Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1963, Blaðsíða 32

Fálkinn - 02.10.1963, Blaðsíða 32
Hauskupan heilaga var hægt að fresta útförinni „Hvað hefur komið fyrir þig lengur en til morguns, annars í Bandaríkjunum, Rashil?“ Framhald af bls. 15. yrðu allir borgarbúar farnir að Hann hristi höfuðið. „Það er Þetta var rödd móður hans. hóPast að hliðinu. Faðir hans einfaldlega — villimannleg at- Hún kastaði „sari“ sínum frá var þjóðhetja, og fólk var þegar höfn.“ andlitinu og réðist á hann eins farið að streyma ur nærligg]; „Þú ætlar þá ekki að taka og fellibylur, svört augu henn- ajdi þorpum og jafnvel fra þátt í útför föður þíns?“ ar loguðu Hann hafði aldrei oðrum fylkjum, og hafði slegið „Við getum haft enska út- séð hana öðru vísi en milda, UPP tjöldum fyrir utan hliðið. för.“ ástúðlega, vingjarnlega. Hon- Berfættur þjónn kom inn, lét „Við getum það ekki,“ sagði um varð'nú ljóst að hún var dálítið af ávöxtum á lítið borð, hún stillilega. „Ef þú neitar að líka miskunnarlaus, og í fyrsta fét í ljós hollustu sína við hús- gera skyldu þína, verðum við a var hann hrædd- bóndann og fór. Rashil sat nú að láta elzta frænda þinn koma ur vi hana aftur aleinn- hreyfingarlaus, í þinn stað. En þú veizt, hvað „Mamma,“ hrópaði hann, „ef meðun sól var í fullu suðri og það þýðir.“ þú ríst gegn mér, gera hinir það. heltur ilmur blómanna barst „Eg veit, að móðir okkar ef þú stenduf með mér, ef þú inn um Slugga- Þögnin, sem mun ekki fyrirgefa mér það.“ skilur mig, þá hjálparðu hin- rihti 1 húsinu, var lævísleg, „Það kemur ekki henni einni um. Mamma, mamma hlustaðu jafnvel óheillavænleg. Venju- við,“ sagði Padmaya á sinn á mig.“ leSa hljómaði þar hlátur um hæfilega, rólega hátt. „Það Því að nú réðist hún á hann sali> barnsraddir, konur að kemur allri fjölskyldunni við. með krepptum hnefum og barði hann í brjóstið. Hann greip um hendur hennar og hélt um úln- liðina. „Mamma, hlustaðu á mig, áður en þú ásakar mig! Ég get ekki gert það, mamma. Ég elska föður minn ekki að- eins vegna þess, að hann var mikilmenni, mikil sál. Hvernig get ég, vegna þess að svo at- vikaðist, að hann var faðir minn —“ „Atvikaðist — atvikaðist!“ hrópaði hún. „Það er ekki um að ræða nein slík atvik. Guð gerði hann föður þinn, og þú ert sonur hans. Þú tekur sæti hans. Enginn getur framkvæmt hina heilögu athöfn nema þú. Heldur þú, að hann viti ekki, að þú neitir honum um þessa síðustu þjónutsu? Er hann beiningamaður, sem á engan son? Hvar er samvizka þín? Hvar er skyldurækni þín?“ Hún var kjökrandi, átakan- lega og án afláts. Hann var utan við sig, örvinlaður, hálf- grátandi. En Padamaya frels- aði hann. Hún birtist hljóðlega, lagði höndina yfir herðar móð- ur sinnar og leiddi hana á braut. Það varð þögn. Fjölskyldan sat og starði á hann ásökunar- augum. Hann hafði gleymt, hversu stóreygir landar hans voru — augun leyndardóms- full, ásakandi, raunamædd. Hann hugsaði um augun í Jo- sie — sem voru svo blá, svo fjörleg. Hverju átti hann að svara dökkum augum fólksins? Hann yppti Öxlum; hann benti því að fara. Það stóð á fætur, þegjandi, og læddist í burtu, konurnar drógu „sari“ fyrir andlitin eins og hann væri ó- kunnugur, og hann stikaði út úr herberginu og eftir skraut- legum göngunum til herbergis síns. Eitthva* að gera. Ekki 32 FÁLKINN kallast á, yfirþjonar að skamma undirmenn sína. Núna biðu þau öll, meira að segja börnin voru hljóð, — eftir því að hann á- kvæði, hvað yrði um föður hans. Var þetta sami heimur og hann hafði lifað í, þangað til fyrir tveim dögum? Var Har- vard Yard og allar fallegu tíg- ulsteinabyggingarnar í raun og veru til. Hann gerði sér hálft í hvoru í hugarlund, að hann hefði aðeins ímyndað sér það; ímyndað sér Josie líka, hressi- lega rödd hennar og hlátur, viðs fjarri, yfir láð og lög. Einhver var við dyrnar. Pad- maya kom inn og settist á lága sessu. Hún renndi af sér il- skónum og nuddaði, fallega, bera fæturna, án þess að mæla orð frá vörum. „Pamaya,“ sagði hann að lok- um, „skilur þú mig áreiðan- lega?“ Hún leit ekki á hann. „Ó, jú,“ sagði hún, næstum skeyt- ingarlaust. „Ég skil þig mæta vel.“ „Hef ég rangt fyrir mér?“ Áður en hún gat svarað, svar- aði hann sér sjálfur. „Rétt eða rangt, það skiptir ekki máli. Ég get blátt áfram ekki gert það.“ „En þú hefur margsinnis séð það gert,“ minnti hún hann á. „Þegar afi dó, og síðan frændi gamli. Þér virtist það ekki vera hræðilegt þá.“ „Ég hugsaði aldrei út í, að ég yrði að gera það.“ Hún vafði „sari“ sínum um fæturna. „Hugsaðu um það á þessa leið: Það verður að ger- ast — einfalt mál. Annars leysist heilinn upp i hitanum. Hann sýður og — „Ekki!“ Hann hrópaði ósjálfrátt upp yfir sig, og stór, dökk augu hennar litu spyrjandi á hann. Það þýðir, að þú afsalir þér stöðu þinni sem einkasonur föð- ur þíns og húsbóndi á heimili hans. Það þýðir að fólkið mun ekki treysta þér. Hvað sem þig kann að fýsa að gera í fram- tíðinni, mun það ekki trúa á þig. Hvernig getum við treyst manni, sem vildi jarða föður sinn eins og Englending frem- ur en —“ „Vissulega get ég verið ó- háður —* „Þú getur það vissulega ekki.“ Hann' starði á hana. Meðan hann hafði verið fjarverandi, hafði hún þroskazt í konu, skínandi brúnt hár hennar féll í lausum iokkum um fíngert andlitið. Svipur hennar var enn hreinni; húð hennar var eins ljós og hans. Kashmir-blóð í æðum hennar hafði gefið henni ljósan hörundslit og brún augu, ekki svört, og það voru gullnir lokkar í hári hennar. „Hvernig veizt þú svona mikið?“ spurði hann. „Ég hef minn eigin hátt á að vita.“ „Ef þú vilt ekki segja mér —“ byrjaði hann, en hún tók fram í fyrir honum. „Ég skal segja þér það.“ Hún lagði hökuna á kreppt hnén og starði þvert yfir her- bergið inn í einhverja fjarlægð, sem var hennar eigin. „Ég varð ástfangin, á meðan þú varst í burtu.“ „Þú? Ástfangin?“ Hún leit upp og á hann. Kemur það undarlega fyrir sjónir?“ „Nei,“ sagði hann. „Það er áhjákvæmilegt, auðvitað. En í hverjum?" „í Bandaríkjamanni,“ sagði hún. „Góðum, ungum manni. Hann var hér í Friðarsveitinni.“ „Elskaði hann —“ „Já, hann elskaði mig. Og elskar.“ „Hvað svo?“ „Ég sagði föður mínum það,“ sagði hún hljóðlega. „Ég sagði honum allt. Hann var fullur samúðar. í fyrstu hélt ég, að hann væri fús.“ „Síðan var hann það ekki?“ Hún hugsaði sig um með hök- una á hnjánum. „Ég held, að hann hefði verið fús, ef hann hefði verið einn. Enginn hér er nokkru sinni einn. Ég geri ráð fyrir, að það sé til refsing fyrir það. Enginn einmanaleiki, ekk- ert sjálfstæði.“ „Ert þú ekki einmana?“ „Ojú,“ sagði hún, „ég er ein- mana, vissulega. Ég mun alltaf verða einmana innan um alla. En gerum ráð fyrir, að ég hefði þá óhlýðnazt pabba og hlaup- izt á braut — ég hefði verið einmana á allt annan hátt. Og hrædd:“ „Hrædd við hvað?“ „Jú, hann kynni að hafa breytzt — Bandaríkjamaður- inn, á ég við. Maður þekkir aldrei gjörla þá, sem eru af öðrum toga spunnir. Og þá mundi það verða alger einmana- leiki. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá — „hún sveiflaði hægri hendi þannig, að hún átti við allt umhverfi þeirra, land og þj óð,“ — breytist það ekki.“ „Það verður að breytast ein- hvern tímann,“ lýsti hann yfir. Hún kinkaði kolli. „Þetta sagði faðir okkar. Það verður að breytast. En af sjálfu sér, sagði hann, ekki af einum manni, eins og mér eða þér.“ „Hún verður að byrja ein- hvers staðar, þessi breyting!“ „Ekki hérna, sagði pabbi. Hann bað mig — ekki hérna, Ekki í hans húsi. Og ég lofaði því.“ „Þú getur ekki lofað fyrir mig!“ „Nei, og þú breytist, auðvit- að. En byrjaðu ekki breytingu þína á honum, við útför hans. Hann mundi ekki vilja vita fjölskyldu sína sorgbitna. Það er ekki sanngjarnt að notfæra sér, að hann er nýlátinn. Ef hann gæti talað við okkur, mundi hann segja —“ „Hvað?“ „„Fylgið gömlu siðunum, mín vegna. Aðeins þetta eina sinn. Að því búnu getið þið far- ið eigin leiðir, ef þið viljið.““ Hún var mjög sannfærandi. Honum féll vel í geð mjúkur, indverskur málrómur hennar. Hann leit á hann nýjum skiln- ingi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.