Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1963, Page 20

Fálkinn - 02.10.1963, Page 20
C. \Jy /ispursmey á hálum brautum Hinn óskráði sími Masons hringdi. Hann tók tækið upp. Drake var í símanum. „Við vor- um eltir til bústaðar Mínervu Mindens." „Hvernig veiztu það?“ „Þeir hafa tæki, sem þeir geta smeygt upp á púströrið á bílnum. Það drúpa úr því drop- ar af litverpu efni. Með því að hafa gleraugu, sem gera þessa dropa sýnilega, geta þeir elt bíl þó að þeir séu fimmtán mínútum á eftir honum.“ „Og þú veizt, að þetta var á þínum bíl?“ „Já, það var á mínum bíl.“ Mason var búinn að fjalla um mál síðasta skjólstæðings síns þegar síminn hringdi þrem snöggum hringingum til merkis um að símastúlkan hefði mikil- vægt samtal við hann. Della tók upp tækið og svaraði: „Já, Gertie,“ sneri sér síðan til Masons. „Tragg lautinant," sagði hún. Mason tók upp tækið. „Já lautinant.“ Tragg sagði: „Ég hef séð í gegnum fingur við þig í dag, Mason, og ætla að gera það svolítið lengur.“ „Já,“ sagði Mason þurrlega. „Ég vona að þetta sem þið sett- uð á púströrið á bílnum hans Drakes hafi ekki skemmt hann.“ „Nei, hreint ekki, hreint ekki,“ sagði Tragg. „Ég geri ráð fyrir,“ sagði Mason, „að þú ætlir að gera mér einhverja fleiri greiða og svo komist ég að því seinna, að þetía voru bara gildrur." „Þetta er nú nokkur, sem þú getur hreint ekki staðizt, Perry.“ „Hvað er það?“ spurði Mason. Tragg sagði: „Ég hélt að þú mundir ekki geta verið nógu fljótur á leiðinni hingað, svo að ég sendi lögreglubíl. Hann ætti að koma til þín eftir fá- einar sekúndur.“ Tragg lagði á. Aftur hringdi síminn, nokkrum snöggum, stuttum hringingum. Della Street tó:k símann og sagði: „Já, Gertie?“ sneri sér síðan til Masons. „Það er einkennis- klæddur lögregluþjónn í fremri skrifstofunni. Hann er á lög- reglubíl og hefur fyrirmæli um að fara með okkur bæði á lögreglustöðina tafarlaust.“ Mason og Della flýttu sér út í lyftuna. Lögregluþjónninn fylgdi þeim út að gangstéttinni, en þar sat annar lögreglumað- ur undir stýri á lögreglubíl. Mason og Della fóru upp í bíl- inn og hann þaut af stað út í umferðina. Þegar þau námu staðar við lögreglustöðina, sagði ökumaðurinn: „Takið bara lyft- una upp á þriðju hæð. Það er skrifstofa Traggs.“ Lyftuþjónninn beið eftir þeim. Á þriðju hæð var lög- reglumaður og hann benti með þumalfingrinum að skrifstofu Traggs. „Gangið beint inn,“ sagði hann. Mason gekk á eftir Dellu Street inn í herbergið og snar- stanzaði. „Hamingjan góða, fröken Ambler,“ sagði hann. >,Ég var sannarlega orðinn áhyggjufullur út af yður. Segið mér hvað kom fyrir, og ...“ Della Street tók í ermi Ma- sons. Konan, sem sat við skrifborð Traggs lautinants leit kulda- lega á Mason, sagði síðan með rómi: „Herra Mason, ih „Ég er Minerva Minden,“ sagði hún. „Þér hafið verið að reyna að hafa samband við mig, en ég vildi ekki tala við yður. Ég vissi ekki að þér væruð svo innundir hjá lögreglunni að þér gætuð komið því í kring svona.“ Mason sagði: „í rauninni hafði ég alls enga hugmynd um að þér væruð hérna, ung- frú Minden. Tragg lautinant hringdi í mig og bað mig að koma.“ „Jæja þá,“ sagði Mason og sneri sér að Dellu Street. „Er þetta konan sem var í skrifstof- unni hjá okkur, Della?“ Della Street hristi höfuðið. „Það er mismunur í útliti, sem einungis kvennmanni er trú- andi til að sjá. En líkingin er alveg furðuleg," sagði hún. „Mér er fullkunnugt um lík- inguna,“ sagði ungfrú Minden. „Ef þér skylduð hafa áhuga á því, þá hefur hún verið að reyna að hafa af mér með hót- unum.“ „Hvað eigið þér við?“ „Ég á við það, að Dorrie Ambler telur til skyldleika við Harper Minden, Manninn sem ég erfði. Hún hefur legið í mér að láta henni eftir arfahlut og hótað að koma mér í þannig lagaða klípu, að ég yrði fegn- ust því að kaupa hana af mér.“ „Hafið þér séð hana?“ „Ég hef talað við hana í síma og ég hef------ja, satt að segja setti ég njósnara á hana.“ Mason sagði: „Það er önnur saga en ég hef heyrt.“ „Það finnst mér trúlegt,“ sagði hún. „Dorrie Ambler hef- ur sett á svið nokkur atvik til að skapa mjög sannfærandi grundvöll fyrir kröfum sínum. Þessi skothríð á flugvellinum var snjallt uppátæki. Ef ég hefði ekki áttað mig í tíma, hefði aðstaða mín orðið erfið.“ 1 stað þess að halda fram að um mistök væri að ræða og fá Dorrie Ambler dregna fram, svo að hún gæti opinberlega lýst yfir að þessi óvenjulegi svipur með okkur stafaði af skyldleika, tók ég á mig sökina og lét sekta mig.“ Mason sagði: „Ég ætla að 20 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.