Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1963, Qupperneq 23

Fálkinn - 02.10.1963, Qupperneq 23
lagt tólið að eyranum, þegar hann sagði: — Hvernig vildi þetta til? Hvers vegna hringdir þú ekki í mig? Hvernig vogar litla tíkin sér að gera slíkt án viðvörunar? — Sjáðu nú til, James, þakka þér fyrir stuðninginn, en þetta er ekki þess virði. Ég á við, að þú skalt ekki æsa þig upp út af þessu og gerðu nú ekki neitt vanhugsað. ar og það hafði dregið úr á- hyggjum hans út af húsnæðis- málum mínum. Nú sagðist ég ekki vera búin að koma mér fyrir og að ég vildi helzt bíða, þangað til allt væri komið í lag. Hingað til hafði ég komizt hjá því, að láta hann hafa heim- ilisfangið, en nú bað hann á- kveðið um það, og ég var neydd til að finna upp á einhverju. Ég gat ekki skýrt frá því, aö ég hefði neyðzt til að hætta eft- ir mánuð, hvort sem væri — en ég sagði að ég vtari ekki vel frísk og að ég þarfnaðist dálít- illar hvíldar. Það varð þögn, og svo sagði James áhyggjufullur: — Kæra Jane, þú ert þó ekki alvarlega veik? Ef ég hefði vit- að, að það væri eitthvað að þér, þá hefði ég séð um, að þú værir heima — mér finnst eins og ég hafi pískað áfram veikan hest...... Ég gat ekki stillt mig um að hlæja. — Svona skalt þú ekki hugsa. Það var alveg rétt hjá þér að láta sem ekkert væri, það hefur hjálpað. — Nú flytur þú nátt- úrlega til pabba þíns? Ég sagðist helzt vilja vera þar sem ég væri. — Ég held ég komi þangað og sannfæri sjálfan mig um, að allt sé í lagi með þig, sagði hann skyndilega. — Nei, nei, gerðu það ekki. — Hvers vegna ekki, spurði hann tortrygginn. — Er eitt- hvað að staðnum? Það er þó snyrtileg íbúð? Það sagðir þú mér. Ég flækti mig betur og betur í eigin lyganet. Ég hafði leyft mér að lýsa íbúð vinkonu minn- — Ég skal bjóða þér á næst- unni, James, og þúsund þakkir fyrir allt. — Hafðu samband við mig, skipaði hann strangur. Ég lagði tólið á og fór aftur til herbergis míns. Það leit hræðilega út, því að ég hafði ekki megnað að taka til. Skyndi- lega kom mér það í hug, að það væru bara tvær vikur til jóla. Það var dapurleg hugsun. Það er ekki neitt ömurlegra en jól nálgist og maður hafi ekki neinn til að kaupa jólagjafir handa. En það voru heimskulegar hugsanir. Toby myndi koma aftur auðvitað. Ég fór aftur nið- ur á herbergi hans til að gá, hvort hann væri kominn. Allt var eins og þegar hann yfirgaf það og fór í klúbbinn í fyrra- kvöld. Hversdagsföt hans, gráar flannelsbuxur og slitinn jakki lágu á rúminu. Aðeins borðið, sem hann við, var eins og það átti að sér að vera. Mavis, hugsaði ég skyndilega. Hún veit ef til vill......Ég hljóp upp stigann og bankaði á hurð Mavis. — Mavis, hefur þú nokkra hugmynd um, hvar Toby er? — Toby? Er hann ekki í her- berginu sínu? — Hann var ekki heima í nótt, sagði ég og reyndi að dylja, hversu óróleg ég var. — Hann er kannski í heim- sókn hjá einhverjum vinum sínum — hann fer þangað við og við. Þú ert þó ekki óróleg, litla vinkona? Það er allt í lagi með hann, hann er ekki svoleið- is. Ég fór aftur niður í herberg- ið mitt, ámóta áhyggjufull. X. „ Þar sat ég mikinn hluta dags. Ég gleymdi að borða hádegs- verð. John var í herberginu við hliðina. Hann var í huga mér allan daginn. Þegar fór að dimma, sá ég á litla glugganum milli herbergjanna, að hann kveikti ekki ljós og það skelfdi mig á vissan hátt. Það var óeðli- legt, að hann skyldi sitja þarna í myrkrinu. Hvað var hann að gera? Þegar nokkur stund var liðin, heyrði ég að hann stóð á fætur og gekk að langveggnum. Svo heyrði ég^ að barið var laust og hikandi. Ég rétti fram höndina og svaraði því. Við mættumst fyrir utan á stigapallinum. Tárin runnu niður andlit hans. Augnablik stöðvaðist eitthvað innra með mér svo féllumst við í faðma. Við fórum inn í herbergið mitt og settumst á gólfið og þerruðum tárin hvort af öðru. Svo rak ég upp aumkunarverð- an hlátur, því að mér varð skyndilega Ijóst, hvernig við komum fyrir. Stór, klunnaleg- ur, þeldökkur maður og stúlka, sem bæði sátu fyrir framan gas- ofn og grétu. — Góði, hættu, bað ég loks. — Við getum ekki haldið svona áfram, við höfum ekki fleiri vasaklúta. Fyrirgefðu, en mér þykir þetta svo leitt, endurtók hann aftur og aftur. — Ég veit það. Það gerir ekk- ert til. — En ég kallaði þig vændis- konu. — Þú hefðir vel getað kallað mig eitthvað verra. En alla vega er ég ekki nein vændis- kona, það veizt þú, og það er það eina, sem máli skiptir. — Ég var reiður, þegar ég sagði það.Og þú fyrirgefur mér? endurtók hann. — Já. Nú verðum við að fá okkur eitthvað að borða. Ég hef ekki smakkað mat í allan dag. Meðan ég náði í brauð, smér og mjólk, sat hann á gólfinu með slútandi höfuð og starði á teppið og fylgdi mynstrinu með vísiíingri. Þegar ég rétti honum matinn, þá ýtti hann honum frá sér og fór að gráta aftur. — John, í guðanna bænum. Hvað er nú að? Allt er gleymt og afstaðið. — Það er ekki afstaðið, kjökr- aði hann. — Ég hef ekki sagt allt. Hann greip um hendur mín- ar.. — Segðu að þú fyrirgefir mér. — Segðu hvað þú hefur gert. — Fyrirgefðu mér fyrst. — Ég fyrirgef þér. Segðu það núna. Hann losaði takið um hendur mínar. — Hann kom inn til mín, þegar þú varst farin, sagði hann. — Hann sagðist ekki vilja vera einn. Spilaðu fyrir mig, sagði hann. Ég spilaði ekki fyrir hann. Ég talaði ekki einu sinni við hann. Ég var veikur, veikur í höfðinu. Hann sagði eins og þú, hvað er það, hvað er það. Hann þagnaði og kreisti brauðbita milli fingranna — Ég sagði honum að þú værir vændiskona, hvíslaði hann. — Hverju svaraði hann? — Hann kallaði mig lygara. Hann varð mjög reiður. — Og svo? — Ég varð einnig reiður, reið- ur af því að hann kallaði mig lygara. Svo að ég sagði honum það. — Sagðir honum hvað? spurði ég alveg rugluð. Hann setti brauðið á breiðan lófann og lokaði honum var- lega eins og það væri lifandl. — Frá barninu, sagði hann lágt. X. Það var eins og ég væri að falla saman. Ég gat heyrt hvern- ig gaslogarnir hvæstu í kyrrð- inni. Það var eins og John og allt herbergið væru í mílufjar- lægð — jafnvel rödd mín hljómaði eins og hún væri úr fjarlægð. — Hvernig gazt þú vitað — það? — Mig grunaði það allan tím- ann. Þú kastaðir upp á hverj- um morgni. Svo fórstu að þykkna undir belti, þá vissi ég það fyrir víst. Ég sat eins og ég væri lömuð. Mér datt ekki neitt í hug til að segja. — Þegar ég sagði, að þú værir vændiskona, trúði hann því ekki, svo að ég sagði við hann: Hvers konar vinnu heldurðu að hún stundi? Nú er sunnu- Framh. í næsta blaði. FALKINN 23

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.