Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1963, Side 17

Fálkinn - 02.10.1963, Side 17
um það bil miðja vegu milli Shetlandseyjanna og íslands og 575 km frá Noregi, sem er næsta fastlandið. Hinir snarbröttu bergveggir eyjanna, gefa ástæðu til þess að halda, að þær séu mjög háar, en hvergi er þó hæðin meiri en 882 m. Veðurfarið á eyjunum, sem og á íslandi, byggist á golfstrauminum, en aðeins ein grein hans nær til Færeyja. Þar rignir mikið, og hægðarleikur er að telja sólskinsdagana. Brytinn á ,,Drottningunni“ sagði mér, að. í þau fjögur ár, sem hann hefði siglt á leiðinni Færeyjar—ísland hefði aðeins fjórum sinnum verið fagurt og sólríkt veður á Færeyjum, fjórða skiptið hlýtur reyndar að hafa verið í' það skiptið, sem ég heimsótti eyjarnar. 1 í góðu veðri eru Færeyjar eitt það falleg- ásta, sem maður sér. Eftir að hafa litið augum þær tuttugu eyjar, sem mynda það, sem kall- 3ð er Færeyjar, finnst manni sem maður verða að vera kyrr og sjá sig um. Lóðréttir bergveggir steypast niður í hafið og langir djúpir firðir liggja inn að hinum litlu un- áðslegu þorpum. En menn gera sér einnig grein fyrir þeim erfiðleikum, sem íbúarnir éiga við að stríða, þegar veðrið er slæmt. Færeyingarnir eru algjörlega háðir veðrátt- unni, allar samgöngur við aðrar eyjar eiga sér stað á sjó, að undanskilinni Þórshöfn, —- stærsta bænum — en flugsamgöngur eru það- an og við umheiminn. Jafn fagrar og Færeyj- árnar eru í sólskini, eru þær harðar og óað- laðandi þegar veðurguðirnir eru óþægilegast- Þennan klæðnað Færeyinga þekkja íslendingar sennilega bezt. Það fer ekkert á milli mála, að þarna situr sjómaður á bjórkassa. ir. En þrátt fyrir það, að veðráttan er hörð og mikið þurfi að leggja á sig til þess að vinna fyrir daglegu brauði hefur íbúunum fjölgað mikið síðustu öldina. Árið 1850 voru um það bil 8000 íbúar í Færeyj- um, en árið 1950 var talið, að þeir væru orðnir 30.000. Og síðan hefur fólksfjölgunin haldið áfram með sama hraða. Færeyingar eru, sem og flestar aðrar Þjóðir, í miklum vandræðum vegna fólksflutninga til bæjanna. Ástandið er eins um allan heim, æskan þrífst ekki í fæðingarbæjum sínum, atvinnumöguleikarnir eru of takmarkaðir og tækifærin til menntunar eru flest í borgunum. Þetta hefur í för með sér, að á mörgum stöðum í Færeyjum er hægt að finna gamla bæi, auðuga af alls kyns siðum og menjum, sem eru að fara í eyði. Húsin standa auð, og þær fáu hræður, sem eru eftir, eru oftast gamalt fólk, sem er kyrrt hjá minningum sínum um fyrri daga og neitar að flytja til stærri bæja, þar sem meiri möguleikar voru til þess að annast betur um það. En — þetta er ekkert færeykst vandamál, verra er það með æskulýðinn og þrá hans til þess að flytj- ast til annarra landa, Kaupmannahöfn, London og svipaðir staðir, ekki allt of langt í burtu, lokka. Á íslandi er sama vandamálið, ungt fólk, sem leitar sér að því bezta, sem á boðstólum er á sviði mennt- unar, sækir til annarra landa og hefur síðan ekki mikil tækifæri til þess að notfæra sér hina oft mjög sérhæfðu menntun sína í heima- landinu. Færeyingar eiga við sama vandamál að etja, en jafnvel ung- lingar, sem ekki hafa hlotið mikla menntun, leita til stórborga Ev- rópu. Þetta hefur vakið ugg meðal íbúanna, því það er jú æskan, sem á að halda við siðum og venjum þjóðarinnar og séreinkennum hennar. Maður verður að reyna að halda í þá, sem eru að vaxa upp, en það er ekki upp á margt að bjóða, aðeins hið erfiða líf sjómann- anna, eða ef til vill bóndans, og í báðum tilfellum er þetta vinna, sem krefst mikils af manninum, sem leggur hart að sér, en uppsker ekki Og þetta er liún Jonva, sem brá sér á fiskibáti til Grænlands og er staðráðin í því að skoða heiminn vel og snúa síðan aftur heim til Klakksvíkur. (Ljósm. Hans Janson). Sjá næstu síðu. FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.