Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1963, Page 12

Fálkinn - 02.10.1963, Page 12
Dragið þér spilin með vinstri hendi og leggið i fimm stokka. Svona. Stiiiidum spái ég í spil mér til skemmtunar, en annars. — Lítum á9 sagði hún og sneri við fyrsta stokkniim Allir, sem til þekkja, sjá, að þessi atburður gat hvorki átt sér stað hjá okkur, í Þýzkalandi né Frakklandi, en í löndum þessum, eru dómarar, eins og alkunnugt er, skyldugir til að dæma hina seku og refsa þeim eftir ákvæSum laganna en alls ekki eftir greind sinni og samvizku. Vegna þess aS í sögu þessari kemur fram dómari, sem kveSur upp dóm smn án þess aS kæra síg um lagabókstafinn, heldur heilbrigt brjóstvit, leiSir af því, aS eftirfarandi atburSur gat hvergi átt sér staS annars staSar en í Englandi; kom hann fyrir í Lundúnum nánar til tekiS í Kensington; en bíSiS þið nú við, þaS var í Brompton eSa í Bayswater, í stuttu máli einhvers staSar á þeim slóSum. Dómarinn var herra Kelly og konan hét blátt áfram Myers. Frú Edith Myers. Þessi virðulega kona vakti athygli Mac Leary lögreglufulltrúa. „Elskan mín,“ sagSi Mac Leary viS konu sína eitthvert kvöldiS, „ég get ekki hætt aS hugsa um þesa frú Myers. Gaman þætti mér að vita hvað þessi kvenmaður hefur sér til lífsframfæris. Hugsaðu þér bara, að núna í febrúar sendir hún vinnukonuna eftir asparagus. Þar að auki hef ég komizt að því, að hún tekur á móti tuttugu manns á dag allt frá kaupkonum og upp í hertogaynjur. Mér er það Ijóst, elskan mín, að þú segir, að hún sé sennilega spilaspákona. Allt í lagi, en hún getur haft það aS yfirvarpi fyrir eitthvaS annað, vændismiðlun eða njósnir til dæmis. SjáSu nú til, ég hefði gaman af að frétta betur af þessu.“ „Allt í lagi Bob,“ sagSi hin virðulega frú Mac Leary, „láttu mig um það.“ Og þannig atvikaSist það, að degi síðar hringdi frú Mac Leary, auðvitað giftingarhringslaus, en annars unglega klædd og með liðað hár eins og stúlka, sem vart á annars úrkosta en að láta af æskubrekunum, hjá frú Myers í Bayswater eða Marylebone. Hún varð að bíða dálitla stund, þangað til frú Myers tók Framh. á bls. 12 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.