Fálkinn - 02.10.1963, Side 24
Hispursmey
Framhald af bls. 21.
Dorrie Ambler væri rétt að þér
hefðuð Dorrie Ambler í hópn-
um og sæjuð þá, hvað hún
segði.“
„Ég skil, ég skil. Við erum
bara að rannsaka málið, það er
allt og sumt,“ sagði Tragg laut-
inant.
„Jæja, nú er ég farin. Ef þér
eigið eitthvert erindi við mig
framvegis, þá skuluð þér koma
með handtökuheimild.“
„Ég tel víst,“ sagði Máson
við Tragg, „að þú hafir viljað
sjá hvernig okkur yrði við að
sjá stúlkuna óvænt, og hafir
þess vegna komið þessu svona
fyrir og tekið samtalið upp á
band.“
„Þér skjátlast ekki í því,“
sagði Tragg. „Ég vildi sjá hvern-
ig ykkur brygði við, er þið
kæmuð inn í herbergið. Nú
skilst mér að það sé mjög sterk-
ur svipur með Dorrie Ambler
og Mínervu Minden.“ Hann
brosti og bætti við: „Allt í lagi,
það eru frímínútur.“
Minerva skálmaði til dyra,
snerist snögglega á hæli, gekk
til Masons og rétti honum hönd-
ina. „Mér fellur vel við yður,“
sagði hún, brosti við Dellu
Street, sneri baki að Tragg og
fór út.
„Þetta var dálagleg skvetta,"
“tagði Mason við Tragg.
„Það má nú segja,“ sagði
Tragg, en ég varð að fá að vita
vissu mína um hvað þær væru
líkar. Ég þykist nú vita, að þær
séu eins og steyptar í sama
móti,“ sagði Tragg. „Hvað
fannst þér, Della?“
„Hárið er ekki alveg eins,“
gagði Della Street. „Hún málar
sig ekki eins — æ, það eru
gmámunir, sem kvenmaður tek-
ur eftir, en þær eru sannarlega
mjög líkar. Raddirnar eru það,
sem á milli ber. Dorrie talar
hratt og röddin er hvell.“
„Jæja, þakka ykkur kærlega,“
sagði Tragg. Ég verð að gera
þetta svona, Perry, af því að
þú fæst ekki til samvinnu á
annan hátt. Bíllinn fer aftur
með ykkur til skrifstofunnar.”
Mason og Della Street komu
við í skrifstofu Páls Drake á
heimleiðinni frá lögreglustöð-
inni.
„Ég hef fréttir handa þér,
Perry.“
„Eins og hvað, Páll?“
„Það er búið að finna morð-
vopnið? Það er skammbyssa
með hlaupvídd 22. Hún fannst
falin í ljóslituðum Cadillac og
var keypt fyrir tveim mánuð-
um af Dorrie Ambler. Morð-
24 FÁLKINN
kúlan samsvarar reynslukúlum
úr þessari skammbyssu.“
„Hún hefði getað verið að
verja sig þegar þeir reyndu að
ræna henni,“ sagði Mason.
„Og drap einkanjósnara, sem
var að reyna að þvinga út úr
henni fé?“
„Undarlegir hlutir hafa
gerzt,“ sagði Mason.
„Heldurðu að Dorrie Ambler
hafi verið rænt?“ spurði
Drake.
„Ég er að hugsa um tímann.
Það hlýtur að hafa verið fjandi
erfitt fyrir þá að koma henni
út úr húsinu og niður stigana."
„Ég hef líka verið að hugsa
um það,“ sagði Mason. „Mér
er að detta í hug, hvort þeir
hafa ekki haldið henni bara
þarna í húsinu.“
„Þú átt við í annarri íbúð?“
spurði Drake.
Mason kinkaði kolli, hugsaði
sig um andartak, sagði síðan:
„Fáðu að vita hverjir hafa
íbúðirnar á hæðunum næst fyr-
ir ofan og neðan. Það er rétt
hugsanlegt.“
Þegar Mason kom á skrifstof-
una morguninn eftir, sagði
Della:
„Góðan daginn, húsbóndi. Ég
geri ráð fyrir að þú hafir séð
blöðin. Þú ert heldur betur á
forsíðunum!“
Mason tók við blaðinu, sem
Della fekk honum. „Ójá,“ sagði
hann, „víst er það allt þarna
með — ekki bara það sem hún
sagði þeim, heldur líka nokkrar
skarplegar getgátur. Þú veizt,
ég er alltaf að segja við sjálfan
mig, að þetta þurfi ekki að hafa
verið mannrán, það hefði getað
verið sett á svið.“
„Þar á meðal morðið?“
„Nei, ekki morðið,“ sagði
Mason. „Við vitum ekki hvernig
á morðinu stendur, en höfum
getgátu við að styðjast til að
byrja með. Hún vildi láta
flenna sögirna um tvífarann
yfir öll blöðin. Hún sagðist vilja
það, af því að hún vildi ekki
vera blóraböggull út af glæp,
sem hún hefði ekki drýgt.“
Nú er líka vel hugsanlegt, að
það hafi ekki verið aðalástæð-
an. Aðalástæðan gæti verið, að
hún hafi viljað aglýsa líkingu
sína og Mínervu Minden og
síðan koma því inn hjá blaða-
mönnum, að þær væru skyldar."
Della Street kinkaði kolli.
„En,“ sagði Mason, „vegna
snarræðis Mínervu Minden
mistókst bragðið Hvað mundi
synduð stúlka gera í því til-
felli?“
„Ja, nú get ég ekki svarað,“
sagði Della Street. „Þú heldur
þó ekki að hún hafi sjálf komið
þessu öllu í kring? Ráninu á
sjálfri sér og —“
„Það hefði veriS hérumbil
ómögulegt að koma stúlkunni
út úr húsin. Ég get ekki varizt
þeirri hugsun, að þetta hafi allt
verið hluti úr áætlun — nema
morðið. Morðið gerði strik í
reikninginn.“
Það var barið á hurðina á
einkaskrifstofunni á sérstakan
hátt, og að gefnu merki frá Ma-
son opnaði Della fyrir Drake.
„Hvað er að frétta, Páll?“
spurði Mason.
„Daginn fyrir brottnámið
spurði maður, sem kvaðst heita
William Camas eftir íbúð. Hon-
um var sagt, að það væri ein
laus á áttundu hæð, íbúð nr.
8Ý5. Hann leit á hana og festi
sér hana með því að greiða
fyrirfram hundrað dollara, með
því skilyrði, að hann skyldi und-
irrita leigusamning innan
þriggja daga eða glata fyrir-
framgreiðslunni. Húsvörðurinn
lét hann hafa lykil.“
„Og í hverhig ásigkomulagi
er íbúðin núna? Til hvers bend-
ir það?“ spurði Mason. „Nokk-
ur fingraför?“
,Vertu ekki svona barnaleg-
ur,“ sagði Drake. „Þér datt
þetta í hug og það gerði lög-
reglunni líka. Hafi lögreglan
fundið eitthvað, þá er hún ekki
að útbásúna það. Það er ó-
mögulegt að vita, hvort þeir
hafa talað við Camas."
„Þú hefur ekki getað fundið
hann?“
„Ekki urmul af honum,“
sagði Drake. „Hann _gaf upp
heimilisfang í Seattle. Ég lét at-
huga það, og húsið er ekki til.“
Mason sagði: „Fari það bölv-
að, Páll, ég var að segja áðan,
að þeir hefðu ekki getað komið
henni út úr þessari íbúð nauð-
ugri. Þessi kvenmaður er í
hættu.“
„Nei, ekki lengur,“ sagði
Drake. „Komi eitthvað fyrir
hann, þá er það búið og gert.
Ef hún er lifandi ennþá, þá er
það vegna þess, að krefjast á
lausnargjalds fyrir hana eða
hafa út úr henni fé með hótun-
um. Þú getur ekkert gert
Perry nema bíða og sjá hvað
setur."
Mason þagði nokkrar sek-
úndur, sagði síðan: „Þá það,
Páll.“ Drake leit á Dellu
Street og fór síðan út.
Mason tók að lesa yfir bréf.
Þegar hann hafði lokið einu
bréfi og var hálfnaður með ann-
að, gafst hann upp og tók að
ganga um gólf í skrifstofunni.
„Della, ég get ekki haft hugann
af þessu — Reyndu að ná Tragg
lautinant í símann."
Hún fór að símanum og kink*
aði kolli til Masons fáum augna-
blikum síðar. „Hann er í sím-
anum,“ sagði hún.
Mason sagði: „Halló, lautin-
ant. Perry Mason hérna megin,
og ég hef áhyggjur út af Dorrie
Ambler. Ég er hreint ekki
ánægður með gang málanna."
„Hver ætli sé það?“ sagði
Tragg.
„Hvað með þessa íbúð nr.
805?“
„Skjóstæðingur þinn var ekki
fórnarlamb heldur með í leikn-
um,“ sagði Tragg. „Hún fór frá
ibúð 907 niður stigann og
síðan inn í íbúð 805. Hún beið
þar átekta þangað til leiðin var
orðin greið aftur. Vitni sá hana
fara út síðar af fúsum og frjáls-
um vilja á eigin fótum.“
Mason sagði: „Þú hefur létt
af mér fargi, lautinant. Ég hef
talið möguleika á því, að þetta
væri þáttur í einhverju víðtæk-
ara ráðabruggi."
„Já, Perry, það er möguleiki,
sem verið er að rannsaka. Og
auðvitað gefur það enga skýr-
ingu á þessu morði. Svo er líka
hugsanlegt, að þessu öllu hafi
verið komið í kring til að varpa
ryki í augun á okkur í sambandi
við líkið þarna í íbúð skjólstæð-
ings þíns. Ef það reyndist svo,
þá værum við ekki hrifnir af
því.“
„Og ekki væri ég horfinn af
því,“ sagði Mason.
„Hvað sem því líður,“ sagði
Tragg, „þá get ég sagt’ þér
þetta: Ég held þú getir þvegið
hendur þínar af þessu máli.
Þegar skjólstæðingur þinn fór
út úr þessari íbúð, fór hann bara
niður í íbúð 805. Síðar um
kvöldið sá kona, sem á heima
á sjöttu hæð, skjólstæðing
þinn fara niður í lyftuni. Kon-
an þekkir Dorrie Ambler og
hefur talað við hana. Dorrie var
hrifin af hundi þessarar konu,
og hundurinn var hændur að
henni. Þetta er skrýtinn hund-
ur. Hann urrar ef fólk gerir sig
líklegt til að klappa honum.
Jæja, þessi kona ber að hún
hafi séð Dorrie Ambler fara
niður með dökk gleraugu, eins
og hún vildi ekki láta þekkja
sig. En hundurinn nuddaði sér
upp við fótinn á henni og dingl-
aði skottinu. Þá staðnæmdist
lyftan og Dorrie flýtti sér út.
„Konan sá, að það beið mað-
ur í bíl við gangstéttina og
Dorrie stökk upp í og var ekið
á burtu.“
„Fingraför?" spurði Mason.
„Engin,“ sagði Tragg. „Það er
næsta furðulegt. Báðar íbúðirn-