Fálkinn - 02.10.1963, Side 26
LITIA
SAGAN
EFTIR
WILLY
BREIIMHOLST
SNJALL
LEIKUR
Það var mikil kvöldveizla
hjá gullashbaróni Frederich
von Pheddersen. Hinn ungi
Fuppensvans meindýraeiðir
hafði samkvæmt eigin ósk
fylgt hinni gömlu, ríku ekkju-
aðalsfrú Karlottu von Schna-
belwasser til sætis.
— En hvað þetta er fallegur
skartgripur, sagði hinn ungi,
kurteisi meindýraeiðir við
ekkjuaðalsfrúna, meðan þjón-
ustustúlkan bar drykkinn inn.
— Já, finnst yður það ekki,
sagði gamla ekkjuaðalsfrúin og
lét meindýraeiðinn þreifa á
demantsslegnu platínuhálsmen-
inu.
— Þetta er gamall erfðagrip-
ur, hann hefur verið í eigu ætt-
arinnar í meira en tvö hundruð
ár, langalangalangamma mín
bar hann fyrst á hirðballi hjá
Friðriki sjöunda.
— Þér meinið það ekki?
Hinn ungi meindýraeiðir lét
áhugasamur finguma snerta
gimsteinana til að telja, hve
margir þeir væru.
— Hvað skyldi svona gripur
vera mikils virði? spurði hann
og reyndi að láta röddina
hljóma eins kæruleysislega og
unnt var.
— Það er virt á fimmtíu þús-
und, sagði hin gamla ekkjuað-
alsfrú og var hrifin af þeirri at-
hygli, sem hálsmen hennar
vakti.
Hinn ungi meindýraeiðir
flautaði lágt.
— Fimmtíu þúsund, endurtók
hann. Þér hafið auðvitað góða
læsingu á því?
Ekkjuaðalfrúin sýndi honum,
hve auðvelt væri að opna lás-
inn.
— Já, það verð ég að segja,
sagði hinn ungi meindýraeiðir
og grandskoðaði lásinn. Þetta
er svei mér góður lás, en það
væri líka afarslæmt að tapa svo
dýrmætum grip, ekki satt?
Jú, því var aðalsfrúin sam-
mála.
Er borðhaldinu var lokið,
dansaði hinn töfrandi ungi
meindýraeiðir við gullaschbar-
ónessu Rebekku von Phedder-
sen. Seinna um kvöldið bauð
hann kurteis hinni öldnu aðals-
frú upp í marzuka, skyndilega
slökknaði ljósið, og þegar það
var kveikt aftur, rak aðalsfrú-
in upp óp.
— Hálsmenið mitt, stundi
hún. Það er horfið.
— Óhugsandi, sagði ungi
meindýraeiðirinn, — engum
hér myndi koma til hugar að
stela skartgrip.
Það fóru allir að skríða á
gólfinu til að leita að því, en
horfið var það. Menn urðu að
horfast í augu við það, að það
var þjófur meðal gestanna.
— Einhver hlýtur að hafa
stungið því í vasann í hreinum
misgripum, sagði gullashbarón
IKOSITA * * *
von Pheddersen, en nú veit ég,
hvað við gerum. Jacob, náðu I
silfurbakka.
Þjónninn náði í silfurbakka
og setti hann á mitt borðið.
— Nú slökkvum við ljósið í
þrjár mínútur, hélt baróninn
áfram, þjófurinn fær þá tæki-
færi til að láta hálsmenið í
þennan silfurbakka, og veizlan
getur haldið áfram eins og ekk-
ert hafi í skorizt.
Ljósið var slökkt. Þrjár mín-
útur liðu, og það var kveikt aft-
ur.
Allir kipptust við.
Silfurbakkinn var horfinn.
— Ótrúlegt, tautaði gullasch-
baróninn, en þjófurinn skal fá
síðasta tækifæri. Ég slekk ljós-
ið einu sinni enn, og hann á
að leggja báða hina stolnu
hluti á borðið.
— Það gagnar ekki sagði
gamla aðalsfrúin, þá stelur
hann bara nýjum hlut.
— Alls ekki, sagði gullasch-
baróninn og greip um tvo silfur-
ljósastjaka á borðinu. Við höld-
um öll fast um verðmæti.
Hver gestanna valdi sér hlut
til að halda fast utan um.
— Sjáum til, sagði gullasch-
baróninn og horfði ánægður í
kringum sig í salnum, nú gæt-
um við allra verðmæta, hér er
ekki meira, sem hann getur
stungið á sig.
En hann hafði á röngu að
standa.
Þegar ljósið var kveikt eftir
þrjár mínútur, var hinn töfr-
andi ungi meindýraeiðir Fupp-
ensvans horfinn með hina
fallegu gullaschbarónessu!
26 FALKINN