gerðu Tjallarnir annað mark og stuttu síðar það þriðja. Þá fóru sumir að bölva. Aðrir sögðu að þetta væri ekki nema von úr því að svona væri rað- að í liðið. Þeir hefðu ekki bú- izt við neinu sérstöku. Sumir héldu því þó fram, að þetta lið væri alveg eins og landsliðið ætti að vera, við værum bara ekki betri en þetta. Einn sagði, að við værum ekki lélegir, heldur væru Tjallarnir svona góðir. Einn þarna nærstaddur saup úr flösku, sem hann hafði meðferðis, og eftir því sem lækkaði í flöskunni varð hann reiðari og reiðari. Hann hafði uppi ljótt orðbragð, sem ég ætla ekki að fara að kenna börnunum með því að hafa það eftir hér. Það stóð alveg á end- um, að þegar hann var búinn úr flöskunni, þá var hann far- inn að berja saman höndunum og fyrri hálfleikur búinn. í hléinu gengu menn um og ræddu leikinn. Ekki leizt þeim á þetta og töldu leikinn glatað- an. Sumir sögðu þó, að knatt- spyrnan væri óútreiknanleg og ómöguleg að segja hvað mundi ske í næsta hálfleik. Svo fóru þeir að tala eitthvað um út- hald. Einn sagði að völlurinn væri alltof blautur og það væri ekki við því að búast að strák- arnir gætu spilað. Þá var ann- ar sem benti á, að allur völlur- inn væri jafn blautur. Nú hafði ég skilið þetta með að spila. Spil í knattspyrnu er það þeg- ar tveir eða þrír menn leika saman. Það var lítið um spil í íslenzka liðinu. Svo byrjaði leikurinn aftur og var svipaður og fyrr, nema nú léku menn á sín eigin mork, að því er mér fannst, en þá var mér sagt að í hálfleik hefðu verið skipt um mörk. Nú fór að hvessa, en sem betur fór fyrir íslendingana, stóð vindurinn þvert á völlinn. Hinsvegar snýr stúkan vitlaust að vellinum, því vindurinn stóð á hana. Mér finnst að svona stúkur á í- þróttavöllum eigi að vera fær- anlegar. Ég veit þess dæmi, að í sumum stúkum er hvorki rok né bleyta, en þær eru ekki á íþróttavöllum. Einu sinni var boltanum sparkað í manninn á svörtufötunum en hann varð ekkert vondur heldur hljóp bara í burtu. Nú tók ég líka eftir tveim mönnum, sem voru alveg eins klæddir og dómar- inn. Þeir stóðu utan við völl- inn og hlupu aftur og fram, eins og þeir ættu lífið að leysa. Stundum veifuðu þeir flaggi og þá flautaði dómarinn oftast. En stundum flautaði hann ekki þótt þeir veifuðu og Þá urðu sumir vondir og sögðu að hann væri vitlaus. Ekki gat ég þó séð, að hann væri neift vitlaus- ari en hinir. Bretarnir héldu áfram að gera mörkin og áhorfendur urðu stöðugt verri og verri. Að lokum voru þeir orðnir svo vondir sumir, að þeir hættu því. Sá með flöskuna var nú kominn með aðra og talsvert langt niður í hana og var far- inn að hvetja Bretana. Hann sagðist ætla að fara heim, þetta væri tóm della. Hann fór samt ekki, heldur fór að tala um konuna sína, og þá skildu allir, hvers vegna hann fór ekki heim. Mér hafði skilizt að þeir í bláu fötunum ættu að spila saman, en oft var eins og þeir spiluðu með þeim í hvítu föt- unum. Þetta var um tíma dá- lítið ruglandi, því ég hélt að bæði Íiðin spiluðu nú á sama markið og að hitt væri ónotað. En þetta vár víst misskilningur allt saman. Nú hafði einn kveikt á litlu útvarpstæki, sem hann hafði meðferðis og hlustaði á lýsingu af leiknum. Leikurinn í út- varpinu var miklu mun skemmtilegri heldur en sá, sem við horfðum á, og ég sá eftir því að hafa farið. Svo fór fólk að tínast af vellinum og sagði, að lítið væri eftir af leiknum. Við stóðum þó þarna áfram alveg þangað til leikurinn var búinn. Svo flaut- aði dómarinn voða hátt í flaut- una og þá hættu allir og gengu út af vellinum og inn í húsið undir stúkunni. Við fórum líka, en ekki í húsið, heldur út af vellinum. Leiknum hafði lokið þannig að Bretar gerðu sex mörk en íslendingamir ekki neitt. Ef þeir hefðu gert eitt hefðum við unnið leikinn, mið- að við fólksfjölda. Mér er sagt að Bretar séu um sextíu millj- ónir og þá voru því tíu milljón- ir á bak við hvert markanna. Ef við hefðum gert eitt, þá hefðu ekki verið nema eitt hundrað og átta tíu þúsund að baki okkar mark. Þegar ég kom heim hitti ég Framarann og KR-inginn. þeir voru að ræða um leikinn. Framarinn sagði, að það hefðu verið sex of margir úr KR í landsliðinu. KR-ingurinn sagði, að þeir hefðu verið fimm of fáir. Ég sagði ekki neitt. Um hitt voru þeir sammála, að ef völlurinn hefði ekki verið svona blautur, og ef að Tjall- arnir hefðu ekki verið svona góðir, og ef að strákamir okk- ar hefðu verið aðeins betri, þá hefðu verið líkur á því, að við hefðum unnið leikinn. Þetta fannst mér trúlegt, en sagði samt ekki neitt. FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.