Fálkinn - 02.10.1963, Side 15
„Þú ætlar aS stela honum frá Indlandi, frá okkur — föður okkar, sem við elskuðum. Þú ætlar
að senda hann einmana á meðal útlendinganna. Hvernig mun sál hans koma aftur til okkar, ef
hann liggur á meðal Englendinganna ? Heilagt vatn Gengesfljóts bíður eftir að taka við ösku
hans! Hvað segja bækurnar um son, sem virðir ekki Iíkama föður síns?“
hópi að nýju, enda þótt aðstæður
séu sorglegar. Faðir minn —“
Rödd hans brást þrátt fyrir á-
kveðni hans, og konurnar byrjuðu
að kjökra. Hann rétti upp hönd-
ina og náði valdi á rödd sinni::
„Við megum ekki láta bugast,
fyrir alla muni! Ég verð að tala
í hans stað, af hans hálfu. Ég
verð að útskýra, hvers vegna ég
finn mig knúðan til að segja það,
sem ég ætla að segja.“
Hann leit á þau og velti fyrir
sér, hvernig hann ætti að halda
áfram. Þarna voru aldraðar frænd-
konur hans, föðursystur hans,
dökk andlit þeirra beindust að
honum eins og sólinni, og móður
hans, með endann á „sari“ sínu
vafinn fyrir munninn, og frænd-
ur hans, ásamt konum sínum og
börnum. Lengra í burtu voru þjón-
arnir — öll biðu þau eftir að hann
lýsti yfir vilja sínum sem forsjá
fjölskyldunnar. Hann hélt áfram:
„Hvernig á ég að útskýra föður
minn fyrir ykkur? Hvert ykkar
þekkti hann á sinn hátt. Hverju
ykkar sýndi hann sérstaka hlið á
sér. Ég þekkti hann sem góðan og
réttlátan föður. í mínum augum
var hann eins og himininn yfir
mér, jörðin undir fótum mínum.
Ég hugsaði aldrei um dauða hans.
Ég er ekki undir það búinn að
vita, að hann er látinn. Ég hef
aldrei hugsað til þess, hvað ég
ætti eða mundi gera nú, þegar
endalok jarðneska lífs hans hefur
borið svo brátt að. Ég minnist hans
sem meira en föður míns, ég
minnist hans sem mikilmennis.
Mikilmenni eru stórvaxin til sál-
arinnar. Þið vitið sitthvað um
stórhug föður míns. Gandhi-sinnar
komu til hans til skrafs og ráða-
gerða, og margir aðrir komu til
hans. Jafnvel Englendingarnir,
þegar þeir vissu, að þeir yrðu að
veita okkur frelsi, komu til föður
míns til að komast að raun um,
hvernig það yrði bezt til lykta
leitt. Þið þurfið aðeins að lesa
titlana á bókunum í skrifstofu
hans, eins og ég gerði rétt áðan,
til að vita, að faðir minn tilheyrði
heiminum, en ekki einungis Ind-
landi. Hann hafið samband við
suma mestu hugsuði Vesturlanda.
Þess vegna —“
Hann þagnaði. Nú yrði hann að
segja það. Hann gat ekki sagt þeim
sannleikann, sem var sá, að
hann gæti blátt áfram. ekki —
gæti ekki —
Hann tók á sig rögg. „Ég hef
þess vegna ákveðið, að útför föð-
ur míns verður ekki gerð sam-
kvæmt hinum gömlu helgisiðum
Hindúa. Það er tími til kominn
— ég á við, að ég held að við ætt-
um að hugleiða — eðli þessara
helgisiða. Faðir minn mundi ekki
krefjast — ég held, ef ég hefði
getað leitað ráða hjá honum, að
hann hefði fallizt á, að mestur
menningarbragur sé á þeirri til-
högun útfara, að jarða hina látnu,
líkamann óskertan og látinn jörð-
inni aftur í té. Ég ætla þess vegna
að nota ensku aðferðina, og hann
mun liggja í kirkjugarðinum.“
Þau hlustuðu þögul. Hann lauk
máli sínu festulega og var í þann
veginn að fara, þegar hendur tóku
um ökla hans. Honum virtist sem
hendur teygðu sig til hans alls
staðar að úr geysistóru herberginu
og héldu honum. Þær tóku um
ökla hans og um hné hans. Allt
umhverfis hann reis ógurlegt haf
örvæntingarfullra andlita, og
raddir mótmæltu í kór, kveinandi
og ásakandi:
„Þú ætlar að stela honum frá
Indlandi, frá okkur — föður okk-
ar, sem við elskuðum. Þú ætlar
að senda hann einmana á meðal
útlendinganna. Hvernig mun sál
hans koma aftur til okkar, ef hann
liggur á meðal Englendinganna?
Heilagt vatn Gangesfljóts bíður
eftir að taka við ösku hans! Hvað
segja bækurnar um son, sem virð-
ir ekki líkama föður síns?“
Hann bar af sér, reiðilega.
„Kæru vinir!“ hrópaði hann. „Fyr-
irleit faðir minn ekki sjálfur
helgisiðahald? í viðurvist þings-
ins löngu áður en ég fæddist, en
það er til í þingskjölunum. —“
„Allir, sem þekktu hann, munu
rísa gegn þér!“
Framh. á bls. 32.
FÁLKINN
15