Fálkinn - 02.10.1963, Blaðsíða 16
Hver kannast ekki við Klakksvík, siðan deilurnar urðu sem mestar þar um árið vegna Iæknamálsins og við lá, að uppreisn brytist
út. Þessi mynd frá Klakksvík er þó hvergi nærri ófriðleg, enda ber öllum saman um, að Klakksvík sé óvenju friðsæll og fagur st
aður. (Ljósm. Jan Olsheden).
Nýlega voru hér á ferð þrír ungir Svíar fr&
Scandinavian Press Agency í Bromma.
Þeir söfnuðu hér alls konar efni um ísland
og tóku meðal annars kvikmynd af meist-
ara Kjarval og myndum hans. Á leiðinni
komu þeir við í Færeyjum og tóku þar
myndir og skrifuðu grein þá fyrir Fálkann,
er hér fer á eftir. Þeir heita: Hans Jansson,
Lars Andersson, og Jan Olsheden, sem
skrifaZí f(reinina.
I Fæíeyjum verða piltarnir að „keyra"
stúlkurnar sínar heim á bátum, og
það tekur töluverðan tíma, ein stúlk-
an ætlar til Klakksvíkur og önnur til
einhvers fiskiþorpsins á suðurströnd-
inni, þannig að oftast tekur það alla
nóttina að koma stúlkunum heim.
16 FÁLKINN
FÆREYJAR
FAGRAR OG ÓSPI LLT A R
Fari maður eins og Halldór Kiljan Laxness til Danmerkur með hinu
gamla virðulega skipi „Dronning Alexandrine“, sem sigldi nú trúlega í
sumar í síðasta sinn til íslands, fær maður tækifæri til þess að njóta lítils
hluta af þeim töfrum, sem Færeyjar hafa upp á að hjóða útlendingum.
„Dronning Alexandrine“ kemur við í þremur höfnum á Færeyjum á leið
sinni frá Kaupmannahöfn til íslands, Þórhöfn, Klakksvík og Tveraa. Fyrir
útlending, sem er í fyrsta sinn á leið til íslands, eru Færeyjar eins konar
lítið ísland og því meir sem maður sér af eyjunum þeim mun fleira sameigin-
legt finnur maður með þessum tveimur löndum. ísland og Færeyjar byggja
afkomu sína alla á fiskveiðum, sem eru báðum þjóðunum lífsnauðsynlegar.
Sauðfé er álíka algengt á báðum stöðunum, og Færeyjar eru eins og ísland
byggðar uppp af gosum eldfjalla. Jafnvel í fortíðinni má finna hluti, sem
færa ísland og Færeyjar nær hvort öðru. íbúar Færeyja hafa barizt fyrir
sjálfstæði sínu á sama hátt og íslendingar, en í Færeyjum býr ekki fullvalda
þjóð, heldur gætir þar áhrifa frá Dönum, þótt sjálfsforræðið hafi aukizt með
árunum, og oft hafi verið talað um algjört sjálfstæði þjóðarinnar, sérstak-
lega eftir síðari heimsstyrjöldina. Á meðan heimsstyrjöldin stóð yfir fengu
Færeyingar að sjá um sig sjálfir, þar sem þeir voru ekki hernumdir af
sömu þjóð og hernam Danmörku.
Jarðfræðilega má segja um Færeyjar, að þær liggi á 62. breiddargráðu