Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1963, Qupperneq 35

Fálkinn - 02.10.1963, Qupperneq 35
Danna fannst hann bera ábyrgð á hinum handtekna Fáfni. Þegar allt kom til alls hafði hann tekið þátt í að handsama hann. Þannig hafði hann haft auga með, staðnum, þar sem fanginn stóð. Hann sá að Fáfnir var leiddur inn í kastalann... og nokkrum augnablikum síðar, sá hann Áka læðast á eftir honum... 1 augum Danna var þetta ekki góður fyrirboði, svo að hann elti Áka hiklaust og sá hann loka hurðinni hljóð- lega. Danni beygði sig niður og lagði eyra við skráárgatið. Það, sem hann heyrði, var vel þess virði að hlera eftir. „Ég skal segja þér, að Sigurður Víkingur á von á flota víkinga- skipa eftir nokkra daga,“ heyrði hann Fáfni segja. „Og þú getur imyndað þér, hvað þetta þýðir. Sigurður er hefnigjarn og hann mun ekki svífast neins til að ná þessum kastala aftur.“ Áki hneig uppgefinn niður á bekk, sem var þar nálægt." „Ég get ekki gert mér vonir um, að verjast heilum flota," stundi hann. „Þetta er ekki eins vonlaust eins og þú heldur,“ hélt Fáfnir áfram. „Þú átt um tvo kosti að velja..." Áki horfði sljógum augum fram fyrir sig. Hann efaðist ekki um það eitt augnablik, að eins og Fáfnir sagði, þá væri floti víkingaskipa á leiðinni og innrás myndi fylgja i kjölfar komu i þeirra. „Þú sagðir að ég ... ég .. ættj um tvo kosti að velja," stundi hann. „Hverjir eru þeir?“ „Fyrst geturðu sigrað Sigurð Víking og menn hans,“ útskýrði Fáfnir. „Þú hefur hesta og vopn. Hann hefur það ekki. Það ætti að vera auðvelt. Svo verð- ur þú að hreinsa burtu hið brunnaskip, svo að víkingarnir séu ekki viðbúnir. Bjóddu svo út her og undirbúðu árásina." Áki velti fyrir sér uppástungu hans augnablik. Honum líkaði ekki hugmyndin um að berjast við Sigurð... Ef satt skal segja vildi hann ekki berjast við neinn. „Ég hef aðeins málalið hér,“ svaraði hann. „Ég held ekki, að ég geti treyst þeim til þessara starfa." „Þá er annar kostur fyrir hendi,“ hélt Fáfnir áfram. „Þú gætir reynt að friðmælast við Sigurð. En þetta verður að framkvæma með miklum klókindum. Ég er reiðubúinn að gerast milligöngumaður, ef þú vilt...“ Áki tók þessu boði fégins hendi og það varð að ráði að Fáfnir skyldi snúa sér að þessu strax um kvöldið.... Danni læddist burt. hann hafði heyrt nóg... f Lesendur eru beðnir afsökunar á því að hér verður sagan af Ottó og brúði Sækonungsins að falla niður að sinni. Ástæðan er sú, að fram- hald sögunnar hefur misfarizt í sendingu erlendis frá. FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.