Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1963, Page 19

Fálkinn - 02.10.1963, Page 19
Hitti ung færeysk stúlka pilt á laugardagskvöld á dansleik, er það ekki óvenjulegt, að hann spyrji: „Eigum við að fara upp í fjöll á morgun?“ Já, þetta er álíka venjulegt og í öðrum löndum er venjan að ákveða að fara í bíó með þessum nýja kunningja sínum. Það er dálítið annað að dansa í Færeyjum, en annars staðar. Ekki svo að skilja, að maður dansi öðru vísi, eða spiluð séu önnur lög, nei, þar er twist og rokk af nýjustu gerð! En manneskjurnar, sem koma á dansleikinn, hvernig þær koma og undirbúningurinn sjálfur, allt er þetta öðruvísi. Á íslandi, sem og á flestum öðrum stöðum, er bíllinn tekinn og ekið til einhvers þess staðar, sem haldið er að hægt sé að láta sér líða vel. En í Færeyjum verður að búa vig vel undir þetta, það er nefnilega ekki hægt að aka mikið í í bílum, og því verður að taka bátinn og halda á dansleik. Og eins og allir vita, tekur það sinn tíma, að komast á áfangastað á smábáti. Úr öllum átt- um kemur fólk og dansfíknir unglingar, í drekk- hlöðnum bátum til Þórshafnar á laugardagskvöld- um. Oft er lagt upp í tvísýnu veðri, og oft hendir það, að veðrið versnar um kvöldið, og fólkið verð- ur að vera næturlangt í Þórshöfn. Það er farið, þótt veðrið sé ekki sem bezt, en allir vita, hvenær veðrið er orðið lífshættulegt, og það hefur ekki kíomið oft fyrir, að unglingar hafi komizt í hann krappan á heimleið af dansleik. Svo við snú- i um okkur að heimferðinni, þegar við erum annars I' staðar og biðjum stúlku um að leyfa okkur að 1 kieyra hana heim, já, þá er það aftur bíllinn og inn- í an skamms höfum við skotið henni heim. En í Færeyjum verða piltarnir að „keyra“ stúlkurnar sínar heim á bátum, og það tekur töluverðan tíma, ein stúlkann ætlar til Klakksvíkur og önnur til einhvers fiskiþorpsins á suðurströndinni, þannig Framh. á bls. 34. Þessi mynd gæti vissulega verið tekin í fjallshlíS ofan viS íslenzkt fiskiþorp, nema hvað hausinn á hrífunni er örlítið frábrugðinn þeim, sem við eig- um að venjast. Þessi mynd var ekki tekin á Austfjörðum í síld- inni í sumar. Það er víðar Guð en í Görðum og þessi mynd er tekin á Tveröy. (Ljósm. Lars And-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.