Fálkinn - 02.10.1963, Side 18
Þetta er vissulega einkennandi færeysk mynd, húf-
an og mussan eru „einkennisbúningur“ Færeyinga,
en maðurinn sjálfur gæti vissulega verið íslenzkur
hreppstjóri. (Ljósm. Lars Anderson).
sérlega mikið í staðinn. En, segir hinn sanni Fær-
eyingur, annað hvort er maður fæddúr til þessa
erfiða lífs, maður elskar hafið og baráttuna við
veðrið eða maður er ekki reglulegur Færeyingur.
Og það er einnig þetta, sem gefur von um framtíð
Færeyja, flestir unglingar elska lífið á sjónum og
geta ekki hugsað sér annað. Ef til vill hafa þeir
í nokkur ár reynt, hvernig það er að vera í stór-
borgum meginlandsins, en heimþráin verður mörg-
um ofviða, menn snúa aftur með ný sjónarmið og
endurnýjaðan kraft og taka til við fiskveiðarnar
aftur.
Auðvelt er að sýna með nokkrum tölum, hversu
þýðingarmikill fiskurinn er fyrir íbúana. Talið er,
að um það bil þriðjungur íbúanna allra fái tekjur
sínar úr hafinu. Af þessu hefur leitt, að á síðari
árum hafa ný tæki verið tekin í notkun í sam-
bandi við fiskveiðarnar, en samt standa Færeying-
ar ekki jafn framarlega og íslendingar á þessu
sviði. Hætt hefur þó verið við að veiða eingöngu á
heimamiðum, og nú fara veiðarnar aðallega fram
á stærri bátum en þeir gömlu opnu voru, og oftast
er veitt umhverfis ísland og Grænland og í Hvíta
hafinu. Fjárhagslega séð eiga íbúarnir mest undir
fiskveiðunum, útflutningur Færeyja hefur á seinni
árum verið í kringum 750 milljónir á ári. Af þessu
hefur ekki minna en 97% verið fiskframleiðsla.
Mestur hluti fiskins — oftast nær saltaður — er
fluttur til Suður-Evrópu, og Spánn er aðalmark-
aðslandið. Hin, jafnvel Grikkland og Ítalía eru
meðal stærstu viðskiptalanda Færeyja. Mikið hef-
ur verið gert til þess að vinna markað í Brazilíu,
og það erfiði hefur einnig borið góðan árangur.
Málfarslega eru Færeyjar náskyldar íslandi, og
18 FALKINN
FÆREYJAR
FAGRAR OG ÓSPILLTAR
og málið er einnig mjög skylt nýnorskunni. Enn má líka finna gaml-
ar norrænar venjur í smíði báta, húsa og í verkfærum. Færeyingarnir-
geta rekið ættir sínar aftur til víkinganna, sem í kringum 1000 lögðu
upp frá Danmörku og Noregi. Til eru færeysk skjöl frá árinu 1500,
þar sem málið er hið sama í gömlum norskum og íslenzkum bréfum
frá sama tíma. En að sjálfsögðu hafa að mestu leyti nýtízku hús og
verkfæri komið í stað gömlu góðu húsanna með torfþökin, og húsinu
eru nú byggð úr miklu endingarbetri efnivið. En eitt er sérkennandi
fyrir færeysku húsinn, menn hræðast ekki að nota liti á húsin sín,
og það er líkast því að horfa inn í ævintýraheim, þegar maður lítur
yfir þorpin, þar sem húsin eru öll máluð með mismunandi litum.
Þórshöfn er stærsti bærinn í Færeyjum, og það hefur líka verið
þangað, sem flest unga fólkið af eyjunum, hefur sótt. Þórshöfn er
verzlunarmiðstöðin, og þaðan er eyjunum stjórnað innbyrðis. Höfn-
in frábær, og litlu húsin við bryggjurnar eru máluð í enn fallegri lit-
um en í öðrum þorpum, og þau og fjöllin í bakgrunninum hafa góð
áhrif á þann, sem kemur þangað í fyrsta sinn. Maður er kominn til
eyjaklasa, þar sem aðstæður allar eru alveg sérstakar. Göturnar eru
litlar, húsunum er jafn vel við haldið, og hvar annars staðar, en samt
er allt öðru vísi byggt, byggingarnar eru svo dásamlega lausar við
að fylgja nokkru skipulagi og hafa bara risið, eftir því sem andinn
hefur innblásið íbúunum í það og það skiptið. En byggingarnar eru
ekki það fyrsta, sem gesturinn tekur eftir, heldur umferðin. Ekki er
það vegna þess að bílarnir séu svo stórir og nýir, nei heldur vegna
þess að þeir keyra svo hratt og hreint út sagt kæruleysislega Vissu-
lega keyra menn hratt á íslandi, en í samanburði við Færeyingana
er það ekki neitt. Benzínið er stígið í botn og síðan snarhemlað við
hvert götuhorn. Auk þess er þarna mikið um bíla — og sér í lagi
leigubíla, ég held Færeyingar aki mest allra þjóða í leigubílum, en
í Þórshöfn einni eru yfir 80 leigubílar. Það er ódýrt að aka með þeim,
menn geta spurt sig áfram, hvert sem farið er, fjarlægðirnar eru ekki
miklar og því ætti ekki að þurfa að nota þá oft. En, eins og gamall
Færeyingur sagði við mig: „Við erum að verða dálítið latir og skemmd-
ir af eftirlæti hérna, en það er jú anzi gott að láta sér líða vel í landi,
þegar maður hefurstritaðsvonalengi úti á hafinu.“
Klakksvík er sá bær, sem „Drottningin“ kemur næst til á siglingunni
frá Danmörku til íslands. Klakksvík hlýtur að vera fegursti staðurinn
á eyjunum, já, einn fegursti staður, sem ég hef nokkru sinni séð. Djúpt
inni í firði með snarbröttum slúttandi grasbökkunum í þeim grænustu
litum, sem hægt er að hugsa sér liggja litlu fallegu húsin í Klakksvík
hringinn í kring um höfnina. Klakksvík er hjarta færeysku fiskveið-
ana. Lífið í kringum fiskinn setur svip sinn á allt, öll tilvera bæjarins
snýst í kringum höfnina, bátana og fiskinn. — En, eins og í Þórshöfn,
aka menn hér líka í bílum, og það er enn þá undarlegra í Klassvík,
því hér er aðeins 15 km vegaspotti til þess að keyra á og samt eru
bílarnir um 300.
Með báti til laugardagsdansleikjanna.
Hvað gerir æskan, sem heldur kyrru fyrir í Færeyjum, við hvað
skemmtir hún sér? Þar hafa atvinnumöguleikarnir mikil áhrif, og þa
auðvitað fyrst og fremst fiskurinn, sem fangar flesta. Ungu stúlkurn-
ar á eyjunum er mjög svo einmana, þegar piltarnir þeirra eru lang-
tímum saman úti á sjó. Af því leiðir, að stúlkurnar lesa mikið og fara
oft í bíó, en það vekur dálitla undrun, þegar þær segja, að þeirra að-
alfrístundagaman sé að fiska. En auðvitað er annað, sem hægt er að
skemmta sér við, í Klakksvík er mikill áhugi á kappróðrum, og hvert
sumar eru slíkir kappróðrar háðir um gervallar Færeyjar. Stúlkurni
ar frá Klakksvík taka þátt í þeim, af miklum áhuga, og árangurinrí
er einnig góður. Eitt af félögunum frá bænum hefur unnið stóra sigra
í sumar.
Á hverjum báti, sem þátt tekur í keppninni, eru sex ræðarar og einn
fyrirliði. Fyrir þessa kappróðra er æft allt vorið og oftast nokkra tíma
á degi hverjum, en auk þessarar frístundaiðju er klifið í fjöllunum.
Það eru sérstaklega sunnudagarnir, sem notaðir eru á þennan hátt.